Síðasta vaxtaákvörðun Más Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. júní 2019 14:30 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Seðlabanki Íslands lækkaði í dag vexti um 0,25 prósentur og ætti vaxtalækkunin að skila sér í lækkun á óverðtryggðum lánum neytenda strax á næstu vikum. Þetta var síðasta vaxtaákvörðun sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst. Meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða 3,75% eftir ákvörðunina. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi hafi verið í takt við spá Seðlabankans. Áfram sé gert ráð fyrir samdrætti í þjóðarbúskapnum sem muni birtast frekar á komandi mánuðum. Verðbólgan er nú 3,3 prósent eða 0,8 prósentur yfir verðbólgumarkmiði. Peningastefnunefnd telur þó að verðbólgan hafi náð hámarki og að hún muni hjaðna þegar líður á árið. Má segja við séum stödd á vaxtalækkunarskeiði? „Við höfum auðvitað lækkað vexti núna í tvígang og það er töluvert. Vextirnir eru með því lægsta sem sem þeir hafa verið síðan peningastefnunefnd tók við. Það er hugsanlegt að það verði framhald af þessu ef þarf en hvort það er skeið í merkingu að við munum horfa á þetta mánuð eftir mánuð, langt inn á næsta ár, það er allt annað mál. Það verður bara að ráðast af því hver framvindan verður. Það eru að togast á tveir kraftar í þessu. Annars vegar er þetta spurning um það hversu mikill verður þessi samdráttur og hversu langvarandi, það kallar á lægri vexti en ella,“ segir Már. Már segir að neytendur ættu að finna fyrir áhrifum vaxtalækkunar á óverðtryggðum lánum sínum mjög fljótlega. „Yfirleitt hefur þetta gerst frekar fljótt,“ segir Már. Það gerðist í dag því Íslandsbanki reið á vaðið og lækkaði vexti strax klukkan 13 í dag. Óverðtryggðir vextir húsnæðislána hjá bankanum verða lækkaðir um 0,25 prósentustig og bílalán og bílasamningar einnig. Breytilegir innlánsvextir Íslandsbanka munu í flestum tilfellum lækka um 0,10-0,25 prósentustig og kjörvextir útlána lækka um 0,10 prósentustig. Búast má við að Arion banki og Landsbankinn fylgi strax í kjölfarið.Ánægður að „Verðbólgu-Ísland“ hafi ekki snúið aftur Næsta vaxtákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verður 28. ágúst. Ákvörðunin sem kynnt var í dag er því sú síðasta sem Már Guðmundsson hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst eftir tíu ár sem seðlabankastjóri. „Það sem er mér í efst huga varðandi peningastefnuna er það að þetta skyldi ganga að lokum svona vel upp. Ég var alla tíð sannfærður um það að Ísland myndi endurreisast í þeirri merkingu að við fengjum hagvöxtinn í gang og næðum jafnvel fullri atvinnu en það sem ég óttaðist var að á þeim tímapunkti værum við komin með þjóðarbú sem ekki væri lengur í jafnvægi. Það er að segja, við værum komin með viðskiptahalla og verðbólgu. Verðbólgu-Ísland myndi þá birtast aftur. Það sem ég er ánægður með er að það skyldi ekki gerast,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Íslenska krónan Seðlabankinn Tímamót Tengdar fréttir Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi. 26. júní 2019 13:53 Stýrivextir lækka um 0,25 prósentustig Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar. 26. júní 2019 08:59 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Seðlabanki Íslands lækkaði í dag vexti um 0,25 prósentur og ætti vaxtalækkunin að skila sér í lækkun á óverðtryggðum lánum neytenda strax á næstu vikum. Þetta var síðasta vaxtaákvörðun sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst. Meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða 3,75% eftir ákvörðunina. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi hafi verið í takt við spá Seðlabankans. Áfram sé gert ráð fyrir samdrætti í þjóðarbúskapnum sem muni birtast frekar á komandi mánuðum. Verðbólgan er nú 3,3 prósent eða 0,8 prósentur yfir verðbólgumarkmiði. Peningastefnunefnd telur þó að verðbólgan hafi náð hámarki og að hún muni hjaðna þegar líður á árið. Má segja við séum stödd á vaxtalækkunarskeiði? „Við höfum auðvitað lækkað vexti núna í tvígang og það er töluvert. Vextirnir eru með því lægsta sem sem þeir hafa verið síðan peningastefnunefnd tók við. Það er hugsanlegt að það verði framhald af þessu ef þarf en hvort það er skeið í merkingu að við munum horfa á þetta mánuð eftir mánuð, langt inn á næsta ár, það er allt annað mál. Það verður bara að ráðast af því hver framvindan verður. Það eru að togast á tveir kraftar í þessu. Annars vegar er þetta spurning um það hversu mikill verður þessi samdráttur og hversu langvarandi, það kallar á lægri vexti en ella,“ segir Már. Már segir að neytendur ættu að finna fyrir áhrifum vaxtalækkunar á óverðtryggðum lánum sínum mjög fljótlega. „Yfirleitt hefur þetta gerst frekar fljótt,“ segir Már. Það gerðist í dag því Íslandsbanki reið á vaðið og lækkaði vexti strax klukkan 13 í dag. Óverðtryggðir vextir húsnæðislána hjá bankanum verða lækkaðir um 0,25 prósentustig og bílalán og bílasamningar einnig. Breytilegir innlánsvextir Íslandsbanka munu í flestum tilfellum lækka um 0,10-0,25 prósentustig og kjörvextir útlána lækka um 0,10 prósentustig. Búast má við að Arion banki og Landsbankinn fylgi strax í kjölfarið.Ánægður að „Verðbólgu-Ísland“ hafi ekki snúið aftur Næsta vaxtákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verður 28. ágúst. Ákvörðunin sem kynnt var í dag er því sú síðasta sem Már Guðmundsson hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst eftir tíu ár sem seðlabankastjóri. „Það sem er mér í efst huga varðandi peningastefnuna er það að þetta skyldi ganga að lokum svona vel upp. Ég var alla tíð sannfærður um það að Ísland myndi endurreisast í þeirri merkingu að við fengjum hagvöxtinn í gang og næðum jafnvel fullri atvinnu en það sem ég óttaðist var að á þeim tímapunkti værum við komin með þjóðarbú sem ekki væri lengur í jafnvægi. Það er að segja, við værum komin með viðskiptahalla og verðbólgu. Verðbólgu-Ísland myndi þá birtast aftur. Það sem ég er ánægður með er að það skyldi ekki gerast,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Íslenska krónan Seðlabankinn Tímamót Tengdar fréttir Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi. 26. júní 2019 13:53 Stýrivextir lækka um 0,25 prósentustig Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar. 26. júní 2019 08:59 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi. 26. júní 2019 13:53
Stýrivextir lækka um 0,25 prósentustig Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar. 26. júní 2019 08:59