Lífið

Lil Nas X er samkynhneigður

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lil Nas X var meðal þeirra sem stigu á stokk á Glaostunbury-tónlistarhátíðinni í Bretlandi síðustu helgi.
Lil Nas X var meðal þeirra sem stigu á stokk á Glaostunbury-tónlistarhátíðinni í Bretlandi síðustu helgi. Joseph Okpano/Getty
Bandaríski rapparinn Lil Nas X, sem er hvað þekktastur fyrir slagarann Old Town Road, er samkynhneigður. Þetta tilkynnti hann fylgjendum sínum á Twitter í gær.

Lil Nas X er eins og áður segir þekktastur fyrir lagið Old Town Road, en ásamt honum syngur stórsöngvarinn Billy Ray Cyrus í laginu. Hann er reyndar hvað þekktastur fyrir að vera faðir poppstjörnunnar Miley Cyrus.

Lil Nas X birti í gær tvö tíst þar sem hann „kom út úr skápnum,“ eins og það er oft kallað þegar fólk greinir frá því að það sé eitthvað annað en gagnkynhneigt.

„Sum ykkar vissu það nú þegar, sumum ykkar er alveg sama, sum ykkar munu ekki kunna að meta mig lengur. En áður en þessi mánuður er á enda vil ég að þið hlustið öll vel á c7osure,“ en c7osure er eitt laganna af fyrstu plötu Lil Nas X sem ber heitið 7.





Í öðru tísti furðaði rapparinn sig á því að fylgjendur hans hefðu ekki áttað sig á kynhneigð hans þar sem hann hafi þegar talið sig hafa komið skilaboðunum á framfæri. Þar vísar hann til plötuumslagsins fyrir 7, en á því má sjá skýjakljúf lýstan upp af regnbogalitunum, einkennislitum þeirra sem berjast fyrir réttindum hinseginfólks.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.