Daimler sektað um 118 milljarða króna Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. september 2019 22:00 Mercedes Benz sektað um 118 milljarða króna en það mun þó að sögn móðurfélagsins ekki hafa veruleg áhrif á afkomu þriðja ársfjórðungs. Þýskir saksóknarar hafa verið sektað Daimler, móðurfélag Mercedes Benz um 870 milljónir evra að jafnvirði um 118 milljarða íslenskra króna. Daimler var gefið að sök að bregaðst ekki við þegar upp kom grunur um að einhverjir dísil bílar framleiðandans væru hannaðir til að svindla sig í gegnum útblástursmælingar. Í yfirlýsingu frá saksóknara í Stuttgart segir að þýski framleiðandinn hafi selt um 684.000 bíla sem stóðust ekki reglur Evrópusambandsins. Daimler segir í yfirlýsingu vegna málsins að félagið hafi ákveðið að áfrýja ekki og líti á að málinu sé „að fullu lokið“. „Til að gæta gegnsæis í framtíðinni varðandi túlkun lagaákvæða í flóknu lagaumhverfi, heldur Daimler uppi andmælum gegn fyrirskipunum KBA (þýsk samgönguyfirvöld). Eftir mat á öllum þáttum hefur Daimler ákveðið að aðhafast ekki frekar í meintum stjórnsýslubrotum.“ Mercedes Benz hefur nýlega kynnt til leiks mikið af rafmagnsbílum.Í yfirlýsingu Daimler ítrekaði félagið að sektin myndi ekki hafa veruleg áhrif á afkomu á þriðja ársfjórðungi. Áður hefur saksóknarinn í Stuttgart sektað Porsche um 535 milljónir evra að jafnvirði um 72 milljarða íslenskra króna vegna dísilskandalsins. Saksónknaraembættið í Stuttgart hefur gefið út að sekt Daimler hafi engin áhrif á rannsóknir embættisins vegna rannsóknar á einstaklingum sem grunaðir eru um að hafa vitað af hugbúnaði sem var notaður til að komast fram hjá útblástursmælingum. Bílar Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Þýskir saksóknarar hafa verið sektað Daimler, móðurfélag Mercedes Benz um 870 milljónir evra að jafnvirði um 118 milljarða íslenskra króna. Daimler var gefið að sök að bregaðst ekki við þegar upp kom grunur um að einhverjir dísil bílar framleiðandans væru hannaðir til að svindla sig í gegnum útblástursmælingar. Í yfirlýsingu frá saksóknara í Stuttgart segir að þýski framleiðandinn hafi selt um 684.000 bíla sem stóðust ekki reglur Evrópusambandsins. Daimler segir í yfirlýsingu vegna málsins að félagið hafi ákveðið að áfrýja ekki og líti á að málinu sé „að fullu lokið“. „Til að gæta gegnsæis í framtíðinni varðandi túlkun lagaákvæða í flóknu lagaumhverfi, heldur Daimler uppi andmælum gegn fyrirskipunum KBA (þýsk samgönguyfirvöld). Eftir mat á öllum þáttum hefur Daimler ákveðið að aðhafast ekki frekar í meintum stjórnsýslubrotum.“ Mercedes Benz hefur nýlega kynnt til leiks mikið af rafmagnsbílum.Í yfirlýsingu Daimler ítrekaði félagið að sektin myndi ekki hafa veruleg áhrif á afkomu á þriðja ársfjórðungi. Áður hefur saksóknarinn í Stuttgart sektað Porsche um 535 milljónir evra að jafnvirði um 72 milljarða íslenskra króna vegna dísilskandalsins. Saksónknaraembættið í Stuttgart hefur gefið út að sekt Daimler hafi engin áhrif á rannsóknir embættisins vegna rannsóknar á einstaklingum sem grunaðir eru um að hafa vitað af hugbúnaði sem var notaður til að komast fram hjá útblástursmælingum.
Bílar Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent