Getum verið stolt af okkar verki í mannréttindaráðinu Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 26. september 2019 07:00 Á morgun lýkur 42. fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, fjórðu og síðustu reglubundnu lotunni sem Ísland tekur þátt í sem fullgildur meðlimur. Ísland situr þó áfram í ráðinu til loka ársins og tekur þátt í öðrum störfum þess, s.s. fyrirtöku allsherjarúttekta á mannréttindamálum í einstökum ríkjum í nóvember. Þá er fulltrúi Íslands varaforseti ráðsins og áfram í nægu að snúast. Ísland og fulltrúar þess hafa með störfum sínum í ráðinu sýnt rækilega fram á að smáríki geta látið til sín taka í þágu mannréttinda hafi þau algild mannréttindi í forgrunni og sýni frumkvæði. Ég er ekki einn um þessa skoðun, virtustu mannréttindasamtök heimsins hafa ítrekað vakið athygli á frammistöðu Íslands og vinir okkar á Norðurlöndum hafa tekið í sama streng. Í mars síðastliðnum var Ísland í forystu 36 ríkja sem fluttu sameiginlega yfirlýsingu vegna mannréttindaástands í Sádi-Arabíu. Yfirlýsingunni var svo fylgt eftir í lotunni sem nú er að ljúka. Þetta var í fyrsta skipti sem fjallað var um stöðuna í Sádi-Arabíu með svo afgerandi hætti í mannréttindaráðinu. Ekki vakti síður athygli þegar mannréttindaráðið samþykkti í júlí ályktun Íslands um mannréttindaástand á Filippseyjum. Um það mál, eins og frumkvæði okkar varðandi Sádi-Arabíu, hefur verið fjallað á innlendum og erlendum vettvangi með þeim hætti að fyllsta ástæða er fyrir okkur að bera höfuðið hátt. Átakanlegt var að hlusta á fulltrúa filippseysku kirkjunnar og ástvini þeirra sem hafa látist í svonefndu fíkniefnastríði filippseyskra stjórnvalda þegar þeir komu hingað til lands fyrir skemmstu. Full ástæða er til að óháð rannsókn fari fram á þessu máli. Ég hef gagnrýnt það sérstaklega að ríki á borð við Sádi-Arabíu hafa í gegnum tíðina sloppið við gagnrýni í mannréttindaráðinu á meðan önnur eru þar stöðugt undir smásjánni. Sem dæmi má nefna Ísrael. Ekkert ríki ætti að vera stikkfrí í þessum málum, en hins vegar má gera kröfu um að kjörin aðildarríki ráðsins gangi á undan með góðu fordæmi. Þess vegna skýtur skökku við að einmitt um þessar mundir eru bæði Filippseyjar og Sádi-Arabía kjörnir fulltrúar í mannréttindaráðinu og nú lítur út fyrir að Venesúela verði kosið aftur í ráðið í október. Framganga þessara ríkja í mannréttindamálum sendir einfaldlega röng skilaboð. Mannréttindaráðið er ekki gallalaus stofnun, en einmitt þess vegna höfum við viljað stuðla að umbótum og hefur öll okkar framganga miðast við það. Mikil breidd í starfinu Önnur ályktun sem Ísland lagði fram ásamt fleiri ríkjum í sumar sneri að jöfnum launum karla og kvenna. Hún var samþykkt án atkvæðagreiðslu og voru meðflutningsríki ályktunarinnar á sjöunda tug. Við erum stolt af því að ályktun um kynjajafnréttistengd mál hafi náð fram að ganga. Þá er ástæða til að nefna að forsætisráðherra ávarpaði mannréttindaráðið í júnílotunni og fyrr á árinu tók félags- og barnamálaráðherra þátt í umræðum um málefni barna. Í byrjun þessa mánaðar kom svo hingað til lands í mínu boði sjálfstæður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um málefni hinsegin fólks. Hann flutti bæði opinberan fyrirlestur og fundaði með fagfólki, s.s. á sviði heilbrigðismála, fulltrúum Samtakanna 78 og biskupi Íslands. Við metum nú góðar ábendingar hans um hvernig við getum gert enn betur hér heima í málefnum hinsegin fólks og um leið verið öflug rödd á alþjóðavettvangi á þessu sviði. Allt þetta sýnir breidd þess starfs sem við höfum staðið fyrir á árinu. Við höfum komið víða við og látið til okkar taka en þó ætíð út frá skýrt afmarkaðri áætlun um að standa við þau fyrirheit sem við gáfum í upphafi. Við eigum eftir að gera betur upp setuna í mannréttindaráðinu en vilji minn stendur til þess að á næstu mánuðum fari fram upplýst umræða um framgöngu okkar og árangur, um mannréttindaráðið sem stofnun, og auðvitað um mannréttindi almennt. Með því getum við skerpt enn stefnu okkar í þessum efnum og byggt á henni til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Á morgun lýkur 42. fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, fjórðu og síðustu reglubundnu lotunni sem Ísland tekur þátt í sem fullgildur meðlimur. Ísland situr þó áfram í ráðinu til loka ársins og tekur þátt í öðrum störfum þess, s.s. fyrirtöku allsherjarúttekta á mannréttindamálum í einstökum ríkjum í nóvember. Þá er fulltrúi Íslands varaforseti ráðsins og áfram í nægu að snúast. Ísland og fulltrúar þess hafa með störfum sínum í ráðinu sýnt rækilega fram á að smáríki geta látið til sín taka í þágu mannréttinda hafi þau algild mannréttindi í forgrunni og sýni frumkvæði. Ég er ekki einn um þessa skoðun, virtustu mannréttindasamtök heimsins hafa ítrekað vakið athygli á frammistöðu Íslands og vinir okkar á Norðurlöndum hafa tekið í sama streng. Í mars síðastliðnum var Ísland í forystu 36 ríkja sem fluttu sameiginlega yfirlýsingu vegna mannréttindaástands í Sádi-Arabíu. Yfirlýsingunni var svo fylgt eftir í lotunni sem nú er að ljúka. Þetta var í fyrsta skipti sem fjallað var um stöðuna í Sádi-Arabíu með svo afgerandi hætti í mannréttindaráðinu. Ekki vakti síður athygli þegar mannréttindaráðið samþykkti í júlí ályktun Íslands um mannréttindaástand á Filippseyjum. Um það mál, eins og frumkvæði okkar varðandi Sádi-Arabíu, hefur verið fjallað á innlendum og erlendum vettvangi með þeim hætti að fyllsta ástæða er fyrir okkur að bera höfuðið hátt. Átakanlegt var að hlusta á fulltrúa filippseysku kirkjunnar og ástvini þeirra sem hafa látist í svonefndu fíkniefnastríði filippseyskra stjórnvalda þegar þeir komu hingað til lands fyrir skemmstu. Full ástæða er til að óháð rannsókn fari fram á þessu máli. Ég hef gagnrýnt það sérstaklega að ríki á borð við Sádi-Arabíu hafa í gegnum tíðina sloppið við gagnrýni í mannréttindaráðinu á meðan önnur eru þar stöðugt undir smásjánni. Sem dæmi má nefna Ísrael. Ekkert ríki ætti að vera stikkfrí í þessum málum, en hins vegar má gera kröfu um að kjörin aðildarríki ráðsins gangi á undan með góðu fordæmi. Þess vegna skýtur skökku við að einmitt um þessar mundir eru bæði Filippseyjar og Sádi-Arabía kjörnir fulltrúar í mannréttindaráðinu og nú lítur út fyrir að Venesúela verði kosið aftur í ráðið í október. Framganga þessara ríkja í mannréttindamálum sendir einfaldlega röng skilaboð. Mannréttindaráðið er ekki gallalaus stofnun, en einmitt þess vegna höfum við viljað stuðla að umbótum og hefur öll okkar framganga miðast við það. Mikil breidd í starfinu Önnur ályktun sem Ísland lagði fram ásamt fleiri ríkjum í sumar sneri að jöfnum launum karla og kvenna. Hún var samþykkt án atkvæðagreiðslu og voru meðflutningsríki ályktunarinnar á sjöunda tug. Við erum stolt af því að ályktun um kynjajafnréttistengd mál hafi náð fram að ganga. Þá er ástæða til að nefna að forsætisráðherra ávarpaði mannréttindaráðið í júnílotunni og fyrr á árinu tók félags- og barnamálaráðherra þátt í umræðum um málefni barna. Í byrjun þessa mánaðar kom svo hingað til lands í mínu boði sjálfstæður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um málefni hinsegin fólks. Hann flutti bæði opinberan fyrirlestur og fundaði með fagfólki, s.s. á sviði heilbrigðismála, fulltrúum Samtakanna 78 og biskupi Íslands. Við metum nú góðar ábendingar hans um hvernig við getum gert enn betur hér heima í málefnum hinsegin fólks og um leið verið öflug rödd á alþjóðavettvangi á þessu sviði. Allt þetta sýnir breidd þess starfs sem við höfum staðið fyrir á árinu. Við höfum komið víða við og látið til okkar taka en þó ætíð út frá skýrt afmarkaðri áætlun um að standa við þau fyrirheit sem við gáfum í upphafi. Við eigum eftir að gera betur upp setuna í mannréttindaráðinu en vilji minn stendur til þess að á næstu mánuðum fari fram upplýst umræða um framgöngu okkar og árangur, um mannréttindaráðið sem stofnun, og auðvitað um mannréttindi almennt. Með því getum við skerpt enn stefnu okkar í þessum efnum og byggt á henni til framtíðar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun