Með sól í sinni Davíð Stefánsson skrifar 17. júní 2019 10:00 Í dag fögnum við 75 ára afmæli lýðveldis á Íslandi. Með gildistöku lýðveldisstjórnarskrár hinn 17. júní 1944 var konungdæmi á Íslandi endanlega afnumið en það hafði þá ríkt frá samþykkt Gamla sáttmála árið 1262-1264. Það var ekki fjölmenn þjóð sem fagnaði á Þingvöllum fyrir 75 árum. Íslendingar voru þá aðeins um 126 þúsund. Þrátt fyrir það vantaði ekki stórhug og bjartsýni á það hverju sjálfstæð þjóð fengi áorkað. Þetta var forboði fagurs dags. Þá kvað Hulda: „Syng, frelsissöngva, frjálsa þjóð, við fánans bjarta þyt.“ Þroskasaga smáþjóðarinnar hefur einkennst af ótrúlegum breytingum og framförum bæði í efnahagslegu og menningarlegu tilliti. Af því eigum við að vera stolt enda er þjóðrækni ekki þjóðremba. Blómlegt atvinnulíf, menningarlíf og menntakerfi varð okkur aflvaki til að byggja hér farsælt samfélag. Frjálst athafnalíf varð lykill að lífskjörum þjóðarinnar. Íslenskir leiðtogar og þjóðin sjálf skildu að eyjan Ísland ætti ekki að vera eyland í samfélagi þjóðanna. Tækifæri smáþjóða til áhrifa og aukinnar hagsældar lægju í frjálsum viðskiptum og samvinnu við aðrar þjóðir. Ísland ætti samleið með Evrópu. Í mörgu er Ísland fyrirmynd annarra þjóða. Á Íslandi er til að mynda fyrirmyndarhagkerfi á mælikvörðum hagvaxtar og ýmissa félagslegra þátta. Hér njóta fleiri efnahagslegs ávinnings en víða annars staðar. Hér er auk þess jöfnuður meiri en í flestum ríkjum og fátækt er minni en í velferðarríkjum Noregs, Finnlands og Svíþjóðar. Jöfnuður milli kynslóða er meiri en víðast hvar. Þá eru Íslendingar leiðandi meðal þjóða í jafnréttismálum. Þjóðhátíðardagur er dagur æskunnar. Þegar horft er til hennar er fullt tilefni til bjartsýni. Heimurinn er allur undir. Unga kynslóðin er uppfull af hugmyndum, baráttugleði og víðsýni með skilning á því að verkefni framtíðarinnar á borð við umhverfismál, verði ekki leyst nema með samvinnu þjóða. Ekki má þó gleyma þeim sem eldri eru. Það ætti að vera okkur áleitin spurning hvernig við ávöxtum þann arf, sem liðnar kynslóðir hafa skilað okkur. Þær kynslóðir sem lögðu þennan góða grunn mættu njóta meiri virðingar. Við eigum þeirra framfarahug og bjartsýni mikið að þakka. Enda var það svo að þrátt fyrir votviðrið á Þingvöllum þennan dag fyrir 75 árum var sól í sinni. Það er enn litlum þjóðum mikilvægt. Gleðilega þjóðhátíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 17. júní Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við 75 ára afmæli lýðveldis á Íslandi. Með gildistöku lýðveldisstjórnarskrár hinn 17. júní 1944 var konungdæmi á Íslandi endanlega afnumið en það hafði þá ríkt frá samþykkt Gamla sáttmála árið 1262-1264. Það var ekki fjölmenn þjóð sem fagnaði á Þingvöllum fyrir 75 árum. Íslendingar voru þá aðeins um 126 þúsund. Þrátt fyrir það vantaði ekki stórhug og bjartsýni á það hverju sjálfstæð þjóð fengi áorkað. Þetta var forboði fagurs dags. Þá kvað Hulda: „Syng, frelsissöngva, frjálsa þjóð, við fánans bjarta þyt.“ Þroskasaga smáþjóðarinnar hefur einkennst af ótrúlegum breytingum og framförum bæði í efnahagslegu og menningarlegu tilliti. Af því eigum við að vera stolt enda er þjóðrækni ekki þjóðremba. Blómlegt atvinnulíf, menningarlíf og menntakerfi varð okkur aflvaki til að byggja hér farsælt samfélag. Frjálst athafnalíf varð lykill að lífskjörum þjóðarinnar. Íslenskir leiðtogar og þjóðin sjálf skildu að eyjan Ísland ætti ekki að vera eyland í samfélagi þjóðanna. Tækifæri smáþjóða til áhrifa og aukinnar hagsældar lægju í frjálsum viðskiptum og samvinnu við aðrar þjóðir. Ísland ætti samleið með Evrópu. Í mörgu er Ísland fyrirmynd annarra þjóða. Á Íslandi er til að mynda fyrirmyndarhagkerfi á mælikvörðum hagvaxtar og ýmissa félagslegra þátta. Hér njóta fleiri efnahagslegs ávinnings en víða annars staðar. Hér er auk þess jöfnuður meiri en í flestum ríkjum og fátækt er minni en í velferðarríkjum Noregs, Finnlands og Svíþjóðar. Jöfnuður milli kynslóða er meiri en víðast hvar. Þá eru Íslendingar leiðandi meðal þjóða í jafnréttismálum. Þjóðhátíðardagur er dagur æskunnar. Þegar horft er til hennar er fullt tilefni til bjartsýni. Heimurinn er allur undir. Unga kynslóðin er uppfull af hugmyndum, baráttugleði og víðsýni með skilning á því að verkefni framtíðarinnar á borð við umhverfismál, verði ekki leyst nema með samvinnu þjóða. Ekki má þó gleyma þeim sem eldri eru. Það ætti að vera okkur áleitin spurning hvernig við ávöxtum þann arf, sem liðnar kynslóðir hafa skilað okkur. Þær kynslóðir sem lögðu þennan góða grunn mættu njóta meiri virðingar. Við eigum þeirra framfarahug og bjartsýni mikið að þakka. Enda var það svo að þrátt fyrir votviðrið á Þingvöllum þennan dag fyrir 75 árum var sól í sinni. Það er enn litlum þjóðum mikilvægt. Gleðilega þjóðhátíð.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar