Kveðjuleikur Heimis og Sverre: Sáum sjarma í því að taka nokkrar varnir saman Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2019 22:08 Heimir átti afar gott tímabil í vörn KA. vísir/bára Löngum og glæsilegum ferli Heimis Arnar Árnasonar lauk í kvöld þegar KA vann FH, 29-26, í 22. og síðustu umferð Olís-deildar karla. Sverre Jakobsson kom líka aðeins við sögu í sínum fyrsta leik fyrir KA í áraraðir og sínum síðasta leik á ferlinum. Heimir átti góðan leik í vörn KA og því eðlilegt að spyrja af hverju í ósköpunum hann sé að hætta? „Eftir 30 daga verð ég fertugur. Mig langar að spila golf langt fram eftir aldri þannig að maður verður að hlusta á líkamann,“ sagði Heimir sem gaf það í skyn að hann gæti áfram spriklað með KA-U í Grill 66 deildinni. Heimir var að vonum ánægður með síðasta leikinn í efstu deild og hvernig hann fór. „Ég fékk gæsahúð þegar Sverre kom inn á. Það voru þjálfaramistök að hann skyldi ekki spila meira. En það var allt með okkur. Ég fann það allan tímann að við myndum vinna þetta. Ég er mjög sáttur en hefði viljað skora. En ég átti frábært frákast,“ sagði Heimir léttur. „Að öllu gamni slepptu var þetta frábært tímabil. Við unnum bæði deildar- og bikarmeistarana. Við erum pínu svekktir að vera ekki að fara í úrslitakeppnina en hrikalega stoltir,“ sagði Heimir að lokum.Sverre lék í gula og bláa búningnum í fyrsta sinn í áraraðir. Og jafnframt í síðasta sinn.mynd/skjáskotSverre, sem er 42 ára, kom aðeins inn á í vörn KA í fyrri hálfleik. „Þetta þróaðist í þessa átt. Við Heimir sáum sjarma í því að taka nokkrar varnir saman. Við náðum einni,“ sagði Sverre sem kom inn í þjálfarateymi KA eftir áramót. „Ég hóf ferilinn hérna og það er ágætt að enda hann líka í gulu treyjunni.“ Stemmningin í KA-heimilinu í kvöld var með besta móti og Sverre fékk góðar móttökur þegar hann var kynntur til leiks. „Þetta var æðislegt. Manni hefur verið gríðarlega vel tekið hérna og maður nýtur þess að vera áfram í handboltanum. Ég er þakklátur fyrir að félagið hafi viljað fá mig.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KA - FH 29-26 | KA-menn kláruðu tímabilið með stæl KA vann þriggja marka sigur á FH, 29-26, í lokaleik sínum á tímabilinu. 6. apríl 2019 21:30 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira
Löngum og glæsilegum ferli Heimis Arnar Árnasonar lauk í kvöld þegar KA vann FH, 29-26, í 22. og síðustu umferð Olís-deildar karla. Sverre Jakobsson kom líka aðeins við sögu í sínum fyrsta leik fyrir KA í áraraðir og sínum síðasta leik á ferlinum. Heimir átti góðan leik í vörn KA og því eðlilegt að spyrja af hverju í ósköpunum hann sé að hætta? „Eftir 30 daga verð ég fertugur. Mig langar að spila golf langt fram eftir aldri þannig að maður verður að hlusta á líkamann,“ sagði Heimir sem gaf það í skyn að hann gæti áfram spriklað með KA-U í Grill 66 deildinni. Heimir var að vonum ánægður með síðasta leikinn í efstu deild og hvernig hann fór. „Ég fékk gæsahúð þegar Sverre kom inn á. Það voru þjálfaramistök að hann skyldi ekki spila meira. En það var allt með okkur. Ég fann það allan tímann að við myndum vinna þetta. Ég er mjög sáttur en hefði viljað skora. En ég átti frábært frákast,“ sagði Heimir léttur. „Að öllu gamni slepptu var þetta frábært tímabil. Við unnum bæði deildar- og bikarmeistarana. Við erum pínu svekktir að vera ekki að fara í úrslitakeppnina en hrikalega stoltir,“ sagði Heimir að lokum.Sverre lék í gula og bláa búningnum í fyrsta sinn í áraraðir. Og jafnframt í síðasta sinn.mynd/skjáskotSverre, sem er 42 ára, kom aðeins inn á í vörn KA í fyrri hálfleik. „Þetta þróaðist í þessa átt. Við Heimir sáum sjarma í því að taka nokkrar varnir saman. Við náðum einni,“ sagði Sverre sem kom inn í þjálfarateymi KA eftir áramót. „Ég hóf ferilinn hérna og það er ágætt að enda hann líka í gulu treyjunni.“ Stemmningin í KA-heimilinu í kvöld var með besta móti og Sverre fékk góðar móttökur þegar hann var kynntur til leiks. „Þetta var æðislegt. Manni hefur verið gríðarlega vel tekið hérna og maður nýtur þess að vera áfram í handboltanum. Ég er þakklátur fyrir að félagið hafi viljað fá mig.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KA - FH 29-26 | KA-menn kláruðu tímabilið með stæl KA vann þriggja marka sigur á FH, 29-26, í lokaleik sínum á tímabilinu. 6. apríl 2019 21:30 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira
Umfjöllun: KA - FH 29-26 | KA-menn kláruðu tímabilið með stæl KA vann þriggja marka sigur á FH, 29-26, í lokaleik sínum á tímabilinu. 6. apríl 2019 21:30