Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2019 07:37 Markmið Mueller með óvæntum blaðamannafundi í síðasta mánuði virtist meðal annars að fyrirbyggja að hann yrði látinn bera vitni fyrir þingnefnd. Formenn tveggja nefnda hafa nú stefnt honum til þess. Vísir/EPA Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur fallist á að bera vitni fyrir tveimur þingnefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í næsta mánuði. Þar mun hann svara spurningum um rannsókn sína á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og tilraunum Donalds Trump forseta til að hindra framgang réttvísinnar. Demókratar, sem eru með meirihluta í fulltrúadeildinni, tilkynntu í gær að Mueller myndi bera vitni fyrir leyniþjónustu- og dómsmálanefndunum 17. júlí. Formenn nefndanna höfðu stefnt Mueller til að bera vitni og segir New York Times að hann hafi orðið við þeim. Mueller hefur aðeins tjáð sig einu sinni um rannsókn sína sem stóð yfir í tæp tvö ár. Á blaðamannafundi sem hann boðaði óvænt til í maí gaf hann sterklega í skyn að hann vildi ekki vera dreginn fyrir þingnefnd til að bera vitni. Mögulegur framburður hans þar myndi ekki fela í sér meira en það sem kom fram í skýrslu hans. Jerrold Nadler og Adam Schiff, formenn þingnefndanna, sögðust í bréfi til Mueller hafa skilning á því að hann hefði efasemdir um að bera vitni en þeir kröfðust þess engu að síður að hann gerði það. „Bandarískur almenningur á það skilið að heyra beint frá þér um rannsókn þína og niðurstöður. Við munum vinna með þér að því að taka á gildum áhyggjum til að verja heilindi vinnu þinnar en við búumst við því að þú komir fyrir nefndir okkar samkvæmt áætlun,“ skrifuðu formennirnir til Mueller.Gat ekki hreinsað forsetann af sök í skýrslunni Skýrsla Mueller var gerð opinber að mestu á skírdag. Samkvæmt henni gat Mueller ekki sýnt fram á að forsetaframboð Trump hefði átt í glæpsamlegu samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda jafnvel þó að í skýrslunni sé rakinn fjölda samskipta á milli þeirra. Þá tók Mueller ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar og vísaði til lögfræðiálits dómsmálaráðuneytisins um að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Greindi Mueller aftur á móti frá ellefu atriðum sem túlka mætti sem tilraunir forsetans til að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Tók Mueller sérstaklega fram í skýrslu sinni og síðar á blaðamannafundinum í síðasta mánuði að teldu saksóknarar hans að forsetinn væri saklaus af ásökunum um að hindra framgang réttvísinnar hefðu þeir lýst þeirri skoðun sinni. Þeir gætu ekki hreinsað forsetann af sök. Hvíta húsið hefur undanfarið sóst eftir að stöðva tilraunir demókrata í fulltrúadeildinni til að rannsaka Trump og ýmsar stjórnarathafnir. Þannig hefur það skipað núverandi og fyrrverandi embættismönnum að hunsa stefnur þingnefnda um gögn og vitnisburð. Ekki er ljóst hvort að Hvíta húsið muni reyna að koma í veg fyrir að Mueller beri vitni. Nær öruggt er að fjaðrafok verði í kringum vitnisburð Mueller í Bandaríkjaþingi. Líklegt er að framburður hans verði sendur út í beinni sjónvarpsútsendingu þar sem demókratar munu reyna að fá upp úr Mueller upplýsingar um mögulega glæpi forsetans en repúblikanar gera sitt besta til að verja hann í bak og fyrir. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Rannsókn á Rússarannsókninni beinist að leyniþjónustunni Dómsmálaráðuneyti Trump vill ræða við útsendara CIA sem unnu að greiningu á herferð Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. 12. júní 2019 23:42 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur fallist á að bera vitni fyrir tveimur þingnefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í næsta mánuði. Þar mun hann svara spurningum um rannsókn sína á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og tilraunum Donalds Trump forseta til að hindra framgang réttvísinnar. Demókratar, sem eru með meirihluta í fulltrúadeildinni, tilkynntu í gær að Mueller myndi bera vitni fyrir leyniþjónustu- og dómsmálanefndunum 17. júlí. Formenn nefndanna höfðu stefnt Mueller til að bera vitni og segir New York Times að hann hafi orðið við þeim. Mueller hefur aðeins tjáð sig einu sinni um rannsókn sína sem stóð yfir í tæp tvö ár. Á blaðamannafundi sem hann boðaði óvænt til í maí gaf hann sterklega í skyn að hann vildi ekki vera dreginn fyrir þingnefnd til að bera vitni. Mögulegur framburður hans þar myndi ekki fela í sér meira en það sem kom fram í skýrslu hans. Jerrold Nadler og Adam Schiff, formenn þingnefndanna, sögðust í bréfi til Mueller hafa skilning á því að hann hefði efasemdir um að bera vitni en þeir kröfðust þess engu að síður að hann gerði það. „Bandarískur almenningur á það skilið að heyra beint frá þér um rannsókn þína og niðurstöður. Við munum vinna með þér að því að taka á gildum áhyggjum til að verja heilindi vinnu þinnar en við búumst við því að þú komir fyrir nefndir okkar samkvæmt áætlun,“ skrifuðu formennirnir til Mueller.Gat ekki hreinsað forsetann af sök í skýrslunni Skýrsla Mueller var gerð opinber að mestu á skírdag. Samkvæmt henni gat Mueller ekki sýnt fram á að forsetaframboð Trump hefði átt í glæpsamlegu samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda jafnvel þó að í skýrslunni sé rakinn fjölda samskipta á milli þeirra. Þá tók Mueller ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar og vísaði til lögfræðiálits dómsmálaráðuneytisins um að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Greindi Mueller aftur á móti frá ellefu atriðum sem túlka mætti sem tilraunir forsetans til að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Tók Mueller sérstaklega fram í skýrslu sinni og síðar á blaðamannafundinum í síðasta mánuði að teldu saksóknarar hans að forsetinn væri saklaus af ásökunum um að hindra framgang réttvísinnar hefðu þeir lýst þeirri skoðun sinni. Þeir gætu ekki hreinsað forsetann af sök. Hvíta húsið hefur undanfarið sóst eftir að stöðva tilraunir demókrata í fulltrúadeildinni til að rannsaka Trump og ýmsar stjórnarathafnir. Þannig hefur það skipað núverandi og fyrrverandi embættismönnum að hunsa stefnur þingnefnda um gögn og vitnisburð. Ekki er ljóst hvort að Hvíta húsið muni reyna að koma í veg fyrir að Mueller beri vitni. Nær öruggt er að fjaðrafok verði í kringum vitnisburð Mueller í Bandaríkjaþingi. Líklegt er að framburður hans verði sendur út í beinni sjónvarpsútsendingu þar sem demókratar munu reyna að fá upp úr Mueller upplýsingar um mögulega glæpi forsetans en repúblikanar gera sitt besta til að verja hann í bak og fyrir.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Rannsókn á Rússarannsókninni beinist að leyniþjónustunni Dómsmálaráðuneyti Trump vill ræða við útsendara CIA sem unnu að greiningu á herferð Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. 12. júní 2019 23:42 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48
Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Rannsókn á Rússarannsókninni beinist að leyniþjónustunni Dómsmálaráðuneyti Trump vill ræða við útsendara CIA sem unnu að greiningu á herferð Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. 12. júní 2019 23:42
Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43