Stórir strákar fá stór skiptabú Sif Sigmarsdóttir skrifar 6. apríl 2019 09:30 Eins dauði er annars brauð. Hæstaréttarlögmennirnir Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar yfir þrotabúi WOW air. Ólga ríkir innan lögmannastéttarinnar vegna málsins. Í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 gagnrýndu lögmennirnir Kristrún Elsa Harðardóttir og Saga Ýrr Jónsdóttir harðlega hversu ógegnsætt ferlið er við skipun skiptastjóra. „Það er enginn hissa á því að tveir miðaldra karlmenn séu skipaðir yfir þessu stóra búi,“ sagði Kristrún Elsa. „Það er bara það sem gengur og gerist á hverjum einasta degi í okkar bransa. Því miður. Okkur konunum virðist ekki vera treyst fyrir þessum stóru búum.“ Símon Sigvaldason, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, sem skipaði skiptastjórana gaf lítið fyrir gagnrýnina. Sagði hann að þegar um væri að ræða stór þrotabú væru valdir í verkið þeir sem áður hefðu leyst úr stórum búum og hefðu sýnt að þeir gætu tekist á við svo viðamikið og flókið verkefni.Bak við skerminn Í kvöld leikur Fílharmóníuhljómsveit New York-borgar úrval klassískra verka eftir Beethoven, Wagner, Bernstein og fleiri í Lincoln Center á Manhattan-eyju. Hljómsveitin var stofnuð árið 1842 og er ein sú elsta í Bandaríkjunum. Lengst af sögu fílharmóníuhljómsveitarinnar spiluðu engar konur með hljómsveitinni. Að frátöldum örfáum undantekningum sem telja má á fingrum annarrar handar var fjöldi kvenkyns hljóðfæraleikara að jafnaði núll. En á níunda áratug tuttugustu aldar breyttist eitthvað. Öllum að óvörum fór talan að hækka. Snarhækka. Hvað var eiginlega um að vera? Starfsmannavelta í sinfóníuhljómsveitum er lítil. Fjöldi hljóðfæraleikara er iðulega sá sami (um hundrað) og þegar hljóðfæraleikarar eru ráðnir er það til langs tíma (hér áður fyrr hlutu þeir gjarnan æviráðningu). Þar að auki er sjaldgæft að hljóðfæraleikarar séu reknir. Það sætti því tíðindum þegar hlutfall kvenna í Fílharmóníuhljómsveit New York fór úr núll í tíu prósent á áratug. Ástæðan kom fólki í opna skjöldu. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar tóku sinfóníuhljómsveitir í Bandaríkjunum að notast við „blind áheyrnarpróf“ þegar ráða þurfti nýja hljóðfæraleikara. Blind áheyrnarpróf eru hæfnispróf þar sem skermur skilur að hljóðfæraleikarann og dómnefndina sem hlýðir á leik hans – dálítið eins og fyrirkomulagið í sjónvarpsþáttunum The Voice. Skermurinn hafði ekki fyrr verið reistur en Fílharmóníuhljómsveit New York-borgar tók að fyllast af konum. Þegar dómnefndin vissi ekki hvort það var karl eða kona sem leyndist bak við skerminn réðu verðleikar einir hver fékk starfið. Skermurinn kom óvart upp um ómeðvitaða fordóma dómnefndanna sem völdu í hljómsveitina. Í ljós kom að karlar og konur bjuggu yfir nákvæmlega jafnmiklum tónlistarhæfileikum. Aðeins nokkrum árum eftir að blindu áheyrnarprufurnar voru teknar í gagnið var helmingur nýráðninga við hljómsveitina konur. Í dag eru rúmlega fjörutíu og fimm prósent hljóðfæraleikara hljómsveitarinnar konur. Aldagömul harmaljóð Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur horfir á WOW air og sér stórt þrotabú, stórt vandamál og stórt verk að vinna. Hann sér tvo stóra stráka og honum sýnist þeir einmitt vera í réttri stærð fyrir stórt verkefnið. „Stórir strákar fá raflost,“ söng Bubbi með hljómsveitinni Egó. „Stórir strákar fá skiptabú,“ syngur dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Hvorugt verkanna er á dagskrá Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar í kvöld. Dómstjórinn telur sig vafalaust meta út frá verðleikum og velja af heilindum þá mætu menn sem hann skipar sem skiptastjóra. Hefði skermur Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar hins vegar skilið að stóru strákana og dómstjórann er ekki ólíklegt að líflegri verk en aldagömul harmaljóð væru á dagskrá kvennasveitar lögmanna í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Eins dauði er annars brauð. Hæstaréttarlögmennirnir Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar yfir þrotabúi WOW air. Ólga ríkir innan lögmannastéttarinnar vegna málsins. Í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 gagnrýndu lögmennirnir Kristrún Elsa Harðardóttir og Saga Ýrr Jónsdóttir harðlega hversu ógegnsætt ferlið er við skipun skiptastjóra. „Það er enginn hissa á því að tveir miðaldra karlmenn séu skipaðir yfir þessu stóra búi,“ sagði Kristrún Elsa. „Það er bara það sem gengur og gerist á hverjum einasta degi í okkar bransa. Því miður. Okkur konunum virðist ekki vera treyst fyrir þessum stóru búum.“ Símon Sigvaldason, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, sem skipaði skiptastjórana gaf lítið fyrir gagnrýnina. Sagði hann að þegar um væri að ræða stór þrotabú væru valdir í verkið þeir sem áður hefðu leyst úr stórum búum og hefðu sýnt að þeir gætu tekist á við svo viðamikið og flókið verkefni.Bak við skerminn Í kvöld leikur Fílharmóníuhljómsveit New York-borgar úrval klassískra verka eftir Beethoven, Wagner, Bernstein og fleiri í Lincoln Center á Manhattan-eyju. Hljómsveitin var stofnuð árið 1842 og er ein sú elsta í Bandaríkjunum. Lengst af sögu fílharmóníuhljómsveitarinnar spiluðu engar konur með hljómsveitinni. Að frátöldum örfáum undantekningum sem telja má á fingrum annarrar handar var fjöldi kvenkyns hljóðfæraleikara að jafnaði núll. En á níunda áratug tuttugustu aldar breyttist eitthvað. Öllum að óvörum fór talan að hækka. Snarhækka. Hvað var eiginlega um að vera? Starfsmannavelta í sinfóníuhljómsveitum er lítil. Fjöldi hljóðfæraleikara er iðulega sá sami (um hundrað) og þegar hljóðfæraleikarar eru ráðnir er það til langs tíma (hér áður fyrr hlutu þeir gjarnan æviráðningu). Þar að auki er sjaldgæft að hljóðfæraleikarar séu reknir. Það sætti því tíðindum þegar hlutfall kvenna í Fílharmóníuhljómsveit New York fór úr núll í tíu prósent á áratug. Ástæðan kom fólki í opna skjöldu. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar tóku sinfóníuhljómsveitir í Bandaríkjunum að notast við „blind áheyrnarpróf“ þegar ráða þurfti nýja hljóðfæraleikara. Blind áheyrnarpróf eru hæfnispróf þar sem skermur skilur að hljóðfæraleikarann og dómnefndina sem hlýðir á leik hans – dálítið eins og fyrirkomulagið í sjónvarpsþáttunum The Voice. Skermurinn hafði ekki fyrr verið reistur en Fílharmóníuhljómsveit New York-borgar tók að fyllast af konum. Þegar dómnefndin vissi ekki hvort það var karl eða kona sem leyndist bak við skerminn réðu verðleikar einir hver fékk starfið. Skermurinn kom óvart upp um ómeðvitaða fordóma dómnefndanna sem völdu í hljómsveitina. Í ljós kom að karlar og konur bjuggu yfir nákvæmlega jafnmiklum tónlistarhæfileikum. Aðeins nokkrum árum eftir að blindu áheyrnarprufurnar voru teknar í gagnið var helmingur nýráðninga við hljómsveitina konur. Í dag eru rúmlega fjörutíu og fimm prósent hljóðfæraleikara hljómsveitarinnar konur. Aldagömul harmaljóð Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur horfir á WOW air og sér stórt þrotabú, stórt vandamál og stórt verk að vinna. Hann sér tvo stóra stráka og honum sýnist þeir einmitt vera í réttri stærð fyrir stórt verkefnið. „Stórir strákar fá raflost,“ söng Bubbi með hljómsveitinni Egó. „Stórir strákar fá skiptabú,“ syngur dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Hvorugt verkanna er á dagskrá Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar í kvöld. Dómstjórinn telur sig vafalaust meta út frá verðleikum og velja af heilindum þá mætu menn sem hann skipar sem skiptastjóra. Hefði skermur Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar hins vegar skilið að stóru strákana og dómstjórann er ekki ólíklegt að líflegri verk en aldagömul harmaljóð væru á dagskrá kvennasveitar lögmanna í dag.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun