Enn skorar Harden yfir 30 stig og þrenna hjá slóvenska undrinu | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. febrúar 2019 08:00 James Harden skorar og skorar. vísir/getty NBA-meistarar Golden State Warriors áttu ekki í nokkrum vandræðum með að rúlla yfir San Antonio Spurs í nótt en meistararnir léku sér að gestunum á heimavelli, 141-102. Warriors-liðið skoraði 49 stig og gaf 16 stoðsendingar bara í þriðja leikhluta og skoraði þar fimm þriggja stiga körfur í sjö skotum. Á kafla í fyrri hálfleik skoraði liðið úr 24 skotum af 25 í röð, þar af fjórtán skotum í röð. Klay Thompson var stigahæstur meistaranna að þessu sinni með 26 stig en hann hitti úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum sínum og Kevin Durant skoraði 23 stig, gaf níu stoðsendingar og tók átta fráköst. Steph Curry skoraði 19 stig, þar af þrjár þriggja stiga körfur.James Harden heldur áfram að fara á kostum en leikstjórnandi Houston Rockets skoraði 36 stig í öruggum sigri liðsins gegn Sacramento Kins, 127-101. Eftir leikinn fékk Sacramento svo Harrison Barnes frá Dallas. Harden, sem var valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra, skoraði 36 stig og tók sex fráköst en hann er nú búinn að skora 30 stig eða meira í 28 leikjum í röð. Það stefnir allt í að hann verði kosinn MVP annað árið í röð. Houston vann sinn þriðja leik í röð og er í fimmta sæti vestursins þar sem mjótt er á mununum en fjórir sigrar skilja að OKC Thunder sem er í þriðja sætinu og LA Clippers sem er í áttunda sæti vestursins.Ungu mennirnir í deildinni voru svo áfram að heilla en slóvenska undrið Luka Doncic hlóð í sína þriðju þrennu á ferlinum fyrir Dallas er hann skoraði 19 stig, tók tíu fráköst og gaf ellefu stoðsendinar í sex stiga sigri á Charlotte, 99-93. Gríska fríkið, Giannis Antetokounmpo, gerði enn betur í stigaskorun en hann setti 43 stig fyrir Milwaukee auk þess sem að hann tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í 148-129 sigri á Washington Wizards. Bucks-liðið er á toppnum í austrinu með 40 sigra og aðeins þrettán töp en Toronto er þar aðeins einum leik á eftir. Dallas er í ellefta sæti vestursins með 25 sigra.Úrslit næturinnar: Brooklyn Nets - Denver Nuggets 135-130 Chicago Bulls - New Orleans Pelicans 120-125 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 148-129 Dallas Mavericks - Charlotte Hornets 99-93 Utah Jazz - Phoenix Suns 116-88 Sacramento Kings - Houston Rockets 101-127 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 141-102 NBA Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
NBA-meistarar Golden State Warriors áttu ekki í nokkrum vandræðum með að rúlla yfir San Antonio Spurs í nótt en meistararnir léku sér að gestunum á heimavelli, 141-102. Warriors-liðið skoraði 49 stig og gaf 16 stoðsendingar bara í þriðja leikhluta og skoraði þar fimm þriggja stiga körfur í sjö skotum. Á kafla í fyrri hálfleik skoraði liðið úr 24 skotum af 25 í röð, þar af fjórtán skotum í röð. Klay Thompson var stigahæstur meistaranna að þessu sinni með 26 stig en hann hitti úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum sínum og Kevin Durant skoraði 23 stig, gaf níu stoðsendingar og tók átta fráköst. Steph Curry skoraði 19 stig, þar af þrjár þriggja stiga körfur.James Harden heldur áfram að fara á kostum en leikstjórnandi Houston Rockets skoraði 36 stig í öruggum sigri liðsins gegn Sacramento Kins, 127-101. Eftir leikinn fékk Sacramento svo Harrison Barnes frá Dallas. Harden, sem var valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra, skoraði 36 stig og tók sex fráköst en hann er nú búinn að skora 30 stig eða meira í 28 leikjum í röð. Það stefnir allt í að hann verði kosinn MVP annað árið í röð. Houston vann sinn þriðja leik í röð og er í fimmta sæti vestursins þar sem mjótt er á mununum en fjórir sigrar skilja að OKC Thunder sem er í þriðja sætinu og LA Clippers sem er í áttunda sæti vestursins.Ungu mennirnir í deildinni voru svo áfram að heilla en slóvenska undrið Luka Doncic hlóð í sína þriðju þrennu á ferlinum fyrir Dallas er hann skoraði 19 stig, tók tíu fráköst og gaf ellefu stoðsendinar í sex stiga sigri á Charlotte, 99-93. Gríska fríkið, Giannis Antetokounmpo, gerði enn betur í stigaskorun en hann setti 43 stig fyrir Milwaukee auk þess sem að hann tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í 148-129 sigri á Washington Wizards. Bucks-liðið er á toppnum í austrinu með 40 sigra og aðeins þrettán töp en Toronto er þar aðeins einum leik á eftir. Dallas er í ellefta sæti vestursins með 25 sigra.Úrslit næturinnar: Brooklyn Nets - Denver Nuggets 135-130 Chicago Bulls - New Orleans Pelicans 120-125 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 148-129 Dallas Mavericks - Charlotte Hornets 99-93 Utah Jazz - Phoenix Suns 116-88 Sacramento Kings - Houston Rockets 101-127 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 141-102
NBA Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira