Tveggja ára vinna skilar stórbrotnum laugum Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2019 18:00 Pottarnir fengu nöfnin Hringur og Urð. Mynd/Ozzo Photography Þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi farið fækkandi hér á landi virðist ferðaþjónustan í Húsafelli blómstra. Þar hefur verið stöðug aukning ferðamanna undanfarna mánuði og hefur mikil uppbygging átt sér stað þar. Nú er enn að bætast við ferðaþjónustuna með opnun Giljabaða. Unnar Bergþórsson, framkvæmdastjóri Giljabaða, segir það mikilvægt þeim á Húsafelli að tryggja að fjölbreytt og áhugaverð afþreying sé þar í boði. „Það var kærkomið þegar íshellirinn bættist þarna við og í kjölfarið kom hraunhellirinn Víðgelmir með mjög flotta uppbyggingu og er búin að vera uppbygging við Hraunfossa og við Kraumu við Deildártunguhver,“ segir Unnar í samtali við Vísi. „Það er búin að vera mikil uppbygging í gangi á svæðinu og menn eru hvergi bangnir við að halda áfram.“Boruðu níu holur eftir vatni Fyrr á árinu var lokið við þriðju fallaflsvirkjunina í Húsafelli, sem er sjálfbært varðandi orkuöflun. Með því verkefni var farið fram hjá Hringsgili þar sem í ljós kom að vatn kom úr kletti. Farið var í bora eftir vatninu og þurfti níu holur til að finna það.Mynd/Ozzo PhotographyÚr holunni komu fimm sekúndulítrar af 47 gráðu heitu vatni. Þá datt þeim í hug að fá hleðslumeistarann Unnstein Elíasson til að hlaða fyrsta pottinn en þeir eru í um 200 metra fjarlægð frá borholunum og þegar búið er að leiða vatnið í þá, með niðurgröfnum rörum, er vatnið 40 gráðu heitt. „Við ákváðum að halda í þetta sjálfbærnis-hugtak og nýttum bara steina sem voru úr gilinu sjálfu. Þegar búið var að hlaða fyrsta pottinn, sáum við fram á að það væri nægt vatn til að gera fleiri potta og héldum áfram. Þá fékk Unnsteinn til liðs við sig hann Arnar Bergþórsson, sem er úr fjölskyldunni, og hann hjálpaði honum að gera hina pottana, sem eru gerðir úr stóru grjóti.“ Pottarnir fengu svo nöfnin Hringur og Urð.Mikilvægt að spilla svæðinu sem minnst Þar sem svæðið er út í miðri náttúrunni var talið að þörf væri á einhvers konar skiptiaðstöðu og fékkst undanþága til að byggja slíka aðstöðu, með þeim fyrirvara að framkvæmdin væri afturkræf. Því var byggður kofi sem stendur á símastaurum. Unnar segir markmiðið hafa verið að láta umhverfið líta út fyrir að mannshöndin hafi komið lítið að svæðinu. Það sé eins náttúrulegt og hægt sé.Mynd/Ozzo PhotographyStefnt er á að opna Giljaböð um miðjan nóvember og verður eingöngu farið þangað í leiðsöguferðum og í mesta lagi með tuttugu manns í ferð. Unnar segir tvö ár síðan byrjað var að bora eftir vatninu og það hefur tekið eitt og hálft ár að hlaða pottana. „Það er mikil fjárfesting í áframhaldandi uppbyggingu innviða og afþreyingar á þessu svæði. Sem er mjög spennandi,“ segir Unnar. Samhliða opnun Giljabaða stendur til að opna nýja afþreyingarmiðstöð á Húsafelli. Það verður móttökustaður fyrir alla afþreyingu á svæðinu, böðin, gönguferðir og annað sem sé í boði á svæðinu.Mynd/Ozzo Photography Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi Sjá meira
Þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi farið fækkandi hér á landi virðist ferðaþjónustan í Húsafelli blómstra. Þar hefur verið stöðug aukning ferðamanna undanfarna mánuði og hefur mikil uppbygging átt sér stað þar. Nú er enn að bætast við ferðaþjónustuna með opnun Giljabaða. Unnar Bergþórsson, framkvæmdastjóri Giljabaða, segir það mikilvægt þeim á Húsafelli að tryggja að fjölbreytt og áhugaverð afþreying sé þar í boði. „Það var kærkomið þegar íshellirinn bættist þarna við og í kjölfarið kom hraunhellirinn Víðgelmir með mjög flotta uppbyggingu og er búin að vera uppbygging við Hraunfossa og við Kraumu við Deildártunguhver,“ segir Unnar í samtali við Vísi. „Það er búin að vera mikil uppbygging í gangi á svæðinu og menn eru hvergi bangnir við að halda áfram.“Boruðu níu holur eftir vatni Fyrr á árinu var lokið við þriðju fallaflsvirkjunina í Húsafelli, sem er sjálfbært varðandi orkuöflun. Með því verkefni var farið fram hjá Hringsgili þar sem í ljós kom að vatn kom úr kletti. Farið var í bora eftir vatninu og þurfti níu holur til að finna það.Mynd/Ozzo PhotographyÚr holunni komu fimm sekúndulítrar af 47 gráðu heitu vatni. Þá datt þeim í hug að fá hleðslumeistarann Unnstein Elíasson til að hlaða fyrsta pottinn en þeir eru í um 200 metra fjarlægð frá borholunum og þegar búið er að leiða vatnið í þá, með niðurgröfnum rörum, er vatnið 40 gráðu heitt. „Við ákváðum að halda í þetta sjálfbærnis-hugtak og nýttum bara steina sem voru úr gilinu sjálfu. Þegar búið var að hlaða fyrsta pottinn, sáum við fram á að það væri nægt vatn til að gera fleiri potta og héldum áfram. Þá fékk Unnsteinn til liðs við sig hann Arnar Bergþórsson, sem er úr fjölskyldunni, og hann hjálpaði honum að gera hina pottana, sem eru gerðir úr stóru grjóti.“ Pottarnir fengu svo nöfnin Hringur og Urð.Mikilvægt að spilla svæðinu sem minnst Þar sem svæðið er út í miðri náttúrunni var talið að þörf væri á einhvers konar skiptiaðstöðu og fékkst undanþága til að byggja slíka aðstöðu, með þeim fyrirvara að framkvæmdin væri afturkræf. Því var byggður kofi sem stendur á símastaurum. Unnar segir markmiðið hafa verið að láta umhverfið líta út fyrir að mannshöndin hafi komið lítið að svæðinu. Það sé eins náttúrulegt og hægt sé.Mynd/Ozzo PhotographyStefnt er á að opna Giljaböð um miðjan nóvember og verður eingöngu farið þangað í leiðsöguferðum og í mesta lagi með tuttugu manns í ferð. Unnar segir tvö ár síðan byrjað var að bora eftir vatninu og það hefur tekið eitt og hálft ár að hlaða pottana. „Það er mikil fjárfesting í áframhaldandi uppbyggingu innviða og afþreyingar á þessu svæði. Sem er mjög spennandi,“ segir Unnar. Samhliða opnun Giljabaða stendur til að opna nýja afþreyingarmiðstöð á Húsafelli. Það verður móttökustaður fyrir alla afþreyingu á svæðinu, böðin, gönguferðir og annað sem sé í boði á svæðinu.Mynd/Ozzo Photography
Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi Sjá meira