Þetta eru félögin sem eiga möguleika á að fá Kawhi Leonard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2019 18:30 Kawhi Leonard í leik á móti Golden State Warriors í lokaúrslitum NBA 2019. Getty/Kyle Terada-Pool Kawhi Leonard er eftirsóttasti leikmaðurinn á leikmannamarkaði NBA í sumar enda nýbúinn að leiða Toronto Raptors liðið til sigurs í NBA-deildinni. Leonard er með lausan samning og getur því samið við það lið sem hann vill. Svo gæti farið að Toronto Raptors hafi hann bara í eitt tímabil. Toronto Raptors getur boðið Kawhi hæsta samninginn en það hefur lengi verið talað um að Leonard vilji helst spila í Los Angeles. Nú eru fleiri lið hins vegar á borðinu. Bandarískir fjölmiðlamenn eru að sjálfsögðu mikið að velta fyrir sér næstu skrefum Kawhi Leonard og í gær skýrðist betur við hvaða félög þessi öflugi leikmaður ætlar að tala við. Nýjustu fréttirnar eru nefnilega að Kawhi Leonard vilji ekkert heyra í fulltrúum Dallas Mavericks liðsins. Hér fyrir neðan má sjá menn ræða næstu skref í Undisputed þætti Skip og Shannon á Fox Sports 1."I'm told this morning Kawhi is not meeting with the Dallas Mavericks. I don't know where that's coming from, but I think he'll meet with the New York teams, he'll meet with the LA area teams and possibly Philadelphia. ... Toronto is in danger of losing him." —@Chris_Broussardpic.twitter.com/ZAmQZRlmo6 — UNDISPUTED (@undisputed) June 25, 2019Chris Broussard er á kafi í þessum málum og fór betur yfir það sem hann hefur heyrt af áætlunum Kawhi Leonard í næstu viku. Samkvæmt því ætlar Kawhi Leonard að ræða við New York Knicks, bæði Los Angeles liðin og mögulega Philadelphia 76ers. Samkvæmt Broussard eru töluverðar líkur á því að Leonard fari frá Toronto Raptors. Kawhi Leonard er enn bara 27 ára gamall og hann hefur þegar unnið NBA-titilinn með tveimur félögum, San Antonio Spurs (2014) og Toronto Raptors (2019) en í bæði skiptin var hann kosinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna. Kawhi Leonard skoraði 30,5 stig að meðaltali í leik með Toronto Raptors í úrslitakeppninni í ár og á ferlinum hefur hann skorað mun fleiri stig í leik í úrslitakeppni (19,6) heldur en í deildarkeppni (13,3). Það fer því ekkert á milli mála að kappinn kann vel við sig á stærsta sviðinu.The Lakers have believed for weeks -- even before they acquired Anthony Davis -- that they would factor into the Kawhi Leonard chase. This has been widely billed as a two-team race between the Clippers and Toronto, but the Lakers' chance to hush their skeptics is fast approaching — Marc Stein (@TheSteinLine) June 25, 2019 NBA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Kawhi Leonard er eftirsóttasti leikmaðurinn á leikmannamarkaði NBA í sumar enda nýbúinn að leiða Toronto Raptors liðið til sigurs í NBA-deildinni. Leonard er með lausan samning og getur því samið við það lið sem hann vill. Svo gæti farið að Toronto Raptors hafi hann bara í eitt tímabil. Toronto Raptors getur boðið Kawhi hæsta samninginn en það hefur lengi verið talað um að Leonard vilji helst spila í Los Angeles. Nú eru fleiri lið hins vegar á borðinu. Bandarískir fjölmiðlamenn eru að sjálfsögðu mikið að velta fyrir sér næstu skrefum Kawhi Leonard og í gær skýrðist betur við hvaða félög þessi öflugi leikmaður ætlar að tala við. Nýjustu fréttirnar eru nefnilega að Kawhi Leonard vilji ekkert heyra í fulltrúum Dallas Mavericks liðsins. Hér fyrir neðan má sjá menn ræða næstu skref í Undisputed þætti Skip og Shannon á Fox Sports 1."I'm told this morning Kawhi is not meeting with the Dallas Mavericks. I don't know where that's coming from, but I think he'll meet with the New York teams, he'll meet with the LA area teams and possibly Philadelphia. ... Toronto is in danger of losing him." —@Chris_Broussardpic.twitter.com/ZAmQZRlmo6 — UNDISPUTED (@undisputed) June 25, 2019Chris Broussard er á kafi í þessum málum og fór betur yfir það sem hann hefur heyrt af áætlunum Kawhi Leonard í næstu viku. Samkvæmt því ætlar Kawhi Leonard að ræða við New York Knicks, bæði Los Angeles liðin og mögulega Philadelphia 76ers. Samkvæmt Broussard eru töluverðar líkur á því að Leonard fari frá Toronto Raptors. Kawhi Leonard er enn bara 27 ára gamall og hann hefur þegar unnið NBA-titilinn með tveimur félögum, San Antonio Spurs (2014) og Toronto Raptors (2019) en í bæði skiptin var hann kosinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna. Kawhi Leonard skoraði 30,5 stig að meðaltali í leik með Toronto Raptors í úrslitakeppninni í ár og á ferlinum hefur hann skorað mun fleiri stig í leik í úrslitakeppni (19,6) heldur en í deildarkeppni (13,3). Það fer því ekkert á milli mála að kappinn kann vel við sig á stærsta sviðinu.The Lakers have believed for weeks -- even before they acquired Anthony Davis -- that they would factor into the Kawhi Leonard chase. This has been widely billed as a two-team race between the Clippers and Toronto, but the Lakers' chance to hush their skeptics is fast approaching — Marc Stein (@TheSteinLine) June 25, 2019
NBA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum