Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Það kannast flestir við fílinn í stofunni. Það sem allir vita en enginn vill ræða. Stundum gengur ágætlega upp að lifa með fílnum, en oftast er tilvist hans óþolandi. Sérstaklega þegar hún veldur því að mikilvæg samfélagsleg hagsmunamál eru ekki leidd til lykta. Á hinum pólitíska vettvangi eru nú mörg mikilvæg og umfangsmikil mál til umræðu og úrlausnar. Mál sem varða hagsmuni þjóðarinnar mikið. Það má nefna hér tillögur ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum og samgönguáætlun sem er verið að ræða á Alþingi þessa dagana. Enn fremur áherslur varðandi aðstæður og uppbyggingu í ferðaþjónustunni og síðast en alls ekki síst stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Þessi mál hafa öll verið kynnt af hálfu ríkisstjórnarflokkanna þriggja án þess að vikið hafi verið orði að fílnum sem í þessu tilfelli er vel sýnilegur og áþreifanlegur mitt í hjarta Reykjavíkur. Hvernig er hægt að leggja til bestu mögulegar lausnir á húsnæðisvandanum á höfuðborgarsvæðinu; lóðaframboð, hverfauppbyggingu og skipulag byggðar, án þess að víkja orði að þeirri staðreynd að undir flugvellinum í Reykjavík liggja bestu og dýrmætustu lóðirnar sem ríkið getur boðið til lausnar á húsnæðisvandanum? Hvernig er hægt að leggja til úrbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin; öryggismál og umferðarflæði, án þess að taka inn í myndina áhrifin sem uppbygging íbúðahverfa í Vatnsmýrinni myndi hafa á þau mál? Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur kynnt háleit markmið í tengslum við stefnu sína í loftslagsmálum. Hvernig fara þau mikilvægu markmið, og markmið um umhverfismál almennt, saman við þá tímaskekkju að hér situr flugvöllur inni í miðri borg? Og ferðaþjónustan. Það er ítrekað kallað eftir stefnu í þessari stóru og mikilvægu atvinnugrein. Hvernig fer það saman að setja markmið um meiri dreifingu ferðamanna um allt land, m.a. með tilliti til þolmarka á ákveðnum landsvæðum og hagsmuna ferðaþjónustuaðila á landsbyggðinni, án þess að taka alvöru umræðu um áhrif þess að hinir erlendu gestir okkar þurfa að fara alla leið inn í miðbæ Reykjavíkur ef þeir vilja halda áfram flugleiðis út á land? Hvassahraunið er ákjósanlegur kostur fyrir flugvöll sem sinnir bæði innanlands- og millilandaflugi. Fyrir bæði ferðamenn og íbúa landsbyggðarinnar eru fleiri jákvæðir þættir samfara því fyrirkomulagi en flugvöllur í miðborg Reykjavíkur. Reykjavíkurflugvöllur verður þar sem hann er þar til samstaða næst um aðra lausn. Það er dapurlegt að verða vitni að því að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er einhuga um að leita ekki eftir samstöðu. Þessi ríkisstjórn hefur komið sér huggulega fyrir í stofunni við hlið fílsins. Það er vissulega svolítið þröngt en þröngt mega jú sáttir sitja. Og á meðan þurfa þessir íhaldsflokkar ekki að hrista upp í kerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Það kannast flestir við fílinn í stofunni. Það sem allir vita en enginn vill ræða. Stundum gengur ágætlega upp að lifa með fílnum, en oftast er tilvist hans óþolandi. Sérstaklega þegar hún veldur því að mikilvæg samfélagsleg hagsmunamál eru ekki leidd til lykta. Á hinum pólitíska vettvangi eru nú mörg mikilvæg og umfangsmikil mál til umræðu og úrlausnar. Mál sem varða hagsmuni þjóðarinnar mikið. Það má nefna hér tillögur ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum og samgönguáætlun sem er verið að ræða á Alþingi þessa dagana. Enn fremur áherslur varðandi aðstæður og uppbyggingu í ferðaþjónustunni og síðast en alls ekki síst stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Þessi mál hafa öll verið kynnt af hálfu ríkisstjórnarflokkanna þriggja án þess að vikið hafi verið orði að fílnum sem í þessu tilfelli er vel sýnilegur og áþreifanlegur mitt í hjarta Reykjavíkur. Hvernig er hægt að leggja til bestu mögulegar lausnir á húsnæðisvandanum á höfuðborgarsvæðinu; lóðaframboð, hverfauppbyggingu og skipulag byggðar, án þess að víkja orði að þeirri staðreynd að undir flugvellinum í Reykjavík liggja bestu og dýrmætustu lóðirnar sem ríkið getur boðið til lausnar á húsnæðisvandanum? Hvernig er hægt að leggja til úrbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin; öryggismál og umferðarflæði, án þess að taka inn í myndina áhrifin sem uppbygging íbúðahverfa í Vatnsmýrinni myndi hafa á þau mál? Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur kynnt háleit markmið í tengslum við stefnu sína í loftslagsmálum. Hvernig fara þau mikilvægu markmið, og markmið um umhverfismál almennt, saman við þá tímaskekkju að hér situr flugvöllur inni í miðri borg? Og ferðaþjónustan. Það er ítrekað kallað eftir stefnu í þessari stóru og mikilvægu atvinnugrein. Hvernig fer það saman að setja markmið um meiri dreifingu ferðamanna um allt land, m.a. með tilliti til þolmarka á ákveðnum landsvæðum og hagsmuna ferðaþjónustuaðila á landsbyggðinni, án þess að taka alvöru umræðu um áhrif þess að hinir erlendu gestir okkar þurfa að fara alla leið inn í miðbæ Reykjavíkur ef þeir vilja halda áfram flugleiðis út á land? Hvassahraunið er ákjósanlegur kostur fyrir flugvöll sem sinnir bæði innanlands- og millilandaflugi. Fyrir bæði ferðamenn og íbúa landsbyggðarinnar eru fleiri jákvæðir þættir samfara því fyrirkomulagi en flugvöllur í miðborg Reykjavíkur. Reykjavíkurflugvöllur verður þar sem hann er þar til samstaða næst um aðra lausn. Það er dapurlegt að verða vitni að því að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er einhuga um að leita ekki eftir samstöðu. Þessi ríkisstjórn hefur komið sér huggulega fyrir í stofunni við hlið fílsins. Það er vissulega svolítið þröngt en þröngt mega jú sáttir sitja. Og á meðan þurfa þessir íhaldsflokkar ekki að hrista upp í kerfinu.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun