Dagur umhverfisins Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 25. apríl 2019 10:00 Gleðilegt sumar! Dag umhverfisins ber að þessu sinni upp á sumardaginn fyrsta. Þannig rennur saman fögnuður yfir björtum sumarkvöldum og umhverfismálum sem varða framtíð okkar allra. Þennan dag árið 1762 fæddist Sveinn Pálsson en hann var fyrstur Íslendinga til að nema náttúruvísindi og orðaði meðal annars þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun. Loftslagsmál og náttúruvernd Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú unnið hörðum höndum að aðgerðum vegna loftslagsbreytinga. Meðal annars hefur verið unnið að mikilvægum breytingum á loftslagslögum og nýlega var Loftslagsstefna Stjórnarráðsins kynnt en hún mun hafa margfeldisáhrif út í samfélagið. Fleiri verkefni verða kynnt í vor. Sérstakt átak um friðlýsingar er í fullum gangi en eitt af mínum fyrstu verkum sem ráðherra var að koma á fót teymi milli umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar sem vinnur nú að því að friðlýsa svæði sem eru í verndarflokki rammaáætlunar, svæði á eldri náttúruverndaráætlunum og svæði sem eru undir álagi ferðamanna. Á sama tíma vinnur þverpólitísk nefnd með fulltrúum allra flokka að undirbúningi að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, í samræmi við stjórnarsáttmálann. Einnig er unnið jafnt og þétt að mikilli uppbyggingu innviða til verndar náttúru landsins og menningarsögulegum minjum vítt og breitt um landið. Nýlega var kynnt um úthlutun úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verkefna á yfir 100 stöðum um allt land og þau tímamót hafa orðið að stóraukin áhersla er lögð á landvörslu. Margt annað gleðilegt má nefna á Degi umhverfisins: Ríkisstjórnin hefur samþykkt að Ísland fullgildi Landslagssamning Evrópu; barátta gegn plastmengun, neyslu og sóun hefur verið tekin föstum tökum; og ný heildarlög um skipulag haf- og strandsvæða, landgræðslu og skógrækt munu marka vatnaskil. Það er einstakt að finna þann mikla áhuga sem er á umhverfismálum í samfélaginu. Við í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu óskum landsmönnum öllum innilega til hamingju með daginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Gleðilegt sumar! Dag umhverfisins ber að þessu sinni upp á sumardaginn fyrsta. Þannig rennur saman fögnuður yfir björtum sumarkvöldum og umhverfismálum sem varða framtíð okkar allra. Þennan dag árið 1762 fæddist Sveinn Pálsson en hann var fyrstur Íslendinga til að nema náttúruvísindi og orðaði meðal annars þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun. Loftslagsmál og náttúruvernd Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú unnið hörðum höndum að aðgerðum vegna loftslagsbreytinga. Meðal annars hefur verið unnið að mikilvægum breytingum á loftslagslögum og nýlega var Loftslagsstefna Stjórnarráðsins kynnt en hún mun hafa margfeldisáhrif út í samfélagið. Fleiri verkefni verða kynnt í vor. Sérstakt átak um friðlýsingar er í fullum gangi en eitt af mínum fyrstu verkum sem ráðherra var að koma á fót teymi milli umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar sem vinnur nú að því að friðlýsa svæði sem eru í verndarflokki rammaáætlunar, svæði á eldri náttúruverndaráætlunum og svæði sem eru undir álagi ferðamanna. Á sama tíma vinnur þverpólitísk nefnd með fulltrúum allra flokka að undirbúningi að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, í samræmi við stjórnarsáttmálann. Einnig er unnið jafnt og þétt að mikilli uppbyggingu innviða til verndar náttúru landsins og menningarsögulegum minjum vítt og breitt um landið. Nýlega var kynnt um úthlutun úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verkefna á yfir 100 stöðum um allt land og þau tímamót hafa orðið að stóraukin áhersla er lögð á landvörslu. Margt annað gleðilegt má nefna á Degi umhverfisins: Ríkisstjórnin hefur samþykkt að Ísland fullgildi Landslagssamning Evrópu; barátta gegn plastmengun, neyslu og sóun hefur verið tekin föstum tökum; og ný heildarlög um skipulag haf- og strandsvæða, landgræðslu og skógrækt munu marka vatnaskil. Það er einstakt að finna þann mikla áhuga sem er á umhverfismálum í samfélaginu. Við í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu óskum landsmönnum öllum innilega til hamingju með daginn.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun