Faðir Beyoncé segir hana hafa hagnast á því að vera með ljósari húð Sylvía Hall skrifar 20. júní 2019 14:07 Mathew Knowles ásamt dóttur sinni Beyoncé. Vísir/Getty Mathew Knowles, faðir stjórstjörnunnar Beyoncé og fyrrum umboðsmaður hljómsveitarinnar Destiny‘s Child, segir feril dóttur sinnar hafa náð meira flugi en ferill annarra í hljómsveitinni vegna þess að hún er með ljósari húð. Þetta kemur fram á vef Variety. Mathew Knowles hefur kennt áfanga á háskólastigi þar sem málefni þeldökkra eru rannsökuð. Í áfanganum rannsakaði Knowles mismunun kvenna í tónlistarbransanum yfir fimmtán ára tímabil og komst að því að í flestum tilfellum gekk konum með ljósari húð betur en þeim sem voru dekkri yfirlitum. Í viðtali við The Clay Cane Show sagði Knowles margar stjörnur samtímans hafa hagnast af þessum mismuni, þar á meðal dóttir hans Beyoncé. Þá nefndi hann einnig Aliciu Keys, Mariuh Carey, Rihönnu og Nicki Minaj.Whitney Houston lést árið 2012, þá aðeins 48 ára.vísir/gettyLétu Whitney Houston virka ljósari yfirlitum „Í tónlistarbransanum er enn aðskilnaðarstefna,“ sagði Knowles og benti á að háttsettir innan tónlistarbransann væru enn með ákveðna hugmynd af því hvað þætti „fallegt“. „Ef þú horfir til baka til tímans þegar Whitney Houston var stórstjarna, hvernig þeir gerðu húð hennar ljósari til þess að láta hana virðast ljósari yfirlitum, það er vegna þess að það er þessi hugmynd um að því ljósari sem þú ert, því gáfaðari og fjárhagslega sterkari ertu,“ sagði Knowles í viðtalinu. Hann segir þennan mismun ekki einungis bundinn við fólk utan þess hóps heldur þekkist þetta vel á meðal þeirra sem sjálfir eru þeldökkir. Gott dæmi um það sé munur á velgengni Beyoncé og Kelly Rowland sem var með henni í Destiny‘s Child. „Hún er frábært dæmi. Það góða við það er að Kelly stóð sig frábærlega utan Bandaríkjanna, sérstaklega í Ástralíu. Kelly seldi yfir fjórar milljónir platna. Hún fór bara aðrar leiðir,“ sagði Knowles. Hollywood Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Mathew Knowles, faðir stjórstjörnunnar Beyoncé og fyrrum umboðsmaður hljómsveitarinnar Destiny‘s Child, segir feril dóttur sinnar hafa náð meira flugi en ferill annarra í hljómsveitinni vegna þess að hún er með ljósari húð. Þetta kemur fram á vef Variety. Mathew Knowles hefur kennt áfanga á háskólastigi þar sem málefni þeldökkra eru rannsökuð. Í áfanganum rannsakaði Knowles mismunun kvenna í tónlistarbransanum yfir fimmtán ára tímabil og komst að því að í flestum tilfellum gekk konum með ljósari húð betur en þeim sem voru dekkri yfirlitum. Í viðtali við The Clay Cane Show sagði Knowles margar stjörnur samtímans hafa hagnast af þessum mismuni, þar á meðal dóttir hans Beyoncé. Þá nefndi hann einnig Aliciu Keys, Mariuh Carey, Rihönnu og Nicki Minaj.Whitney Houston lést árið 2012, þá aðeins 48 ára.vísir/gettyLétu Whitney Houston virka ljósari yfirlitum „Í tónlistarbransanum er enn aðskilnaðarstefna,“ sagði Knowles og benti á að háttsettir innan tónlistarbransann væru enn með ákveðna hugmynd af því hvað þætti „fallegt“. „Ef þú horfir til baka til tímans þegar Whitney Houston var stórstjarna, hvernig þeir gerðu húð hennar ljósari til þess að láta hana virðast ljósari yfirlitum, það er vegna þess að það er þessi hugmynd um að því ljósari sem þú ert, því gáfaðari og fjárhagslega sterkari ertu,“ sagði Knowles í viðtalinu. Hann segir þennan mismun ekki einungis bundinn við fólk utan þess hóps heldur þekkist þetta vel á meðal þeirra sem sjálfir eru þeldökkir. Gott dæmi um það sé munur á velgengni Beyoncé og Kelly Rowland sem var með henni í Destiny‘s Child. „Hún er frábært dæmi. Það góða við það er að Kelly stóð sig frábærlega utan Bandaríkjanna, sérstaklega í Ástralíu. Kelly seldi yfir fjórar milljónir platna. Hún fór bara aðrar leiðir,“ sagði Knowles.
Hollywood Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira