Útiloka ekki rigningu á skraufþurrum svæðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júní 2019 07:54 Búast má við áframhaldandi mildu veðri á suðvesturhorninu. Fárra breytingar er að vænta í veðrinu að sögn veðurfræðings, sem segir að veður dagsins muni svipa til þess sem heilsaði upp á landsmenn í gær. Á Norður- og Austurlandi eru horfur á þungbúnu veðri og dálítilli rigningu eða súld. Sunnan- og vestanlands verður skýjað með köflum og ekki er loku fyrir það skotið að stöku skúrir láti á sér kræla síðdegis. Ætla má að bændur og búalið fagni þessu, enda hefur lítið rignt á þessu svæði síðustu vikur. Er nú svo komið að óvissustig Almannavarna vegna hættu á gróðureldum er í gildi á Vesturlandi. Eitthvað gæti þó sést til sólar milli skýjanna. Með þessu verður svo boðið upp á hæga norðanátt. Hitinn verður frá 5 stigum með norðurströndinni upp í 15 stig á Suðurlandi þegar best lætur. „Það er skemmst frá því að segja að spáin fyrir morgundaginn er nánast sú sama og fyrir daginn í dag,“ segir veðurfræðingur. „Ef við kíkjum á spána fyrir helgina, þá er það helst að frétta að það lítur út fyrir að það létti til og hlýni norðan og austanlands. Yfirleitt verður þurrt á landinu og hlýrri loftmassi færist smám saman yfir, sem þýðir að hámarkshiti dagsins verður hærri en í þeirri tiltölulega svölu norðanátt sem ríkir á landinu í dag,“ segir hann ennfremur.Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag (sumarsólstöður): Norðvestan 3-8 m/s. Dálítil rigning á Norður- og Austurlandi. Skýjað með köflum sunnan- og vestanlands og stöku skúrir, einkum síðdegis. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á laugardag: Vestlæg átt 3-8 m/s og bjart með köflum. Hiti 10 til 16 stig. Norðlægari og svolítil rigning norðaustantil á landinu framan af degi og svalt í veðri, en léttir til þar seinnipartinn. Á sunnudag: Suðvestan 3-8. Skýjað með köflum vestanlands, en víða bjart í öðrum landshlutum. Hiti 12 til 18 stig. Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag: Vestlæg átt, víða léttskýjað og hlýtt í veðri. Skýjað að mestu með vesturströndinni og svalara. Veður Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Fárra breytingar er að vænta í veðrinu að sögn veðurfræðings, sem segir að veður dagsins muni svipa til þess sem heilsaði upp á landsmenn í gær. Á Norður- og Austurlandi eru horfur á þungbúnu veðri og dálítilli rigningu eða súld. Sunnan- og vestanlands verður skýjað með köflum og ekki er loku fyrir það skotið að stöku skúrir láti á sér kræla síðdegis. Ætla má að bændur og búalið fagni þessu, enda hefur lítið rignt á þessu svæði síðustu vikur. Er nú svo komið að óvissustig Almannavarna vegna hættu á gróðureldum er í gildi á Vesturlandi. Eitthvað gæti þó sést til sólar milli skýjanna. Með þessu verður svo boðið upp á hæga norðanátt. Hitinn verður frá 5 stigum með norðurströndinni upp í 15 stig á Suðurlandi þegar best lætur. „Það er skemmst frá því að segja að spáin fyrir morgundaginn er nánast sú sama og fyrir daginn í dag,“ segir veðurfræðingur. „Ef við kíkjum á spána fyrir helgina, þá er það helst að frétta að það lítur út fyrir að það létti til og hlýni norðan og austanlands. Yfirleitt verður þurrt á landinu og hlýrri loftmassi færist smám saman yfir, sem þýðir að hámarkshiti dagsins verður hærri en í þeirri tiltölulega svölu norðanátt sem ríkir á landinu í dag,“ segir hann ennfremur.Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag (sumarsólstöður): Norðvestan 3-8 m/s. Dálítil rigning á Norður- og Austurlandi. Skýjað með köflum sunnan- og vestanlands og stöku skúrir, einkum síðdegis. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á laugardag: Vestlæg átt 3-8 m/s og bjart með köflum. Hiti 10 til 16 stig. Norðlægari og svolítil rigning norðaustantil á landinu framan af degi og svalt í veðri, en léttir til þar seinnipartinn. Á sunnudag: Suðvestan 3-8. Skýjað með köflum vestanlands, en víða bjart í öðrum landshlutum. Hiti 12 til 18 stig. Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag: Vestlæg átt, víða léttskýjað og hlýtt í veðri. Skýjað að mestu með vesturströndinni og svalara.
Veður Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira