Lífið

Svona reiðir maður fram vegan Sóða Jóa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðrún Sóley hefur verið vegan í rúmlega þrjú ár.
Guðrún Sóley hefur verið vegan í rúmlega þrjú ár.
Guðrún Sóley Gestsdóttir fjölmiðlakona hefur alla tíð verið mikið matargat og mikill sælkeri að eigin sögn.

Eftir að hafa verið grænmetisæta í nokkur ár ákvað Guðrún Sóley að taka veganúar með trompi eitt árið og sneri ekki til baka og hefur nú verið vegan í þrjú ár og fer á kostum í eldhúsinu. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir kíkti í heimsókn til Guðrúnar og fékk að kynnast veganisma.

Guðrún Sóley hefur gefið út matreiðslubók sem inniheldur eingöngu vegan uppskriftir sem hún hefur þróað í eldhúsinu sínu og hefur hún veganvætt ýmsar klassískar uppskriftir þar á meðal djúsí kjötsamloka í borgarabrauði.

Hér að neðan má sjá hvernig Guðrún Sóley ber fram samlokuna Sóða Jóa eða sem margir þekkja á enskunni sem Sloppy Joe.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.