3. orkupakki ESB, kvótinn og umræðan Grétar Mar Jónsson skrifar 25. apríl 2019 10:00 Frjálslyndi flokkurinn mótmælir ákvörðun stjórnvalda um að lögleiða 3. orkupakkann og að Ísland verði hluti af innri raforkumarkaði ESB. Ísland, eyja í Norðurhöfum, er ekki tengd eða hluti af innra raforkumarkaði meginlands Evrópu. Kolefnalaus raforka mun skipta sköpum fyrir velmegun á Íslandi í framtíðinni. Með innleiðingu 3. orkupakkans afsalar Ísland sér ákvörðunarvaldi yfir mestu náttúruauðlind sinni í hendur ESB og Ísland mun ekki hafa ákvörðunarvald um aðgang erlendra aðila að Íslandshluta raforkumarkaðarins. ESB-lög munu ráða, ekki íslensk,og fyrirvarar um annað munu ekki halda gegn ofurvaldi Brusselreglna. Sæstrengur mun lúta ESB-reglum. Stjórnvöld gæta ekki hagsmuna Íslands um helstu auðlind þjóðarinnar og hræðslan við Brusselvaldið og ímyndaðar afleiðingar rekur íslensk stjórnvöld áfram. Stjórnvöld hafa ekki bent Brussel á að líta á sjókort og hnattstöðu Íslands í málinu en skýla sér á bak við álit fræðimanna við þessa stórpólitísku ákvörðun. Af er sem áður var á tímum þroskastríða. Innleiðing 3. orkupakkans færir orkuauðlindir landsins nær erlendum fjárfestum án aðkomu Íslands eða tillits til íslenskra almannahagsmuna. Með kvótann gerðist þetta í skrefum, nú er það með pökkum 3, 4, 5 og 6. Erlendir aðilar hafa þegar fjárfest í íslenskum orkufyrirtækjum, að ógleymdum uppkaupum á íslensku landi án nokkurrar mótstöðu stjórnvalda. Fiskiveiðiauðlindin var færð örfáum útgerðarmönnun með tilheyrandi hruni sjávarbyggða í landinu. Í framtíðinni gæti orkuauðlind Íslendinga orðið að stórum hluta í höndum innlendra og erlendra fjárfesta, til hagsbóta fyrir þá en ekki íslenskt samfélag með augljósum afleiðingum fyrir byggð í öllu landinu. Því sem sérhagsmunaöflum tókst með kvótakerfinu ætla núverandi stjórnvöld að leggja grunninn að með 3. orkupakkanum frá ESB. Kvótakerfið hefur byggt á því að stjórnmálamenn hafa getað skýlt sér á bak við fræðimenn, bæði hvað varðar bókhald og lífríki. Sjávarbyggðir landsins hafa ekki verið hluti af þeirri fræðiformúlu. Kvótaflokkarnir hafa verið dyggilega studdir af einnarskoðunarkerfi sem þeir hafa búið til með Ríkisútvarpið og dagblöðin tvö fremst í flokki. Vel rökstuddum tillögum um úrbætur er ekki svarað og þær jaðarsettar, slík er samfélagsumræðan. Nú síðast tillögur um frjálsar innfjarðaveiðar sem byggja á líffræði fjarðanna. (Sjá FTI.is 26.01.19) Sama er varðandi 3. orkupakkann. Íslenskt fræðimannasamfélag er hluti af embættismannakerfi landsins. Þegar Ísland fær dóma í mannréttindamálum erlendis kalla stjórnmálaleiðtogar eftir hjálp erlendra fræðimanna þegar heimatilbúni einnarskoðunarrétttrúnaðurinn býður hnekki. Verkalýðshreyfingin bjó við slíkan áróður fjölmiðla og innlendra fræðimanna í aðdraganda þeirra kjarasamninga sem nú eru í höfn og hafði sigur engu að síður. Baráttan gegn 3. orkupakkanum er sama eðlis enda barátta fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Frjálslyndi flokkurinn mótmælir ákvörðun stjórnvalda um að lögleiða 3. orkupakkann og að Ísland verði hluti af innri raforkumarkaði ESB. Ísland, eyja í Norðurhöfum, er ekki tengd eða hluti af innra raforkumarkaði meginlands Evrópu. Kolefnalaus raforka mun skipta sköpum fyrir velmegun á Íslandi í framtíðinni. Með innleiðingu 3. orkupakkans afsalar Ísland sér ákvörðunarvaldi yfir mestu náttúruauðlind sinni í hendur ESB og Ísland mun ekki hafa ákvörðunarvald um aðgang erlendra aðila að Íslandshluta raforkumarkaðarins. ESB-lög munu ráða, ekki íslensk,og fyrirvarar um annað munu ekki halda gegn ofurvaldi Brusselreglna. Sæstrengur mun lúta ESB-reglum. Stjórnvöld gæta ekki hagsmuna Íslands um helstu auðlind þjóðarinnar og hræðslan við Brusselvaldið og ímyndaðar afleiðingar rekur íslensk stjórnvöld áfram. Stjórnvöld hafa ekki bent Brussel á að líta á sjókort og hnattstöðu Íslands í málinu en skýla sér á bak við álit fræðimanna við þessa stórpólitísku ákvörðun. Af er sem áður var á tímum þroskastríða. Innleiðing 3. orkupakkans færir orkuauðlindir landsins nær erlendum fjárfestum án aðkomu Íslands eða tillits til íslenskra almannahagsmuna. Með kvótann gerðist þetta í skrefum, nú er það með pökkum 3, 4, 5 og 6. Erlendir aðilar hafa þegar fjárfest í íslenskum orkufyrirtækjum, að ógleymdum uppkaupum á íslensku landi án nokkurrar mótstöðu stjórnvalda. Fiskiveiðiauðlindin var færð örfáum útgerðarmönnun með tilheyrandi hruni sjávarbyggða í landinu. Í framtíðinni gæti orkuauðlind Íslendinga orðið að stórum hluta í höndum innlendra og erlendra fjárfesta, til hagsbóta fyrir þá en ekki íslenskt samfélag með augljósum afleiðingum fyrir byggð í öllu landinu. Því sem sérhagsmunaöflum tókst með kvótakerfinu ætla núverandi stjórnvöld að leggja grunninn að með 3. orkupakkanum frá ESB. Kvótakerfið hefur byggt á því að stjórnmálamenn hafa getað skýlt sér á bak við fræðimenn, bæði hvað varðar bókhald og lífríki. Sjávarbyggðir landsins hafa ekki verið hluti af þeirri fræðiformúlu. Kvótaflokkarnir hafa verið dyggilega studdir af einnarskoðunarkerfi sem þeir hafa búið til með Ríkisútvarpið og dagblöðin tvö fremst í flokki. Vel rökstuddum tillögum um úrbætur er ekki svarað og þær jaðarsettar, slík er samfélagsumræðan. Nú síðast tillögur um frjálsar innfjarðaveiðar sem byggja á líffræði fjarðanna. (Sjá FTI.is 26.01.19) Sama er varðandi 3. orkupakkann. Íslenskt fræðimannasamfélag er hluti af embættismannakerfi landsins. Þegar Ísland fær dóma í mannréttindamálum erlendis kalla stjórnmálaleiðtogar eftir hjálp erlendra fræðimanna þegar heimatilbúni einnarskoðunarrétttrúnaðurinn býður hnekki. Verkalýðshreyfingin bjó við slíkan áróður fjölmiðla og innlendra fræðimanna í aðdraganda þeirra kjarasamninga sem nú eru í höfn og hafði sigur engu að síður. Baráttan gegn 3. orkupakkanum er sama eðlis enda barátta fyrir sjálfstæði þjóðarinnar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun