Martröð fram haldið Ólöf Skaftadóttir skrifar 26. september 2019 07:00 Sex ungmenni voru handtekin á árunum 1975 og 1976 í tengslum við mannshvörf Guðmundar og Geirfinns. Mál sem áttu eftir að liggja eins og mara á þjóðinni í áratugi á eftir. Ungmennin brotnuðu í einangrunarvistinni og játuðu á sig glæpi sem upp á þau voru bornir en báru þá von í brjósti að hið sanna kæmi í ljós þegar málið kæmi fyrir dóm. Á morgun er slétt ár síðan Hæstiréttur sýknaði fimm sakborninga af öllum ákæruliðum í málunum. Stjórnmálamenn og aðrir kepptust við að stíga fram og lýsa því yfir að loks hefði réttlætið sigrað; að ekki hefði staðið steinn yfir steini í meðferð réttarkerfis okkar á sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Þetta blað sló við sýknudóminn upp forsíðufyrirsögn sem sagði „Martröð er létt af þjóðinni“ eftir tilfinningaríkan dag í Hæstarétti. Það, heilum fjórum áratugum eftir að Ólafur Jóhannesson, þáverandi dómsmálaráðherra, lýsti því yfir við lok rannsóknar lögreglu á mannshvörfunum að martröð hefði þá verið létt af þjóðinni. Loks var hægt að taka undir þau orð, þó merkingunni hefði verið snúið á haus. Ríkið krefst nú sýknu af bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem voru sýknaðir fyrir ári af því að hafa átt þátt í að verða Geirfinni að bana. Enn fremur krefst ríkið þess að Guðjón verði dæmdur til að greiða ríkinu málskostnað. Guðjón höfðaði einkamál eftir að sáttaumleitanir ríkisins við fórnarlömbin um sanngirnisbætur runnu út í sandinn. Hann fer fram á háar bætur, rúmlega 1,3 milljarða króna, en þær pyntingar sem hann mátti þola eru ólýsanlegar. Ólögleg frelsissvipting, rangir dómar, ólögmætar rannsóknaraðgerðir, ómannúðleg meðferð og ítrekuð brot gegn mannlegri reisn hans. Réttarkerfið í sinni verstu mynd. Vandasamt er að setja verðmiða á slíka lífsreynslu og um upphæðir má þrátta. Ríkið hins vegar hafnar öllum málatilbúnaði Guðjóns. Dómkrafa hans sé fyrnd. Hann hafi sjálfur stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir bótakröfuna á. Ríkislögmaður bítur svo höfuðið af skömminni með því að vísa til málsatvika eins og þeim er lýst í sakfellingardómi í málinu frá 1980. Sérfræðiálit um falskar játningar sem knúnar voru fram telur hann ekkert sönnunargildi hafa. Þras ríkisins í máli Guðjóns hljómar eins og þráhyggja eftir allt sem á undan er gengið. Arftakar ömurlegs kerfis sem kallaði ólýsanlegan harm yfir fjölda fólks mann fram af manni í fjörutíu ár eiga að sýna iðrun, ábyrgð og yfirbót fyrir verk fyrirrennara sinna. Voðaverk kerfisins blasa við. Ef forsætisráðherra ber ekki gæfu til þess að stíga inn og gera sómasamlega við fólkið sem mátti þola ógeðfellt ranglæti af hálfu meingallaðs kerfis, má hún hafa ævarandi skömm fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Sex ungmenni voru handtekin á árunum 1975 og 1976 í tengslum við mannshvörf Guðmundar og Geirfinns. Mál sem áttu eftir að liggja eins og mara á þjóðinni í áratugi á eftir. Ungmennin brotnuðu í einangrunarvistinni og játuðu á sig glæpi sem upp á þau voru bornir en báru þá von í brjósti að hið sanna kæmi í ljós þegar málið kæmi fyrir dóm. Á morgun er slétt ár síðan Hæstiréttur sýknaði fimm sakborninga af öllum ákæruliðum í málunum. Stjórnmálamenn og aðrir kepptust við að stíga fram og lýsa því yfir að loks hefði réttlætið sigrað; að ekki hefði staðið steinn yfir steini í meðferð réttarkerfis okkar á sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Þetta blað sló við sýknudóminn upp forsíðufyrirsögn sem sagði „Martröð er létt af þjóðinni“ eftir tilfinningaríkan dag í Hæstarétti. Það, heilum fjórum áratugum eftir að Ólafur Jóhannesson, þáverandi dómsmálaráðherra, lýsti því yfir við lok rannsóknar lögreglu á mannshvörfunum að martröð hefði þá verið létt af þjóðinni. Loks var hægt að taka undir þau orð, þó merkingunni hefði verið snúið á haus. Ríkið krefst nú sýknu af bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem voru sýknaðir fyrir ári af því að hafa átt þátt í að verða Geirfinni að bana. Enn fremur krefst ríkið þess að Guðjón verði dæmdur til að greiða ríkinu málskostnað. Guðjón höfðaði einkamál eftir að sáttaumleitanir ríkisins við fórnarlömbin um sanngirnisbætur runnu út í sandinn. Hann fer fram á háar bætur, rúmlega 1,3 milljarða króna, en þær pyntingar sem hann mátti þola eru ólýsanlegar. Ólögleg frelsissvipting, rangir dómar, ólögmætar rannsóknaraðgerðir, ómannúðleg meðferð og ítrekuð brot gegn mannlegri reisn hans. Réttarkerfið í sinni verstu mynd. Vandasamt er að setja verðmiða á slíka lífsreynslu og um upphæðir má þrátta. Ríkið hins vegar hafnar öllum málatilbúnaði Guðjóns. Dómkrafa hans sé fyrnd. Hann hafi sjálfur stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir bótakröfuna á. Ríkislögmaður bítur svo höfuðið af skömminni með því að vísa til málsatvika eins og þeim er lýst í sakfellingardómi í málinu frá 1980. Sérfræðiálit um falskar játningar sem knúnar voru fram telur hann ekkert sönnunargildi hafa. Þras ríkisins í máli Guðjóns hljómar eins og þráhyggja eftir allt sem á undan er gengið. Arftakar ömurlegs kerfis sem kallaði ólýsanlegan harm yfir fjölda fólks mann fram af manni í fjörutíu ár eiga að sýna iðrun, ábyrgð og yfirbót fyrir verk fyrirrennara sinna. Voðaverk kerfisins blasa við. Ef forsætisráðherra ber ekki gæfu til þess að stíga inn og gera sómasamlega við fólkið sem mátti þola ógeðfellt ranglæti af hálfu meingallaðs kerfis, má hún hafa ævarandi skömm fyrir.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun