Ég er hætt að flýja Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 6. apríl 2019 08:15 Það hefur verið svartur skuggi á sálinni í langan tíma, segir tónlistarkonan Kristín Anna Valtýsdóttir. Hún dró sig inn í skel í kjölfar erfiðrar reynslu og hélt listsköpun sinni að miklu leyti út af fyrir sig. Hún gaf nýverið út plötuna I Must Be The Devil. FBL/sigtryggurari „Hún er tónlistarmaður tónlistarmanna,“ er stundum sagt um listamanninn Kristínu Önnu Valtýsdóttur. Hún hefur algjörlega farið eigin leiðir og þykir vera óútreiknanleg og einlæg. Kristín Anna varð fræg ásamt tvíburasystur sinni Gyðu Valtýsdóttur í hljómsveitinni múm á tíunda áratugnum og er þekkt fyrir einstakt raddsvið og -beitingu. Háa, beitta og skæra tóna. Eftir að hún hætti í hljómsveitinni hafði hún ríka þörf fyrir að skapa á eigin forsendum og helst ekki fyrir nokkra manneskju. Hún hefur því gefið lítið út af verkum eftir sig. Í meira en áratug hefur hún hins vegar samið tónverk á píanó, sum tekin upp en önnur geymdi hún í minninu og hélt þeim þétt að sér.Jæja, Kristín … Það var ekki fyrr en vinir hennar, hjónin Ragnar Kjartansson og Ingibjörg Sigurjónsdóttir, þrýstu á hana að nú væri nóg komið og skipuðu henni í stúdíó að hún lét tilleiðast. „Þau sögðu bara: Jæja, Kristín. Nú er komið að því. Kjartan Sveinsson steig þarna líka inn og sagðist vilja stýra upptökum á plötunni. Ef þau hefðu ekki skipað mér að taka upp þessa plötu, þá hefði hún aldrei komið út.“ Útgáfutónleikarnir voru haldnir í Dómkirkjunni og platan er gefin út af Bel-Air Glamour Records útgáfunni sem er í eigu Ragnars og Ingibjargar og í samstarfi við The Vinyl Factory. Kristín Anna tók plötuna upp í samstarfi við Kjartan Sveinsson„Það var bara hóað í alla sem hægt var,“ segir Kristín Anna um nöktu karlmennina sem prýða umslagið.Ari MaggHún er stödd í einum af bláu beitingaskúrunum á Granda. Þar er vinnustofa Ragnars Kjartanssonar. Í einu horni vinnustofunnar er pálmatré úr pappa, í miðjunni er í vinnslu stórt portrett af bandarískri listakonu, tveir skrautlegir gítarar hanga uppi á vegg, plötur og plötuspilari. Svolítið bókasafn og eldhúskrókur. Á flauelsteppi á gólfinu liggur nokkurra mánaða gömul dóttir hennar og hjalar. Kristín Anna setur nýju plötuna á fóninn. Plötuumslagið hefur vakið athygli þar sem hún situr fullklædd í hópi nakinna karlmanna.Naktir karlmenn á umslaginu „Það var bara hóað í alla sem hægt var,“ segir Kristín Anna um nöktu karlmennina sem prýða umslagið. Hugmyndin kom frá rithöfundinum og hönnuðinum Ragnari Helga Ólafssyni sem hefur getið sér afar gott orð fyrir hönnun bókakápa. „Hann er sjálfur þarna fyrir miðju,“ segir hún og hlær og bendir á umslagið. Ljósmyndina tók Ari Magg. „Mér hefur alltaf þótt nekt eðlileg, náttúruleg. Tengi betur við hana en margt annað sem mannskepnunni þykir eðlilegra en líkaminn. Í þessu samhengi er líkami karlmannanna bara ótrúlega fallegt skúlptúrískt lifandi efni í sjálfu sér, en í tilvísun sinni í tónlistarsöguna og myndmálið, margræðari en það.„Líkaminn og orkan sem frá honum stafar er fyrir mér mjög heillandi hljóðfæri að spila á.“FBL/sigtryggur AriSjálf var ég fjórtán sinnum nakin framan á síðustu plötu sem ég gaf út,“ segir Kristín Anna og vísar í plötuna Howl sem kom út árið 2015. „Tónlistin á henni er samin í spuna á einni viku en mánuðir fóru í myndakápuna fyrir hana, og endaði sú ljósmynd sem myndverk sem ég sýndi svo á listasafni. Þá hafði ég mikið verið að spá í líkamanum sem náttúru, vildi að það yrði ekki greinilegt hvað væri klettur, dýr eða manneskja,“ segir Kristín Anna sem hefur síðasta áratug verið hugleikið sem listamanni hvernig hún gæti skapað án hjálpartækja. „Reverb og kjóll eru til dæmis bæði ákveðinn búningur sem gaman er að leika sér með, en líkaminn og orkan sem frá honum stafar er fyrir mér mjög heillandi hljóðfæri að spila á.“Vildi koma í veg fyrir útgáfuna Platan er tekin upp í gömlu sundlauginni í Mosfellsbæ. Upptökuferlið tók um það bil tvö ár. Kristín Anna segir að Kjartan hafi sýnt henni ómælda þolinmæði og hvatt sig áfram. „Ég treysti honum og hann hvatti mig til að grafa upp þessi lög úr minninu mörg ár aftur í tímann. Ég reyndi að endurskapa þau í flæði og þetta eru afar persónuleg lög. Þetta eru allt heilar tökur, píanóleikur og söngur á sama tíma. Sum lögin eru löng, um átta mínútur. Það er því auðvelt að gera mistök og þá er upptakan ónýt. En svo kom mikið af frábæru tónlistarfólki að ferlinu, Kjartan spilar sjálfur og syngur inn á upptökurnar og gerði strengjaútsetningar. Gyða systir mín og María Huld Markan spiluðu inn á mikið af efninu og útsettu sjálfar í gegnum spuna í stúdíóinu. Guðmundur Steinn og Áki félagar mínir leika líka lausum hala inn á margar upptökur. Davíð Þór og Skúli Sverris og Magnús Trygvason Elíassen koma oft við sögu en í lögum sem þó enduðu flest á annarri plötu sem gefin verður út von bráðar. Í ferlinu fór ég að gangast við því að vera tónlistarmaður,“ segir Kristín Anna en það er ekkert leyndarmál að hún reyndi með öllum tiltækum ráðum að tefja og koma í veg fyrir útgáfuna.Alls konar flóttaleiðir „Ég hef tekið mér tíma í að efast um hitt og þetta og fundið mér alls konar flóttaleiðir. Fyrir um það bil ári síðan var platan eiginlega alveg tilbúin. Þá tilkynnti ég að ég væri barnshafandi og það þyrfti að fresta útgáfunni,“ segir hún.Hver er rótin að þessu? Þykir þér svona vænt um verkin þín?„Já, þetta er í undirmeðvitundinni en í meðvitundinni er ég bara að fríka út og vil koma þessu út,“ segir hún og skellir upp úr. „Sumum finnst þetta auðvelt, að skapa og gefa út verk sín. En síðan er fólk stressað þegar það þarf að fara á svið. Ég á í engum vandræðum með það og líður vel. En þegar ég á að gefa eitthvað varanlegt frá mér, þá hefur mér fundist það erfitt.“ Leið til að lifa af Lögin á plötunni eru samin á mjög löngum tíma. Frá því þú ert í múm og svo í upptökuferlinu sjálfu. Er einhver þráður á milli þeirra? „Lögin eru mjög persónuleg og segja sögu af sambandi mínu við annað fólk. Ég hugsa að þau endurspegli að tónlistin er mín leið til að lifa af. Andlega, frekar en að þau séu samin til að vera hipp og kúl tónlistarkona. Sum þeirra eru skrifuð þegar eina leiðin fyrir mig til að átta mig á tilfinningum mínum eða veita þeim útrás var að semja og spila tónlist. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera við það sem bærðist innra með mér, eða hvernig ég gæti fengið það skilið. Í sköpunarferlinu næ ég að skýra eitthvað fyrir sjálfri mér, það ósýnilega verður haldbært í tónum og orðum, í smástund er ég hólpin. Og sársauki verður að fegurð og þakklæti eða fagurt augnablik fær að lifa að eilífu fyrir mér í lagi,“ segir Kristín Anna.Hluti meðlima Múm árið 2003Þarna koma þeir Kristín Anna segist hafa haft þessa tengingu við tónlist frá barnæsku. „Ég er alin upp í skógi í Árbænum, í Elliðaárdal. Ég gekk í Árbæjarskóla og æfði á píanó. Það var ekki mikil sköpun í skólanum og ég man að maður þótti skrýtinn fyrir það eitt að æfa á hljóðfæri,“ segir Kristín Anna sem segist hafa beðið þess með óþreyju að komast í framhaldsskóla. „Ég vann á Staldrinu og afgreiddi hamborgara í gegnum lúgu og fór í píanótíma. Um leið og við Gyða byrjuðum í MH komu Örvar Smárason og Gunnar Tynes inn í íþróttasalinn. Þeir voru þangað komnir til að semja tónlist fyrir leikrit. Ég hafði séð þá spila með Andhéra og ég vissi að ég myndi kynnast þeim: Þarna koma þeir, hugsaði ég þá. Á þessum árum fannst mér ég stundum hafa séð fram í tímann. Þarna vorum við Gyða sextán ára og múm varð til. Við Gyða fórum aldrei heim af æfingum. Héldum bara áfram að hanga með þeim og svo fluttum við bara inn á hvert annað. Áður en ég vissi var ég aldrei í skólanum og að spila með múm varð líf mitt í sex ár. Ég gerði ekkert annað og þetta gekk fyrir öllu. Vinum og fjölskyldu. Ég var alltaf einhvers staðar í einangrun úti á landi að semja, í stúdíói eða á túrrútu. Lífið var allt í einu skipulagt langt fram tímann,“ segir Kristín Anna og segir að eftir mörg ár af slíku lífi hljóti eitthvað að gefa eftir. „Þetta eru mótunarárin og öll þessi ár þurfti ég lítið að pæla í því hvað ég ætti að gera við líf mitt. Ég hafði miklu frekar verið upptekin af því að halda hlutum frá mér til að eiga mitt persónulega rými. Við eyddum oft sumrinu við að semja tónlist á Galtarvita. Þar var hvorki net né símasamband og maður þurfti að fara út í vitann á bát. Þetta var sérstakur tími og ég held að ég hafi komið út úr honum misþroska á margan hátt.“ Var á eðlisfræðibrautHefðir þú viljað gera eitthvað öðruvísi? „Nei. En áður en ég kynntist Gunna og Örvari var ég á eðlisfræðibraut og tók fimm stærðfræðiáfanga og gat allt eins séð fyrir mér að verða geimfari. Ég hætti að taka stigspróf í píanónáminu, ég varð upptekin af því að takast á við skrýtin og flókin verk, til dæmis eftir Prokofjev. Ég vildi bara spila það sem ég hafði áhuga á, það var eitthvað við það að heyra einhvern annan æfa sama verk og ég var að spila sem gerði mig afhuga því. Ég vildi ekki einu sinni heyra upptökur af verkum. Það lá því beinast við að ég færi að semja sjálf tónlist,“ segir hún og hlær og segir að múm hafi verið framhald af þessu öllu saman. „En að verða allt í einu tónlistarmaður og túra um heiminn hafði ég hvorki séð fyrir né verið að óska mér. Þó hafði ég stundum sagt sem barn að ég myndi vinna í ferðasirkus þegar ég yrði stór. Ljóminn við það var að vera á ferðalagi, búa ekki í húsi föstu við jörðina og annast dýr. Vissulega rættist margt við þá sýn. En svo stóð ég allt í einu uppi á sviði. Ég naut þess að flytja þessa tónlist og samverunnar við vini mína sem voru með mér í þessu og það var frábært. Ég man eftir því að hafa oft hugsað: Ég er að gera það sem mig dreymir um, án þess að hafa nokkurn tíma dreymt um það!“„Áður en ég kynntist Gunna og Örvari var ég á eðlisfræðibraut og tók fimm stærðfræðiáfanga og gat allt eins séð fyrir mér að verða geimfari.“FBL/sigtryggur AriGóð leið til að verða geðveikur Það er á þessum tíma, árið 2005, sem Kristín Anna samdi fyrsta lag nýju plötunnar. Þá enn meðlimur í múm. „Ég var ólétt þegar ég skrifaði fyrsta lagið á plötunni fyrir 14 árum síðan. Ég var stödd með múm í Hollandi á tónlistarhátíð til að semja „interludes“ við verk eftir Iannis Xenakis, þema hátíðarinnar var himnaríki og helvíti. Ég var búin að vera úti um hvippinn og hvappinn í vinnunni og ekki getað dílað við þetta sem mig grunaði að væri að gerast. Eftir að ég flutti lagið í Amsterdam flaug ég heim til að eyða fóstrinu. Ég var gengin átta vikur. Ég flaug svo samdægurs til Ísafjarðar og gekk yfir fjall með harmónikku á bakinu til þess að fara og semja efni með múm á Galtarvita. Þar fékk ég í fyrsta skipti í langan tíma frið til að hugleiða hvað hafði gengið á. Ákvörðunin sem ég tók og framkvæmdin á henni var ekki meðvituð. Ég ætlaði ekki að segja neinum frá þessu. Og minntist ekki á það við nokkurn mann í sjö ár. Þá væri eins og þetta hefði ekki gerst. Það er líklega góð leið til þess að verða geðveikur,“ segir Kristín Anna. „Ég náði ekki að tengja við ferlið sem við ætluðum öll að vera í. Ég var bara ein með sjálfri mér að syrgja þetta svolítið og hugsaði aftur og aftur: Hvað var ég eiginlega að gera? Ég sat mikið ein inni í eldhúsi með gítar. Samdi lag, fór svo upp á loft og tók það upp á kassettu. Svo kom við maður á bát og ég stökk um borð og skildi kassettuna eftir,“ segir hún. Lagið á kassettunni átti eftir að verða fyrsta lagið sem Kristín Anna gaf út undir listamannsnafninu Kría Brekkan. Wildering.Ég ákvað að það skipti ekki máli að taka upp tónlist. Það skipti bara máli að skapa og gera persónulegar uppgötvanir sem lutu bara að sambandi mínu við alheiminnFBL/sigtryggur AriHætti í múm „Þetta var upphafið að því að ég hætti í múm. Ég fór til New York, þar sem vinur minn bjó. Meira til að flýja undan vissum hlutum og aðstæðum en að láta ljós mitt skína. Ég talaði ekki við neinn um það sem var í gangi og það sem ég var að hugsa. En ég fann fyrir því að fólk hélt að ég væri að fara út til að hefja sólóferil og slá í gegn. En það var auðvitað ekki þannig. Ég ætlaði að sanna það að ég væri sko ekki farin til að slá í gegn. Og heldur betur var ég ekki að leggja mig mikið fram við það,“ segir Kristín Anna. „Þar hélt ég áfram að semja á píanó en gafst sjaldan tækifæri til að flytja lögin og það hefti mig. Ég fór því að semja tónlist þar sem ég þurfti ekki að nota píanó heldur alls kyns græjur og fékkst við það samhliða. Ég kom svo heim til Íslands árið 2009 og fór að gera myndlist og gjörninga. Ég ákvað að það skipti ekki máli að taka upp tónlist. Það skipti bara máli að skapa og gera persónulegar uppgötvanir sem lutu bara að sambandi mínu við alheiminn. En svo komst ég að því að sem samfélagsþegn og listamaður var ég búin að mála mig út í horn,“ segir Kristín Anna og segir frá gjörningi sem lýsir því vel hvað hún var orðin einangruð. „Ég var búin að smíða einhvern kofa í Hjartagarðinum, þetta var á Þorláksmessu árið 2010. Þetta var sjálfsali; Kría Brekkan helgileikur og pípsjó. Sat þarna inni með hitablásara og lögg fram á miðnætti og beið eftir því að einhver styngi pening í rauf. Kveikti þá á eldspýtu, svo á ljósi og flutti lag. Þar komst bara einn áhorfandi fyrir í einu. Áhorfandi setti á sig heyrnartæki og gægðist í gegnum kíki á hvolfi. Ég hafði hlaupið aðeins upp á Laugaveg og beðið fólk um að koma og kíkja á verkið. Sara Riel myndlistarkona og vinkona mín kom til mín og varð eiginlega alveg bálreið við mig. Hvers vegna ég væri að gera þetta án þess að nokkur vissi. Ekki einu sinni jólasveinn að bjóða fólk velkomið að kíkja á!“ Rifjar Kristín Anna upp. „En samt var þetta hugmynd sem ég hafði verið að útfæra í hálft ár og þegar ég vaknaði næsta dag þá fann ég algjöra fullnægju yfir sköpuninni. En svo fattaði ég að ég hafði ekki einu sinni tekið mynd. Skrásetti ekkert. Algerlega í eigin heimi Ég var svo upptekin af því að vera ekki að leika leikinn, að ég var eiginlega bara í eigin heimi.“Er það ekki að einhverju leyti hollt?„Jú, það er partur af einhverri leið en á endanum þá ertu bara farin að vinna við að selja popp í bíóhúsi til að hafa ofan í þig og á, og þó ég njóti þeirrar vinnu, allt er gaman ef maður er með góðu fólki, þá er það samt sárt að vera ekki að eyða meiri tími í það sem maður elskar mest að gera og hefur lagt sig svo mikið fram við að geta gert vel. En svo líka það að bjóða ekki neinn velkominn. Í raun og veru var þessi gjörningur ákveðin birtingarmynd af því hvert ég var komin. Ég var búin að fela mig inni í dularfullum kassa og ef þú rakst á hann fyrir algjöra tilviljun þá gastu kíkt inn um litla rauf og mögulega séð hvað ég var að gera. Jú, þetta var líklega ákveðið manifestó,“ segir hún og hlær. Ég var ekki sjálfráða í vanlíðan minni og ákvað að vera frekar á Íslandi að takast á við það. Ég upplifði mig í andlegri eyðimörk Slökkti eldinn „Ég var að enda eldfimt samband mitt við David Portner, þá var hljómsveit hans Animal Collective að ná miklum hæðum í Bandaríkjunum og við að skilja. Ég átti miða frá Íslandi til New York og ætlaði mér að fara og dvelja hjá vinum í Rokeby, en þar tókum við síðar upp Visitors eftir Ragnar Kjartansson. Ég hafði handskrifað til þeirra bréf um vorið og beðið um að fá að vera hjá þeim og taka upp lög við flyglana sem þar eru. Vinna í matjurtagarðinum fyrir dvölinni. Ég fékk vélritað bréf til baka og var boðin velkomin. Ég átti flugmiða um haustið en var svo andlega illa fyrirkölluð að ég komst ekki út. Ég var ekki sjálfráða í vanlíðan minni og ákvað að vera frekar á Íslandi að takast á við það. Ég upplifði mig í andlegri eyðimörk."Honum virtist þykja ég frábær en ekki skrýtin,“ segir Kristín Anna um góðan vin sinn Ragnar Kjartansson.Það var mikið búið að ganga á og ég ákvað bara að gangast inn í íslenskan hversdagsleika. Og reyna að komast að því hvað væri að mér. Takast á við taugaáfall sem ég hafði orðið fyrir. Horfast í augu við það að ég átti mjög erfitt með mig. Þarna slökkti ég eldinn sem ég hafði haft fram að þessu um að taka upp og gefa út tónlist, líklegast til að forðast eftirsjá, en ég hélt áfram að spila og semja. Það var þá sem við Ragnar urðum nánir vinir, honum virtist þykja ég frábær en ekki skrýtin. Svo eignaðist ég gamlan bíl, Rambler American ̕66. Það meikaði engan sens en ég fékk mörg esóterísk hint að því að hann ætti að verða minn. Í kjölfarið var ég kynnt fyrir Sigurði Óla sem í fjögur ár hitti mig reglulega í skúrnum hjá sér og ekkert var svo ónýtt að ekki væri hægt að laga það. Allir þessir þrír hjálpaðu mér að takast á við hversdaginn, gera hann að ævintýri.“Gjöfult og gott samstarf Samstarf Kristínar Önnu við Ragnar Kjartansson að sýningunni The Visitors hélt áfram. Hún hefur tekið þátt í sköpun á fjölmörgum verkum Ragnars, meðal annars verkinu Death is Elsewhere, en sýning á því verður opnuð í Metropolitan-safninu í maí. Þau störfuðu saman að gerð tónlistarmyndbands við lagið Forever Love af nýju plötunni. Ragnar og Allan Sigurðsson leikstýrðu myndbandinu og þykir það ægifallegt en í því kveikir Kristín Anna í leikmynd af varðeldi. Á þeim tíma sem myndbandið er tekið upp er hún barnshafandi að Agnesi Ninju dóttur sinni. „Mér fannst mikið frelsi fólgið í því að koma fram í verkum Ragga. Ég þurfti ekki að bera ábyrgð. Ég þurfti ekki að vita hvers vegna listaverkið ætti að fá að verða til. Ég var með samviskubit yfir því að vera til og mér fannst gott að fá að lifa innan í listaverki. Einnig átti vel við mig að vera bara performer. Flytja verkin og fara svo. Skilja ekki eftir nein ummerki. Bara upplifunina. Á sviði og í gjörningum er ekki tími til að hugsa, efast eða velta fyrir sér hlutunum. Það á vel við mig,“ segir hún.„Mér fannst mikið frelsi fólgið í því að koma fram í verkum Ragga. Ég þurfti ekki að bera ábyrgð,“ segir Kristín Anna. Myndin er úr verki hans The Visitors.Með svartan skugga á sálinni Nú þegar þú hefur sagt mér frá fyrsta laginu, eldinum sem slokknaði um tíma, hvernig þú dróst þig inn í skel en varst dregin út af vinum og studd, tja, nánast pínd til að gera plötuna. Þá langar mig að spyrja, breytti það einhverju fyrir þig að verða móðir? „Ég held að hlutirnir hafi komið heim og saman við það að verða loksins móðir. Það hefur verið svartur skuggi á sálinni í langan tíma. Eða hola í sálinni, tóm. Það er líka svo gaman að vera mamma. Maður þarf að hugsa um sjálfan sig og aðra. Ég var farin að leita lífsfyllingar á undarlegustu stöðum og ekki að finna hana. Allt í einu hurfu allir þessi komplexar og allt í einu vil ég gefa út tónlist mína. Ég vil geta séð fyrir okkur og ég er hætt að flýja. Frá því að fullorðnast og frá því sem er varanlegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Hún er tónlistarmaður tónlistarmanna,“ er stundum sagt um listamanninn Kristínu Önnu Valtýsdóttur. Hún hefur algjörlega farið eigin leiðir og þykir vera óútreiknanleg og einlæg. Kristín Anna varð fræg ásamt tvíburasystur sinni Gyðu Valtýsdóttur í hljómsveitinni múm á tíunda áratugnum og er þekkt fyrir einstakt raddsvið og -beitingu. Háa, beitta og skæra tóna. Eftir að hún hætti í hljómsveitinni hafði hún ríka þörf fyrir að skapa á eigin forsendum og helst ekki fyrir nokkra manneskju. Hún hefur því gefið lítið út af verkum eftir sig. Í meira en áratug hefur hún hins vegar samið tónverk á píanó, sum tekin upp en önnur geymdi hún í minninu og hélt þeim þétt að sér.Jæja, Kristín … Það var ekki fyrr en vinir hennar, hjónin Ragnar Kjartansson og Ingibjörg Sigurjónsdóttir, þrýstu á hana að nú væri nóg komið og skipuðu henni í stúdíó að hún lét tilleiðast. „Þau sögðu bara: Jæja, Kristín. Nú er komið að því. Kjartan Sveinsson steig þarna líka inn og sagðist vilja stýra upptökum á plötunni. Ef þau hefðu ekki skipað mér að taka upp þessa plötu, þá hefði hún aldrei komið út.“ Útgáfutónleikarnir voru haldnir í Dómkirkjunni og platan er gefin út af Bel-Air Glamour Records útgáfunni sem er í eigu Ragnars og Ingibjargar og í samstarfi við The Vinyl Factory. Kristín Anna tók plötuna upp í samstarfi við Kjartan Sveinsson„Það var bara hóað í alla sem hægt var,“ segir Kristín Anna um nöktu karlmennina sem prýða umslagið.Ari MaggHún er stödd í einum af bláu beitingaskúrunum á Granda. Þar er vinnustofa Ragnars Kjartanssonar. Í einu horni vinnustofunnar er pálmatré úr pappa, í miðjunni er í vinnslu stórt portrett af bandarískri listakonu, tveir skrautlegir gítarar hanga uppi á vegg, plötur og plötuspilari. Svolítið bókasafn og eldhúskrókur. Á flauelsteppi á gólfinu liggur nokkurra mánaða gömul dóttir hennar og hjalar. Kristín Anna setur nýju plötuna á fóninn. Plötuumslagið hefur vakið athygli þar sem hún situr fullklædd í hópi nakinna karlmanna.Naktir karlmenn á umslaginu „Það var bara hóað í alla sem hægt var,“ segir Kristín Anna um nöktu karlmennina sem prýða umslagið. Hugmyndin kom frá rithöfundinum og hönnuðinum Ragnari Helga Ólafssyni sem hefur getið sér afar gott orð fyrir hönnun bókakápa. „Hann er sjálfur þarna fyrir miðju,“ segir hún og hlær og bendir á umslagið. Ljósmyndina tók Ari Magg. „Mér hefur alltaf þótt nekt eðlileg, náttúruleg. Tengi betur við hana en margt annað sem mannskepnunni þykir eðlilegra en líkaminn. Í þessu samhengi er líkami karlmannanna bara ótrúlega fallegt skúlptúrískt lifandi efni í sjálfu sér, en í tilvísun sinni í tónlistarsöguna og myndmálið, margræðari en það.„Líkaminn og orkan sem frá honum stafar er fyrir mér mjög heillandi hljóðfæri að spila á.“FBL/sigtryggur AriSjálf var ég fjórtán sinnum nakin framan á síðustu plötu sem ég gaf út,“ segir Kristín Anna og vísar í plötuna Howl sem kom út árið 2015. „Tónlistin á henni er samin í spuna á einni viku en mánuðir fóru í myndakápuna fyrir hana, og endaði sú ljósmynd sem myndverk sem ég sýndi svo á listasafni. Þá hafði ég mikið verið að spá í líkamanum sem náttúru, vildi að það yrði ekki greinilegt hvað væri klettur, dýr eða manneskja,“ segir Kristín Anna sem hefur síðasta áratug verið hugleikið sem listamanni hvernig hún gæti skapað án hjálpartækja. „Reverb og kjóll eru til dæmis bæði ákveðinn búningur sem gaman er að leika sér með, en líkaminn og orkan sem frá honum stafar er fyrir mér mjög heillandi hljóðfæri að spila á.“Vildi koma í veg fyrir útgáfuna Platan er tekin upp í gömlu sundlauginni í Mosfellsbæ. Upptökuferlið tók um það bil tvö ár. Kristín Anna segir að Kjartan hafi sýnt henni ómælda þolinmæði og hvatt sig áfram. „Ég treysti honum og hann hvatti mig til að grafa upp þessi lög úr minninu mörg ár aftur í tímann. Ég reyndi að endurskapa þau í flæði og þetta eru afar persónuleg lög. Þetta eru allt heilar tökur, píanóleikur og söngur á sama tíma. Sum lögin eru löng, um átta mínútur. Það er því auðvelt að gera mistök og þá er upptakan ónýt. En svo kom mikið af frábæru tónlistarfólki að ferlinu, Kjartan spilar sjálfur og syngur inn á upptökurnar og gerði strengjaútsetningar. Gyða systir mín og María Huld Markan spiluðu inn á mikið af efninu og útsettu sjálfar í gegnum spuna í stúdíóinu. Guðmundur Steinn og Áki félagar mínir leika líka lausum hala inn á margar upptökur. Davíð Þór og Skúli Sverris og Magnús Trygvason Elíassen koma oft við sögu en í lögum sem þó enduðu flest á annarri plötu sem gefin verður út von bráðar. Í ferlinu fór ég að gangast við því að vera tónlistarmaður,“ segir Kristín Anna en það er ekkert leyndarmál að hún reyndi með öllum tiltækum ráðum að tefja og koma í veg fyrir útgáfuna.Alls konar flóttaleiðir „Ég hef tekið mér tíma í að efast um hitt og þetta og fundið mér alls konar flóttaleiðir. Fyrir um það bil ári síðan var platan eiginlega alveg tilbúin. Þá tilkynnti ég að ég væri barnshafandi og það þyrfti að fresta útgáfunni,“ segir hún.Hver er rótin að þessu? Þykir þér svona vænt um verkin þín?„Já, þetta er í undirmeðvitundinni en í meðvitundinni er ég bara að fríka út og vil koma þessu út,“ segir hún og skellir upp úr. „Sumum finnst þetta auðvelt, að skapa og gefa út verk sín. En síðan er fólk stressað þegar það þarf að fara á svið. Ég á í engum vandræðum með það og líður vel. En þegar ég á að gefa eitthvað varanlegt frá mér, þá hefur mér fundist það erfitt.“ Leið til að lifa af Lögin á plötunni eru samin á mjög löngum tíma. Frá því þú ert í múm og svo í upptökuferlinu sjálfu. Er einhver þráður á milli þeirra? „Lögin eru mjög persónuleg og segja sögu af sambandi mínu við annað fólk. Ég hugsa að þau endurspegli að tónlistin er mín leið til að lifa af. Andlega, frekar en að þau séu samin til að vera hipp og kúl tónlistarkona. Sum þeirra eru skrifuð þegar eina leiðin fyrir mig til að átta mig á tilfinningum mínum eða veita þeim útrás var að semja og spila tónlist. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera við það sem bærðist innra með mér, eða hvernig ég gæti fengið það skilið. Í sköpunarferlinu næ ég að skýra eitthvað fyrir sjálfri mér, það ósýnilega verður haldbært í tónum og orðum, í smástund er ég hólpin. Og sársauki verður að fegurð og þakklæti eða fagurt augnablik fær að lifa að eilífu fyrir mér í lagi,“ segir Kristín Anna.Hluti meðlima Múm árið 2003Þarna koma þeir Kristín Anna segist hafa haft þessa tengingu við tónlist frá barnæsku. „Ég er alin upp í skógi í Árbænum, í Elliðaárdal. Ég gekk í Árbæjarskóla og æfði á píanó. Það var ekki mikil sköpun í skólanum og ég man að maður þótti skrýtinn fyrir það eitt að æfa á hljóðfæri,“ segir Kristín Anna sem segist hafa beðið þess með óþreyju að komast í framhaldsskóla. „Ég vann á Staldrinu og afgreiddi hamborgara í gegnum lúgu og fór í píanótíma. Um leið og við Gyða byrjuðum í MH komu Örvar Smárason og Gunnar Tynes inn í íþróttasalinn. Þeir voru þangað komnir til að semja tónlist fyrir leikrit. Ég hafði séð þá spila með Andhéra og ég vissi að ég myndi kynnast þeim: Þarna koma þeir, hugsaði ég þá. Á þessum árum fannst mér ég stundum hafa séð fram í tímann. Þarna vorum við Gyða sextán ára og múm varð til. Við Gyða fórum aldrei heim af æfingum. Héldum bara áfram að hanga með þeim og svo fluttum við bara inn á hvert annað. Áður en ég vissi var ég aldrei í skólanum og að spila með múm varð líf mitt í sex ár. Ég gerði ekkert annað og þetta gekk fyrir öllu. Vinum og fjölskyldu. Ég var alltaf einhvers staðar í einangrun úti á landi að semja, í stúdíói eða á túrrútu. Lífið var allt í einu skipulagt langt fram tímann,“ segir Kristín Anna og segir að eftir mörg ár af slíku lífi hljóti eitthvað að gefa eftir. „Þetta eru mótunarárin og öll þessi ár þurfti ég lítið að pæla í því hvað ég ætti að gera við líf mitt. Ég hafði miklu frekar verið upptekin af því að halda hlutum frá mér til að eiga mitt persónulega rými. Við eyddum oft sumrinu við að semja tónlist á Galtarvita. Þar var hvorki net né símasamband og maður þurfti að fara út í vitann á bát. Þetta var sérstakur tími og ég held að ég hafi komið út úr honum misþroska á margan hátt.“ Var á eðlisfræðibrautHefðir þú viljað gera eitthvað öðruvísi? „Nei. En áður en ég kynntist Gunna og Örvari var ég á eðlisfræðibraut og tók fimm stærðfræðiáfanga og gat allt eins séð fyrir mér að verða geimfari. Ég hætti að taka stigspróf í píanónáminu, ég varð upptekin af því að takast á við skrýtin og flókin verk, til dæmis eftir Prokofjev. Ég vildi bara spila það sem ég hafði áhuga á, það var eitthvað við það að heyra einhvern annan æfa sama verk og ég var að spila sem gerði mig afhuga því. Ég vildi ekki einu sinni heyra upptökur af verkum. Það lá því beinast við að ég færi að semja sjálf tónlist,“ segir hún og hlær og segir að múm hafi verið framhald af þessu öllu saman. „En að verða allt í einu tónlistarmaður og túra um heiminn hafði ég hvorki séð fyrir né verið að óska mér. Þó hafði ég stundum sagt sem barn að ég myndi vinna í ferðasirkus þegar ég yrði stór. Ljóminn við það var að vera á ferðalagi, búa ekki í húsi föstu við jörðina og annast dýr. Vissulega rættist margt við þá sýn. En svo stóð ég allt í einu uppi á sviði. Ég naut þess að flytja þessa tónlist og samverunnar við vini mína sem voru með mér í þessu og það var frábært. Ég man eftir því að hafa oft hugsað: Ég er að gera það sem mig dreymir um, án þess að hafa nokkurn tíma dreymt um það!“„Áður en ég kynntist Gunna og Örvari var ég á eðlisfræðibraut og tók fimm stærðfræðiáfanga og gat allt eins séð fyrir mér að verða geimfari.“FBL/sigtryggur AriGóð leið til að verða geðveikur Það er á þessum tíma, árið 2005, sem Kristín Anna samdi fyrsta lag nýju plötunnar. Þá enn meðlimur í múm. „Ég var ólétt þegar ég skrifaði fyrsta lagið á plötunni fyrir 14 árum síðan. Ég var stödd með múm í Hollandi á tónlistarhátíð til að semja „interludes“ við verk eftir Iannis Xenakis, þema hátíðarinnar var himnaríki og helvíti. Ég var búin að vera úti um hvippinn og hvappinn í vinnunni og ekki getað dílað við þetta sem mig grunaði að væri að gerast. Eftir að ég flutti lagið í Amsterdam flaug ég heim til að eyða fóstrinu. Ég var gengin átta vikur. Ég flaug svo samdægurs til Ísafjarðar og gekk yfir fjall með harmónikku á bakinu til þess að fara og semja efni með múm á Galtarvita. Þar fékk ég í fyrsta skipti í langan tíma frið til að hugleiða hvað hafði gengið á. Ákvörðunin sem ég tók og framkvæmdin á henni var ekki meðvituð. Ég ætlaði ekki að segja neinum frá þessu. Og minntist ekki á það við nokkurn mann í sjö ár. Þá væri eins og þetta hefði ekki gerst. Það er líklega góð leið til þess að verða geðveikur,“ segir Kristín Anna. „Ég náði ekki að tengja við ferlið sem við ætluðum öll að vera í. Ég var bara ein með sjálfri mér að syrgja þetta svolítið og hugsaði aftur og aftur: Hvað var ég eiginlega að gera? Ég sat mikið ein inni í eldhúsi með gítar. Samdi lag, fór svo upp á loft og tók það upp á kassettu. Svo kom við maður á bát og ég stökk um borð og skildi kassettuna eftir,“ segir hún. Lagið á kassettunni átti eftir að verða fyrsta lagið sem Kristín Anna gaf út undir listamannsnafninu Kría Brekkan. Wildering.Ég ákvað að það skipti ekki máli að taka upp tónlist. Það skipti bara máli að skapa og gera persónulegar uppgötvanir sem lutu bara að sambandi mínu við alheiminnFBL/sigtryggur AriHætti í múm „Þetta var upphafið að því að ég hætti í múm. Ég fór til New York, þar sem vinur minn bjó. Meira til að flýja undan vissum hlutum og aðstæðum en að láta ljós mitt skína. Ég talaði ekki við neinn um það sem var í gangi og það sem ég var að hugsa. En ég fann fyrir því að fólk hélt að ég væri að fara út til að hefja sólóferil og slá í gegn. En það var auðvitað ekki þannig. Ég ætlaði að sanna það að ég væri sko ekki farin til að slá í gegn. Og heldur betur var ég ekki að leggja mig mikið fram við það,“ segir Kristín Anna. „Þar hélt ég áfram að semja á píanó en gafst sjaldan tækifæri til að flytja lögin og það hefti mig. Ég fór því að semja tónlist þar sem ég þurfti ekki að nota píanó heldur alls kyns græjur og fékkst við það samhliða. Ég kom svo heim til Íslands árið 2009 og fór að gera myndlist og gjörninga. Ég ákvað að það skipti ekki máli að taka upp tónlist. Það skipti bara máli að skapa og gera persónulegar uppgötvanir sem lutu bara að sambandi mínu við alheiminn. En svo komst ég að því að sem samfélagsþegn og listamaður var ég búin að mála mig út í horn,“ segir Kristín Anna og segir frá gjörningi sem lýsir því vel hvað hún var orðin einangruð. „Ég var búin að smíða einhvern kofa í Hjartagarðinum, þetta var á Þorláksmessu árið 2010. Þetta var sjálfsali; Kría Brekkan helgileikur og pípsjó. Sat þarna inni með hitablásara og lögg fram á miðnætti og beið eftir því að einhver styngi pening í rauf. Kveikti þá á eldspýtu, svo á ljósi og flutti lag. Þar komst bara einn áhorfandi fyrir í einu. Áhorfandi setti á sig heyrnartæki og gægðist í gegnum kíki á hvolfi. Ég hafði hlaupið aðeins upp á Laugaveg og beðið fólk um að koma og kíkja á verkið. Sara Riel myndlistarkona og vinkona mín kom til mín og varð eiginlega alveg bálreið við mig. Hvers vegna ég væri að gera þetta án þess að nokkur vissi. Ekki einu sinni jólasveinn að bjóða fólk velkomið að kíkja á!“ Rifjar Kristín Anna upp. „En samt var þetta hugmynd sem ég hafði verið að útfæra í hálft ár og þegar ég vaknaði næsta dag þá fann ég algjöra fullnægju yfir sköpuninni. En svo fattaði ég að ég hafði ekki einu sinni tekið mynd. Skrásetti ekkert. Algerlega í eigin heimi Ég var svo upptekin af því að vera ekki að leika leikinn, að ég var eiginlega bara í eigin heimi.“Er það ekki að einhverju leyti hollt?„Jú, það er partur af einhverri leið en á endanum þá ertu bara farin að vinna við að selja popp í bíóhúsi til að hafa ofan í þig og á, og þó ég njóti þeirrar vinnu, allt er gaman ef maður er með góðu fólki, þá er það samt sárt að vera ekki að eyða meiri tími í það sem maður elskar mest að gera og hefur lagt sig svo mikið fram við að geta gert vel. En svo líka það að bjóða ekki neinn velkominn. Í raun og veru var þessi gjörningur ákveðin birtingarmynd af því hvert ég var komin. Ég var búin að fela mig inni í dularfullum kassa og ef þú rakst á hann fyrir algjöra tilviljun þá gastu kíkt inn um litla rauf og mögulega séð hvað ég var að gera. Jú, þetta var líklega ákveðið manifestó,“ segir hún og hlær. Ég var ekki sjálfráða í vanlíðan minni og ákvað að vera frekar á Íslandi að takast á við það. Ég upplifði mig í andlegri eyðimörk Slökkti eldinn „Ég var að enda eldfimt samband mitt við David Portner, þá var hljómsveit hans Animal Collective að ná miklum hæðum í Bandaríkjunum og við að skilja. Ég átti miða frá Íslandi til New York og ætlaði mér að fara og dvelja hjá vinum í Rokeby, en þar tókum við síðar upp Visitors eftir Ragnar Kjartansson. Ég hafði handskrifað til þeirra bréf um vorið og beðið um að fá að vera hjá þeim og taka upp lög við flyglana sem þar eru. Vinna í matjurtagarðinum fyrir dvölinni. Ég fékk vélritað bréf til baka og var boðin velkomin. Ég átti flugmiða um haustið en var svo andlega illa fyrirkölluð að ég komst ekki út. Ég var ekki sjálfráða í vanlíðan minni og ákvað að vera frekar á Íslandi að takast á við það. Ég upplifði mig í andlegri eyðimörk."Honum virtist þykja ég frábær en ekki skrýtin,“ segir Kristín Anna um góðan vin sinn Ragnar Kjartansson.Það var mikið búið að ganga á og ég ákvað bara að gangast inn í íslenskan hversdagsleika. Og reyna að komast að því hvað væri að mér. Takast á við taugaáfall sem ég hafði orðið fyrir. Horfast í augu við það að ég átti mjög erfitt með mig. Þarna slökkti ég eldinn sem ég hafði haft fram að þessu um að taka upp og gefa út tónlist, líklegast til að forðast eftirsjá, en ég hélt áfram að spila og semja. Það var þá sem við Ragnar urðum nánir vinir, honum virtist þykja ég frábær en ekki skrýtin. Svo eignaðist ég gamlan bíl, Rambler American ̕66. Það meikaði engan sens en ég fékk mörg esóterísk hint að því að hann ætti að verða minn. Í kjölfarið var ég kynnt fyrir Sigurði Óla sem í fjögur ár hitti mig reglulega í skúrnum hjá sér og ekkert var svo ónýtt að ekki væri hægt að laga það. Allir þessir þrír hjálpaðu mér að takast á við hversdaginn, gera hann að ævintýri.“Gjöfult og gott samstarf Samstarf Kristínar Önnu við Ragnar Kjartansson að sýningunni The Visitors hélt áfram. Hún hefur tekið þátt í sköpun á fjölmörgum verkum Ragnars, meðal annars verkinu Death is Elsewhere, en sýning á því verður opnuð í Metropolitan-safninu í maí. Þau störfuðu saman að gerð tónlistarmyndbands við lagið Forever Love af nýju plötunni. Ragnar og Allan Sigurðsson leikstýrðu myndbandinu og þykir það ægifallegt en í því kveikir Kristín Anna í leikmynd af varðeldi. Á þeim tíma sem myndbandið er tekið upp er hún barnshafandi að Agnesi Ninju dóttur sinni. „Mér fannst mikið frelsi fólgið í því að koma fram í verkum Ragga. Ég þurfti ekki að bera ábyrgð. Ég þurfti ekki að vita hvers vegna listaverkið ætti að fá að verða til. Ég var með samviskubit yfir því að vera til og mér fannst gott að fá að lifa innan í listaverki. Einnig átti vel við mig að vera bara performer. Flytja verkin og fara svo. Skilja ekki eftir nein ummerki. Bara upplifunina. Á sviði og í gjörningum er ekki tími til að hugsa, efast eða velta fyrir sér hlutunum. Það á vel við mig,“ segir hún.„Mér fannst mikið frelsi fólgið í því að koma fram í verkum Ragga. Ég þurfti ekki að bera ábyrgð,“ segir Kristín Anna. Myndin er úr verki hans The Visitors.Með svartan skugga á sálinni Nú þegar þú hefur sagt mér frá fyrsta laginu, eldinum sem slokknaði um tíma, hvernig þú dróst þig inn í skel en varst dregin út af vinum og studd, tja, nánast pínd til að gera plötuna. Þá langar mig að spyrja, breytti það einhverju fyrir þig að verða móðir? „Ég held að hlutirnir hafi komið heim og saman við það að verða loksins móðir. Það hefur verið svartur skuggi á sálinni í langan tíma. Eða hola í sálinni, tóm. Það er líka svo gaman að vera mamma. Maður þarf að hugsa um sjálfan sig og aðra. Ég var farin að leita lífsfyllingar á undarlegustu stöðum og ekki að finna hana. Allt í einu hurfu allir þessi komplexar og allt í einu vil ég gefa út tónlist mína. Ég vil geta séð fyrir okkur og ég er hætt að flýja. Frá því að fullorðnast og frá því sem er varanlegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira