Aðeins ein leið að Háskólanum í Reykjavík vegna framkvæmda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2019 19:30 Hagsmunafulltrúi stúdentafélags Háskólans í Reykjavík biðlar til nemenda að leggja fyrr af stað í skólann vegna vegalokana, en Nauthólsvegur frá Miklabraut verður lokaður vegna framkvæmda og því aðeins ein leið að skólanum. Framkvæmdir á Nauthólsvegi felast í hækkun vegarins á 400 metra kafla með tilheyrandi ofanvatnslögnum, frágangi lagna fjarskiptafyrirtækja og götulýsingu. Á þriðjudaginn hefst skólahald Háskólans í Reykjavík að nýju með tilheyrandi bílaumferð. „Hún er ansi erfið sérstaklega á milli hálf átta til níu þannig þetta getur verið mjög þreytandi,“ sagði Guðlaugur Þór Gunnarsson, hagsmunafulltrúi SFHR. Í fréttinni kom fram að eins og flestum er kunnugt er umferðin um Miklabraut ansi þung á morgnana og síðdegis. Umferðin verður enn þyngri þegar skólahald Háskólans í Reykjavíkur hefst að nýju í næstu viku þar sem einungis einn vegur er að skólanum vegna framkvæmda. Eina leiðin að skólanum er frá Bústaðarvegi inn að Flugvallarvegi á meðan framkvæmdir fara fram á Nauthólsvegi út að Miklabraut. Því munu bílar úr öllum áttum þurfa að fara inn Flugvallarveg. „Það mun vera þannig að allir sama hvaðan þeir koma þurfa að fara í gegnum einn veg og það muni skila sér í mikilli teppu,“ sagði Guðlaugur. Í skriflegu svari frá Reykjavíkurborg við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að gert sé ráð fyrir að Malbikun vegarins hefjist í lok næstu viku en út ágústmánuð verði áfram unnið að frágangi meðfram veginum. Þá vísar borgin nemendum og starfsólki fyrirtækja í kring á hjólaleiðir meðfram sjónum. „Fara fyrr á fætur fyrr af stað og halda ró. Eins ef þú getur fengið far með félaga þá endilega að gera það,“ sagði Guðlaugur. Eins og sjá má er vegurinn lokaður.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Reykjavík Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Hagsmunafulltrúi stúdentafélags Háskólans í Reykjavík biðlar til nemenda að leggja fyrr af stað í skólann vegna vegalokana, en Nauthólsvegur frá Miklabraut verður lokaður vegna framkvæmda og því aðeins ein leið að skólanum. Framkvæmdir á Nauthólsvegi felast í hækkun vegarins á 400 metra kafla með tilheyrandi ofanvatnslögnum, frágangi lagna fjarskiptafyrirtækja og götulýsingu. Á þriðjudaginn hefst skólahald Háskólans í Reykjavík að nýju með tilheyrandi bílaumferð. „Hún er ansi erfið sérstaklega á milli hálf átta til níu þannig þetta getur verið mjög þreytandi,“ sagði Guðlaugur Þór Gunnarsson, hagsmunafulltrúi SFHR. Í fréttinni kom fram að eins og flestum er kunnugt er umferðin um Miklabraut ansi þung á morgnana og síðdegis. Umferðin verður enn þyngri þegar skólahald Háskólans í Reykjavíkur hefst að nýju í næstu viku þar sem einungis einn vegur er að skólanum vegna framkvæmda. Eina leiðin að skólanum er frá Bústaðarvegi inn að Flugvallarvegi á meðan framkvæmdir fara fram á Nauthólsvegi út að Miklabraut. Því munu bílar úr öllum áttum þurfa að fara inn Flugvallarveg. „Það mun vera þannig að allir sama hvaðan þeir koma þurfa að fara í gegnum einn veg og það muni skila sér í mikilli teppu,“ sagði Guðlaugur. Í skriflegu svari frá Reykjavíkurborg við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að gert sé ráð fyrir að Malbikun vegarins hefjist í lok næstu viku en út ágústmánuð verði áfram unnið að frágangi meðfram veginum. Þá vísar borgin nemendum og starfsólki fyrirtækja í kring á hjólaleiðir meðfram sjónum. „Fara fyrr á fætur fyrr af stað og halda ró. Eins ef þú getur fengið far með félaga þá endilega að gera það,“ sagði Guðlaugur. Eins og sjá má er vegurinn lokaður.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT
Reykjavík Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira