Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Það kannast flestir við fílinn í stofunni. Það sem allir vita en enginn vill ræða. Stundum gengur ágætlega upp að lifa með fílnum, en oftast er tilvist hans óþolandi. Sérstaklega þegar hún veldur því að mikilvæg samfélagsleg hagsmunamál eru ekki leidd til lykta. Á hinum pólitíska vettvangi eru nú mörg mikilvæg og umfangsmikil mál til umræðu og úrlausnar. Mál sem varða hagsmuni þjóðarinnar mikið. Það má nefna hér tillögur ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum og samgönguáætlun sem er verið að ræða á Alþingi þessa dagana. Enn fremur áherslur varðandi aðstæður og uppbyggingu í ferðaþjónustunni og síðast en alls ekki síst stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Þessi mál hafa öll verið kynnt af hálfu ríkisstjórnarflokkanna þriggja án þess að vikið hafi verið orði að fílnum sem í þessu tilfelli er vel sýnilegur og áþreifanlegur mitt í hjarta Reykjavíkur. Hvernig er hægt að leggja til bestu mögulegar lausnir á húsnæðisvandanum á höfuðborgarsvæðinu; lóðaframboð, hverfauppbyggingu og skipulag byggðar, án þess að víkja orði að þeirri staðreynd að undir flugvellinum í Reykjavík liggja bestu og dýrmætustu lóðirnar sem ríkið getur boðið til lausnar á húsnæðisvandanum? Hvernig er hægt að leggja til úrbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin; öryggismál og umferðarflæði, án þess að taka inn í myndina áhrifin sem uppbygging íbúðahverfa í Vatnsmýrinni myndi hafa á þau mál? Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur kynnt háleit markmið í tengslum við stefnu sína í loftslagsmálum. Hvernig fara þau mikilvægu markmið, og markmið um umhverfismál almennt, saman við þá tímaskekkju að hér situr flugvöllur inni í miðri borg? Og ferðaþjónustan. Það er ítrekað kallað eftir stefnu í þessari stóru og mikilvægu atvinnugrein. Hvernig fer það saman að setja markmið um meiri dreifingu ferðamanna um allt land, m.a. með tilliti til þolmarka á ákveðnum landsvæðum og hagsmuna ferðaþjónustuaðila á landsbyggðinni, án þess að taka alvöru umræðu um áhrif þess að hinir erlendu gestir okkar þurfa að fara alla leið inn í miðbæ Reykjavíkur ef þeir vilja halda áfram flugleiðis út á land? Hvassahraunið er ákjósanlegur kostur fyrir flugvöll sem sinnir bæði innanlands- og millilandaflugi. Fyrir bæði ferðamenn og íbúa landsbyggðarinnar eru fleiri jákvæðir þættir samfara því fyrirkomulagi en flugvöllur í miðborg Reykjavíkur. Reykjavíkurflugvöllur verður þar sem hann er þar til samstaða næst um aðra lausn. Það er dapurlegt að verða vitni að því að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er einhuga um að leita ekki eftir samstöðu. Þessi ríkisstjórn hefur komið sér huggulega fyrir í stofunni við hlið fílsins. Það er vissulega svolítið þröngt en þröngt mega jú sáttir sitja. Og á meðan þurfa þessir íhaldsflokkar ekki að hrista upp í kerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Það kannast flestir við fílinn í stofunni. Það sem allir vita en enginn vill ræða. Stundum gengur ágætlega upp að lifa með fílnum, en oftast er tilvist hans óþolandi. Sérstaklega þegar hún veldur því að mikilvæg samfélagsleg hagsmunamál eru ekki leidd til lykta. Á hinum pólitíska vettvangi eru nú mörg mikilvæg og umfangsmikil mál til umræðu og úrlausnar. Mál sem varða hagsmuni þjóðarinnar mikið. Það má nefna hér tillögur ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum og samgönguáætlun sem er verið að ræða á Alþingi þessa dagana. Enn fremur áherslur varðandi aðstæður og uppbyggingu í ferðaþjónustunni og síðast en alls ekki síst stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Þessi mál hafa öll verið kynnt af hálfu ríkisstjórnarflokkanna þriggja án þess að vikið hafi verið orði að fílnum sem í þessu tilfelli er vel sýnilegur og áþreifanlegur mitt í hjarta Reykjavíkur. Hvernig er hægt að leggja til bestu mögulegar lausnir á húsnæðisvandanum á höfuðborgarsvæðinu; lóðaframboð, hverfauppbyggingu og skipulag byggðar, án þess að víkja orði að þeirri staðreynd að undir flugvellinum í Reykjavík liggja bestu og dýrmætustu lóðirnar sem ríkið getur boðið til lausnar á húsnæðisvandanum? Hvernig er hægt að leggja til úrbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin; öryggismál og umferðarflæði, án þess að taka inn í myndina áhrifin sem uppbygging íbúðahverfa í Vatnsmýrinni myndi hafa á þau mál? Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur kynnt háleit markmið í tengslum við stefnu sína í loftslagsmálum. Hvernig fara þau mikilvægu markmið, og markmið um umhverfismál almennt, saman við þá tímaskekkju að hér situr flugvöllur inni í miðri borg? Og ferðaþjónustan. Það er ítrekað kallað eftir stefnu í þessari stóru og mikilvægu atvinnugrein. Hvernig fer það saman að setja markmið um meiri dreifingu ferðamanna um allt land, m.a. með tilliti til þolmarka á ákveðnum landsvæðum og hagsmuna ferðaþjónustuaðila á landsbyggðinni, án þess að taka alvöru umræðu um áhrif þess að hinir erlendu gestir okkar þurfa að fara alla leið inn í miðbæ Reykjavíkur ef þeir vilja halda áfram flugleiðis út á land? Hvassahraunið er ákjósanlegur kostur fyrir flugvöll sem sinnir bæði innanlands- og millilandaflugi. Fyrir bæði ferðamenn og íbúa landsbyggðarinnar eru fleiri jákvæðir þættir samfara því fyrirkomulagi en flugvöllur í miðborg Reykjavíkur. Reykjavíkurflugvöllur verður þar sem hann er þar til samstaða næst um aðra lausn. Það er dapurlegt að verða vitni að því að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er einhuga um að leita ekki eftir samstöðu. Þessi ríkisstjórn hefur komið sér huggulega fyrir í stofunni við hlið fílsins. Það er vissulega svolítið þröngt en þröngt mega jú sáttir sitja. Og á meðan þurfa þessir íhaldsflokkar ekki að hrista upp í kerfinu.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar