Lífið

Nökkvi stofnar Swipe

Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar
Swipe sér um net-ímynd einnar stærstu viðskiptaráðstefnu í heimi.
Swipe sér um net-ímynd einnar stærstu viðskiptaráðstefnu í heimi.
Nökkvi Fjalar Orrason steig nýlega til hliðar frá daglegum rekstri Áttunnar en hann var einn af stofnendum hennar.

Síðustu misseri hefur hann tileinkað öðru fyrirtæki meiri tíma, Creative Iceland- Social Media, sem hann rekur ásamt Gunnari Birgissyni og Árna Birni Helgasyni.

Fyrirtækið er nokkurs konar umboðsfyrirtæki fyrir samfélagsmiðlastjörnur á borð við Camillu Rut og Guðrúnu Veigu. Nú rær hann á enn önnur mið og hefur stofnað fyrirtækið Swipe en tilgangur þess er að aðstoða fyrirtæki að ná betri árangri á samfélagsmiðlum.

Tilvist Swipe var opinberuð í gær á netmiðlum og hefur það nú þegar landað stórum viðskiptavinum. Í augnablikinu er fyrirtækið að vinna fyrir eina stærstu viðskiptaráðstefnu í heim, Nordic Business Forum.


Tengdar fréttir

Nökkvi Fjalar kveður Áttuna

"Mér þykir svo vænt um það sem ég skapa að ég myndi aldrei taka þetta skref nema að ég vissi að merkið væri í góðum höndum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×