Körfubolti

Jakob fær tækifæri til að verða sænskur meistari í annað sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jakob skoraði fjögur stig í dag.
Jakob skoraði fjögur stig í dag. vísir/anton
Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Borås Basket eru komnir í úrslit um sænska meistaratitilinn í körfubolta.

Borås tryggði sér sæti í úrslitunum með sigri á Norrköping Dolphins, 82-90, á útivelli í dag.

Borås vann einvígið, 4-2, og mætir annað hvort Södertälje Kings eða Jämtland í úrslitunum. Staðan í einvígi þeirra er 3-2, Södertälje í vil.

Þetta er í fyrsta sinn frá tímabilinu 1999-2000 sem Borås kemst í úrslit um sænska meistaratitilinn. Þá tapaði liðið fyrir Plannja Basket, 3-1. Borås komst einnig í úrslit 1996-97 en tapaði einnig þá fyrir Plannja, 3-1.

Jakob skoraði fjögur stig og tók þrjú fráköst á rúmum 22 mínútum í leiknum í dag.

Hann varð sænskur meistari með Sundsvall Dragons 2011 og getur nú endurtekið leikinn með Borås.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×