Fjármálafyrirtæki

Fréttamynd

Út­lán til fyrir­tækja tóku sex­tíu milljarða stökk og hafa aldrei mælst meiri

Ágætis þróttur er í nýjum útlánum bankakerfisins til atvinnufyrirtækja þrátt fyrir þröng lánþegaskilyrði en í maí námu þau meira en sextíu milljörðum og hafa aldrei mælst meiri í einum mánuði. Vöxturinn er sem fyrr drifinn áfram af ásókn fyrirtækja í verðtryggð lán á tímum hárra vaxta auk þess sem mikil aukning er í lánum í erlendum gjaldmiðlum.

Innherji
Fréttamynd

JPMorgan Chase af­nemur há­mark á bónusa í Bret­landi

Bandaríski stórbankinn JPMorgan Chase hefur fetað í fótspor Goldman Sachs og tilkynnt starfsfólki sínu í Bretlandi að það muni afnema hámark á kaupaukagreiðslur. Hérlendis er þakið lögum samkvæmt 25 prósent af árslaunum sem hefur haft í för með sér að föst laun hafa hækkað sem kann að auka rekstraráhættu fyrirtækja, einkum þeirra minni. Bankastjórar evrópskra banka, sem geta greitt allt að 200 prósenta kaupauka til starfsmanna miðað við árslaun, kalla eftir því að fara sömu leið og Bretar og afnema hámarkið.

Innherji
Fréttamynd

Gull­húð­un ger­ir ó­verð­tryggð lán með föst­um vöxt­um dýr­ar­i

Gullhúðun, sem átti að verja neytendur, gerir það að verkum að óverðtryggð lán með föstum vöxtum eru dýrari en annars væri, segir framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka. Þegar reglur séu settar þurfi að fylgja þeim vel eftir, horfa á stóru myndina og meta heildaráhrifin til lengri tíma. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa sagt að fyrirkomulagið smitist yfir í skuldabréfamarkað því bankar geti fyrir vikið ekki fjármagnað sig með löngum sértryggðum skuldabréfum á móti fastvaxtaíbúðalánum.

Innherji
Fréttamynd

Óumtalaði Alkemistinn

Mér þykir oft skrýtið hversu fáir átta sig á því að mannfólkið hefur fyrir þó nokkru leyst hina dularfullu ráðgátu sem Alkemistar forðum eyddu allri sinni ævi í að leysa. Fyrir þau okkar sem hafa skoðað þessi mál, þá sýnum við þó skilning á hvers vegna það er; tungumál okkar hefur einfaldlega ekki enn fengið merkingafræðilega „uppfærslu“.

Skoðun
Fréttamynd

„Nokkuð ein­hæf“ fjár­mögnun eykur endur­fjár­mögnunar­á­hættu bankanna

Markaðsfjármögnun stóru viðskiptabankanna innanlands er enn „nokkuð einhæf“ og eigi að takast að minnka endurfjármögnunaráhættu þeirra er mikilvægt að þeim takist að auka útgáfur ótryggðra skuldabréfa í krónum, að sögn Seðlabankans. Bankarnir hafa hins vegar nýtt sér hagfelldari aðstæður á erlendum mörkuðum á þessu ári til að sækja sér fjármagn á betri kjörum en áður sem ætti að hafa jákvæð áhrif á útlánavexti.

Innherji
Fréttamynd

Heimtu hlutinn úr helju og verða stærstu einka­fjár­festarnir

Árni Oddur Þórðarson hefur gert sátt við Arion banka og endurheimt alla hluti í Eyri invest sem bankinn leysti til sín í nóvember síðastliðnum. Hann fer nú ásamt föður sínum og öflugum hópi fjárfesta með 39 prósenta hlut í félaginu. Hópurinn verður stærsti einkafjárfestirinn í sameinuðu félagi JBT og Marel.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Varar við þenslu á bygginga­markaði

Þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagslífinu er verðbólga ekki að láta undan að sögn Seðlabankastjóra. Og það þrátt fyrir að stýrivaxtahækkanir bankans hafi sérstaklega verið beint að henni. Hann segir byggingariðnað í miklum vexti sem geti reynst varasamt á meðan hagkerfið kólnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þrá­lát verð­bólga mun skapa á­skoranir fyrir fjár­mála­kerfið

Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum þar sem eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi þeirra að fjármögnun gott. Lítið ber enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig en vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gæti hall­­að und­­an fæti hjá Ari­­on á næst­­a ári því við­v­ör­­un­­ar­­ljós blikk­­a

Greinandi gerir ráð fyrir „hraustlegri“ virðisrýrnun útlána hjá Arion banka á næsta ári og spáir því að hún verði meiri en í síðasta verðmati. Það blikka viðvörunarljós sem munu grafa undan gengis- og verðstöðugleika hér á landi. Verðmatsgengi Arion lækkaði um nærri fimm prósent frá síðasta mati en er engu að síður 44 prósentum yfir markaðsgengi.

Innherji
Fréttamynd

Fast­eigna­mat sumar­bú­staða hækkar mest

Fasteignamat hækkar mun minna á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni því íbúðir hafa hækkað hlutfallslega meira út á landi. Mest er hækkun á Vestfjörðum eða ellefu prósent. Sumarbústaðir hækka mest. 

Innlent
Fréttamynd

Skrifuðu undir kaup Lands­bankans á TM

Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þarf að endur­greiða sinni fyrr­verandi eftir allt saman

Karlmaður sem fékk níutíu prósent skuldbindinga sinna felld niður með greiðsluaðlögunarsamningum eftir efnahagshrun þarf að endurgreiða fyrrverandi eiginkonu sinni greiðslur vegna krafna sem hún hafði greitt sem ábyrgðarmaður. Hann þarf að greiða henni 1,7 milljónir króna með dráttarvöxtum.

Innlent
Fréttamynd

Hníf­jöfn at­kvæða­greiðsla sem gæti endað fyrir dómi

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja íhuga að láta reyna á niðurstöðu í atkvæðagreiðslu um kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir Félagsdómi. Afar jafnt var á munum í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. SA telja meirihluta hafa samþykkt samninginn en SSF telur að samningurinn hafi verið felldur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þekkt­ir fjár­fest­ar styðj­a við veg­ferð Indó sem tap­að­i 350 millj­ón­um

Indó tapaði 350 milljónum króna á sínu fyrsta formlega starfsári 2023 en sparisjóðurinn fjárfesti á sama tíma fyrir 250 milljónir. Á meðal þeirra sem tóku þátt í hlutafjáraukningu Indó á liðnu ári voru félög í eigu Guðmundar Fertram Sigurjónssonar, Andra Sveinssonar, Birgis Más Ragnarssonar, Jónasar Hagan Guðmundssonar. Að auki bættist Iceland Venture Studio II og sænskur vísisjóður í hluthafahópinn í fyrra.

Innherji
Fréttamynd

Kaupa Ís­lensk verð­bréf

Skagi, móðurfélag Vátryggingafélags Íslands, hefur undirritað kaupsamning við hluthafa Íslenskra verðbréfa um kaup Skaga á 97,07 prósent hlutafjár í félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að­stæður fyrir stýrivaxtalækkun á morgun

Forsætisráðherra vonast til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti á morgun. Skilyrðin séu fyrir hendi því verðbólga hafi gefið eftir undanfarið. Hann varar þó við því að verðbólga hjaðni of mikið því hagkerfið sé á mikilli siglingu og atvinnustig í landinu hátt.

Innlent
Fréttamynd

SA og SSF skrifuðu undir lang­tíma­kjara­samning

Í gær skrifuðu Samtök atvinnulífsins (SA) og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) undir langtímakjarasamning. Samningurinn byggir á samningnum sem undirritaður var við meirihluta félaga á almennum vinnumarkaði í mars. 

Innlent
Fréttamynd

Ó­venj­u hátt skatt­hlut­fall Ari­on vegn­a fram­virkr­a samn­ing­a

Yfir lengra tímabil hafa framvirkir samningar sem Arion banki hefur veitt viðskiptavinum leitt til lægra virks skatthlutfalls, upplýsti bankastjóri. Hagnaður af slíkum samningum urðu til þess að skatthlutfallið var óvenju hátt á fyrsta ársfjórðungi sem kom greinendum á óvart. Hann gerir ráð fyrir því að þróunin verði með öðrum hætti á yfirstandi ársfjórðungi.

Innherji