Erlent

Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur

Sylvía Hall skrifar
Fellibylurinn er orðinn fimmta stigs.
Fellibylurinn er orðinn fimmta stigs. Skjáskot
Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. Búið er að rýma svæðin á þeirri leið sem áætlað er að fellibylurinn fari yfir eyjarnar.

Dorian er nú orðin fimmta stigs fellibylur og hefur hámarksvindhraði hans náð 260 kílómetrum á klukkustund. Fimmta stiginu er náð þegar hámarksvindhraði fer yfir 252 kílómetra á klukkustund. Íbúar hafa verið varaðir við því að fellibylurinn sé gífurlega hættulegur.

Áætlað er að fellibylurinn nái að austurströnd Bandaríkjanna á morgun en útlit er fyrir að hann muni ekki hafa jafn skelfilegar afleiðingar og áður var búist við eftir að skyndileg breyting var á stefnu fellibyljarins. Fyrst um sinn leit út fyrir að hann myndi fara af fullum þunga yfir svæði Flórídaríkis.

Íbúar hafa verið í óða önn að birgja sig upp af ýmsum nauðsynjum.Vísir/Getty
Dorian stefnir í að vera hættulegasti fellibylurinn sem nær landi í Bandaríkjunum síðan fellibylurinn Andrew reið yfir árið 1992. Þá létust 65 íbúar Miami og 63 þúsund heimili voru lögð í rúst.

Ríkisstjóri Flórída, Rob DeSantis, lýsti á dögunum yfir neyðarástandi í Flórída en íbúar ríkisins hafa undanfarna daga verið að birgja sig upp af matvælum, vatni og lyfjum.

Í mörgum verslunum hefur verið gripið til þeirra ráða að setja takmörk á hversu mikið fólk getur keypt til þess að tryggja að allir geti verið öruggir með einhverjar birgðir. 


Tengdar fréttir

Dorian nálgast: „Hæg­fara felli­bylur er ekki vinur okkar“

Gangi spár eftir verður Dorian fyrsti fjórða stigs fellibylur sem skellur á austurströnd Flórída síðan árið 1992 þegar fellibylurinn Andrew, sem var fimmta stigs fellibylur, rústaði öllu sem á vegi hans varð á Miami og varð 65 manns að bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×