Lil Nas X er eins og áður segir þekktastur fyrir lagið Old Town Road, en ásamt honum syngur stórsöngvarinn Billy Ray Cyrus í laginu. Hann er reyndar hvað þekktastur fyrir að vera faðir poppstjörnunnar Miley Cyrus.
Lil Nas X birti í gær tvö tíst þar sem hann „kom út úr skápnum,“ eins og það er oft kallað þegar fólk greinir frá því að það sé eitthvað annað en gagnkynhneigt.
„Sum ykkar vissu það nú þegar, sumum ykkar er alveg sama, sum ykkar munu ekki kunna að meta mig lengur. En áður en þessi mánuður er á enda vil ég að þið hlustið öll vel á c7osure,“ en c7osure er eitt laganna af fyrstu plötu Lil Nas X sem ber heitið 7.
some of y’all already know, some of y’all don’t care, some of y’all not gone fwm no more. but before this month ends i want y’all to listen closely to c7osure. pic.twitter.com/O9krBLllqQ
— nope (@LilNasX) June 30, 2019
Í öðru tísti furðaði rapparinn sig á því að fylgjendur hans hefðu ekki áttað sig á kynhneigð hans þar sem hann hafi þegar talið sig hafa komið skilaboðunum á framfæri. Þar vísar hann til plötuumslagsins fyrir 7, en á því má sjá skýjakljúf lýstan upp af regnbogalitunum, einkennislitum þeirra sem berjast fyrir réttindum hinseginfólks.
deadass thought i made it obvious pic.twitter.com/HFCbVqBkLM
— nope (@LilNasX) June 30, 2019