Íslenski boltinn

Atli: Þetta er bara aukaspyrna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Atli Sigurjónsson eftir leik.
Atli Sigurjónsson eftir leik.
Sigurmark KR gegn Valsmönnum í gær var frábært en aðdragandi marksins var umdeildur enda töldu margir að KR hefði aldrei átt að fá aukaspyrnuna sem liðið skoraði úr.

KR-ingurinn Atli Sigurjónsson féll þá utan teigs eftir að hafa lent utan í Valsaranum Eiði Aroni Sigurbjörnssyni. Atli var mættur í Pepsi Max-mörkin eftir leik til þess að ræða leikinn.

„Í momentinu er ég að keyra, sný mér svo við og fæ einhvern í bakið. Ég er að snúa hann af mér með hægri er hann keyrir í bakið á mér. Þetta er bara aukaspyrna og hárétt dæmt,“ sagði Atli sposkur.

Sérfræðingar Pepsi Max-markanna voru nú ekki alveg sammála Atla í því að þarna hefði átt að dæma. Sjá má atvikð og umræðuna hér að neðan.



Klippa: Atli um aukaspyrnuna

Tengdar fréttir

Börkur: Ólafur er besti þjálfari sem til er á Íslandi

Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir ekki koma til greina að reka Ólaf Jóhannesson sem þjálfara Vals þó svo illa gangi þessa dagana. Ólafur fær fullan stuðning frá stjórninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×