Steindi blandar saman Landanum og The Exorcist í „alvöru sjónvarpi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. júní 2019 11:15 Steindi var í fullu fjöri í Íslandi í dag, í gær. Mynd/Skjáskot Hann er án efa einn skemmtilegasti maður landsins, hefur leikið í fjölda grín og skemmtiþátta og finnst fátt meira gefandi en að skemmta öðrum. Steinþór Hróar Steinþórsson eða Steindi jr. ætlar sér aldrei að staðna, vill stöðugt þróast og fer af stað í haust með nýja þætti á Stöð 2 sem verða allt öðruvísi en það sem hann hefur fengist við hingað til, blanda af Landanum og The Exorcist að sögn Steinda. Steindi ræddi við Sindra Sindrason um þáttaröðina nýju sem nefnist Góðir landsmenn í bráðfyndnu innslagi í Íslandi í dag, í gær. „Kannski ekki ótrúlega skemmtilega, þetta eru kannski bara frekar venjulegir þættir,“ sagði Steindi þegar Sindri reyndi að peppa þættina í upphafi innslagsins. Steindi segist vera gríðarlega spenntur fyrir því að feta nýjar slóðir í þáttagerð.En um hvað snúast þættirnir?„Ég er að fara að taka viðtöl, bara við venjulegt fólk,“ sagði Steindi. „Ég er að fara að hitta góða landsmenn. Bara fólk sem er að rækta radísur eða er að safna felgum og maxar Visa-kortin sín á Tenerife á hverju sumri.“Það er eitt að vera grínisti og annað að vera viðmælandi í þáttum. Það er hins vegar allt annað að taka viðtölin sjálfur, líkt og Steindi gerir í hinum nýju þáttum. Sindri spurði Steinda hvernig gengi að taka viðtöl. „Þetta er að koma hjá mér. Við erum nýbyrjaðir að skjóta og við erum enn þá að fara heim til fólks. Ég er að slípast,“ sagði Steindi og bauðst til þess að taka viðtal við Sindra, sem reyndar endaði með því að Sindri ýtti myndavélinni í burtu eftir að Steindi spurði hann að aðeins of persónulegri spurningu, líkt og sjá má í innslaginu. „Ég held að ég nái alveg að fá það sem mig langar fá út úr fólki. Ég hef alvöru áhuga á fólki þannig að ég myndi spyrja einlægra og barnslegra spurninga, eitthvað sem áhorfendur myndi vilja vita,“ segir Steindi. Sindri og Steindi fóru yfir víðan völl í viðtalinu og meðal annars segir Steindi hrikalega fyndna sögu af vandræðum föðurs síns í fjölskylduferð í verslun Nóatúns í Mosfellsbæ, hvernig það hafi verið að leika í Undir trénu, fjölskyldulífið og svo auðvitað draumaverkefni Steinda. „Það var alltaf draumur minn að vera leikstjóri, alveg frá því að ég var krakki og ég held að það sé ennþá draumahlutverkið,“ sagði Steindi en innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan. Ísland í dag Tengdar fréttir Steindi spilaði loksins Fortnite með Ice Cold Ingi Bauer og Stefán Atli halda uppi YouTube síðunni Ice Cold þar sem þeir birta alls kyns myndbönd og bjóða upp á beinar útsendingar af tölvuleiknum vinsæla Fortnite vikulega. 17. júní 2019 15:10 Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulan Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira
Hann er án efa einn skemmtilegasti maður landsins, hefur leikið í fjölda grín og skemmtiþátta og finnst fátt meira gefandi en að skemmta öðrum. Steinþór Hróar Steinþórsson eða Steindi jr. ætlar sér aldrei að staðna, vill stöðugt þróast og fer af stað í haust með nýja þætti á Stöð 2 sem verða allt öðruvísi en það sem hann hefur fengist við hingað til, blanda af Landanum og The Exorcist að sögn Steinda. Steindi ræddi við Sindra Sindrason um þáttaröðina nýju sem nefnist Góðir landsmenn í bráðfyndnu innslagi í Íslandi í dag, í gær. „Kannski ekki ótrúlega skemmtilega, þetta eru kannski bara frekar venjulegir þættir,“ sagði Steindi þegar Sindri reyndi að peppa þættina í upphafi innslagsins. Steindi segist vera gríðarlega spenntur fyrir því að feta nýjar slóðir í þáttagerð.En um hvað snúast þættirnir?„Ég er að fara að taka viðtöl, bara við venjulegt fólk,“ sagði Steindi. „Ég er að fara að hitta góða landsmenn. Bara fólk sem er að rækta radísur eða er að safna felgum og maxar Visa-kortin sín á Tenerife á hverju sumri.“Það er eitt að vera grínisti og annað að vera viðmælandi í þáttum. Það er hins vegar allt annað að taka viðtölin sjálfur, líkt og Steindi gerir í hinum nýju þáttum. Sindri spurði Steinda hvernig gengi að taka viðtöl. „Þetta er að koma hjá mér. Við erum nýbyrjaðir að skjóta og við erum enn þá að fara heim til fólks. Ég er að slípast,“ sagði Steindi og bauðst til þess að taka viðtal við Sindra, sem reyndar endaði með því að Sindri ýtti myndavélinni í burtu eftir að Steindi spurði hann að aðeins of persónulegri spurningu, líkt og sjá má í innslaginu. „Ég held að ég nái alveg að fá það sem mig langar fá út úr fólki. Ég hef alvöru áhuga á fólki þannig að ég myndi spyrja einlægra og barnslegra spurninga, eitthvað sem áhorfendur myndi vilja vita,“ segir Steindi. Sindri og Steindi fóru yfir víðan völl í viðtalinu og meðal annars segir Steindi hrikalega fyndna sögu af vandræðum föðurs síns í fjölskylduferð í verslun Nóatúns í Mosfellsbæ, hvernig það hafi verið að leika í Undir trénu, fjölskyldulífið og svo auðvitað draumaverkefni Steinda. „Það var alltaf draumur minn að vera leikstjóri, alveg frá því að ég var krakki og ég held að það sé ennþá draumahlutverkið,“ sagði Steindi en innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Ísland í dag Tengdar fréttir Steindi spilaði loksins Fortnite með Ice Cold Ingi Bauer og Stefán Atli halda uppi YouTube síðunni Ice Cold þar sem þeir birta alls kyns myndbönd og bjóða upp á beinar útsendingar af tölvuleiknum vinsæla Fortnite vikulega. 17. júní 2019 15:10 Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulan Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira
Steindi spilaði loksins Fortnite með Ice Cold Ingi Bauer og Stefán Atli halda uppi YouTube síðunni Ice Cold þar sem þeir birta alls kyns myndbönd og bjóða upp á beinar útsendingar af tölvuleiknum vinsæla Fortnite vikulega. 17. júní 2019 15:10