Innlent

Þyrlan, hundar og drónar leita að konunni

Birgir Olgeirsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur nú í kvöld tekið þátt í leit að konu sem er týnd í Skaftafelli. Útkall vegna leitarinnar barst björgunarsveitum á sjöunda tímanum í kvöld en konan var á ferð í litlum hóp um landið og var á göngu með samferðamönnum sínum í dag þegar hún varð viðskila við hópinn.

Ekki liggur fyrir hvernig konan varð viðskila við hópinn en ekkert hefur spurst til hennar síðan um miðjan daginn. Auka mannskapur hefur verið kallaður út vegna leitarinnar frá Austurlandi og Suðurlandi. Björgunarsveitarmenn frá Austurlandi er væntanlegir á svæðið með leitarhunda og dróna og eru gönguhópar væntanlegir af Suðurlandi.

Loftmyndir
Hvasst er í Skaftafelli þessa stundina og leynist hálka víða. Veðurstofan spáir versnandi veðri í nótt en leitarhóparnir þurfa að ná yfir stórt svæði við leit að konunni.

Davíð Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að lögreglan hafi náð að miða út síma konunnar sem hafi gefið ákveðnar vísbendingar um för hennar en fjöldi stíga liggur um þjóðgarðinn og því mun töluverður mannskapur koma að leitinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×