Handbolti

Haukar með bakið upp við vegg eftir fyrri leikinn gegn Plzen

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnar Magnússon er þjálfari Hauka.
Gunnar Magnússon er þjálfari Hauka. vísir/vilhelm
Haukar eru í efiðri stöðu eftir fyrri leikinn gegn tékkneska liðinu Talent Plzen í fyrstu umferð EHF-bikarsins. Tékkarnir höfðu betur, 25-20.

Gestirnir frá Tékklandi byrjuðu af miklum krafti og komust meðal annars í 9-3 en Haukarnir gekk ekkert að skora í fyrri hálfleik.

Staðan var 13-7 fyrir Plzen í hálfleik og þrátt fyrir áhlaup Hauka í síðari hálfleik héldu gestirnir alltaf góðri forystu. Munurinn varð að endingu fimm mörk, 25-20.

Síðari leikur liðanna fer fram að viku liðinni í Tékklandi en ljóst er að Haukar eru komnir með bakið upp við vegg.

Adam Haukur Baumruk var í sérflokki í liði Hauka en hann gerði sex mörk. Hornamaðurinn Halldór Ingi Jónasson gerði þrjú mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×