Íslandsbanki sagði upp tuttugu starfsmönnum í morgun. Þetta staðfestir Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka í samtali við fréttastofu.
Edda segir að um sé að ræða almennar hagræðingaraðgerðir til að draga úr kostnaði. Meirihluta þeirra sem hafi verið sagt upp starfi í höfuðstöðvum bankans og dreifast uppsagnirnar á deildir.
Edda segir að í heildina muni 25 starfsmenn hætta hjá bankanum í september, en fimm séu að hætta vegna aldurs.
Greint var frá því í morgun að Arion banki hafi sagt upp um hundrað manns. Þar af voru um áttatíu í höfuðstöðvum bankans og um tuttugu í útibúum.
Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka

Tengdar fréttir

Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans
Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir.

Arion segir upp 100 manns
Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag.