Ísland fær aftur CrossFit mót en nú fer það fram í apríl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 12:00 Annie Mist, Katrín Tanja og Sara kepptu allar á heimsleiknum í ár en engin þeirra var með á CrossFit mótinu á Íslandi fyrr á þessu ári. Kannski breytist það á mótinu sem verður í mars. Fréttablaðið/Ernir Ísland mun halda eitt af 28 CrossFit mótum sem munu gefa sæti á heimsleikunum 2020 en CrossFit samtökin hafa gefið út hvar og hvenær þessi mót fara fram. Reykjavík CrossFit Championship fór fram frá 3. til 5. maí í ár en færist nú fram um næstum því tvo mánuði. Reykjavík CrossFit Championship 2020 fer fram frá 3. til 5. apríl. Það var fyrst sett frá 13. til 15. mars en hefur nú verið fært fram um mánuð. Stærstu íslensku CrossFit stjörnurnar voru búnar að tryggja sig inn á heimsleikana þegar mótið fór fram í maí en nú verður vonandi eftirsóknarverðara fyrir þær að keppa á heimavelli. Íslenska CrossFit fólkið mun þó fá fullt af tækifærum til að tryggja sér sína farseðla fyrir mótið á Íslandi sem verður númer tólfta í röðinni af mótum sem gefa sæti á heimsleikunum. CrossFit Sanctionals tímabilið fer nú fram frá nóvember 2019 til byrjun júlí 2020. Í fyrra fór bara eitt CrossFit mót fram fyrir áramót en nú verða fjögur CrossFit mót í lok þessa árs. Alls fara fram 28 mót í 21 landi og verða þau í sex heimsálfum.CALENDARIO 2020 CrossFit. 28 eventos, 21 países diferentes y 6 continentes . El 10 de octubre comienzan 5 semanas de Open 2020.Más tarde comienzan los eventos oficiales que dan a sus ganadores pase directo a los #CrossFitGames 2020. By #TheTraktor#CrossFitpic.twitter.com/9sg4Q7MbZA — J.M. Orozco (@aurus957) August 8, 2019Löndin sem fá að halda CrossFit mót á næsta tímabili eru auk Íslands: Bandaríkin, Kína, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Írland, Argentína, Bretland, Suður Afríka, Noregur, Brasilía, Ástralía, Þýskaland, Kanada, Egyptaland, Ítalía, Spánn, Holland, Frakkland og Mexíkó. Dúbæ mótið var fyrsta mótið í fyrra og fór það fram í desember. Fyrsta mótið í ár sem gefur sæti á heimsleikunum í CrossFit 2020 fer nú fram frá 22. til 24 nóvember og verður í Dublin á Írlandi. Mótið heitir CrossFit Filthy 150. Mót númer tvö fer fram í Kína og Dubai CrossFit Championship er nú þriðja í röðinni. Það verður einnig mót í Argentínu rétt fyrir jólin. Sigurvegarar í karla- og kvennaflokki á öllum 28 CrossFit mótunum tryggja sér sæti á heimsleikunum 2020. Þangað komast líka tuttugu efstu í „Open“ hlutanum auk þeirra bestu frá hverju landi eins og var einnig í ár. Þátttökufjöldinn á heimsleikunum 2020 verður því svipaður í ár þegar hann tók mikið stökk og CrossFit samtökin tóku upp umdeildan niðurskurð í miðri keppni. CrossFit Reykjavík Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira
Ísland mun halda eitt af 28 CrossFit mótum sem munu gefa sæti á heimsleikunum 2020 en CrossFit samtökin hafa gefið út hvar og hvenær þessi mót fara fram. Reykjavík CrossFit Championship fór fram frá 3. til 5. maí í ár en færist nú fram um næstum því tvo mánuði. Reykjavík CrossFit Championship 2020 fer fram frá 3. til 5. apríl. Það var fyrst sett frá 13. til 15. mars en hefur nú verið fært fram um mánuð. Stærstu íslensku CrossFit stjörnurnar voru búnar að tryggja sig inn á heimsleikana þegar mótið fór fram í maí en nú verður vonandi eftirsóknarverðara fyrir þær að keppa á heimavelli. Íslenska CrossFit fólkið mun þó fá fullt af tækifærum til að tryggja sér sína farseðla fyrir mótið á Íslandi sem verður númer tólfta í röðinni af mótum sem gefa sæti á heimsleikunum. CrossFit Sanctionals tímabilið fer nú fram frá nóvember 2019 til byrjun júlí 2020. Í fyrra fór bara eitt CrossFit mót fram fyrir áramót en nú verða fjögur CrossFit mót í lok þessa árs. Alls fara fram 28 mót í 21 landi og verða þau í sex heimsálfum.CALENDARIO 2020 CrossFit. 28 eventos, 21 países diferentes y 6 continentes . El 10 de octubre comienzan 5 semanas de Open 2020.Más tarde comienzan los eventos oficiales que dan a sus ganadores pase directo a los #CrossFitGames 2020. By #TheTraktor#CrossFitpic.twitter.com/9sg4Q7MbZA — J.M. Orozco (@aurus957) August 8, 2019Löndin sem fá að halda CrossFit mót á næsta tímabili eru auk Íslands: Bandaríkin, Kína, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Írland, Argentína, Bretland, Suður Afríka, Noregur, Brasilía, Ástralía, Þýskaland, Kanada, Egyptaland, Ítalía, Spánn, Holland, Frakkland og Mexíkó. Dúbæ mótið var fyrsta mótið í fyrra og fór það fram í desember. Fyrsta mótið í ár sem gefur sæti á heimsleikunum í CrossFit 2020 fer nú fram frá 22. til 24 nóvember og verður í Dublin á Írlandi. Mótið heitir CrossFit Filthy 150. Mót númer tvö fer fram í Kína og Dubai CrossFit Championship er nú þriðja í röðinni. Það verður einnig mót í Argentínu rétt fyrir jólin. Sigurvegarar í karla- og kvennaflokki á öllum 28 CrossFit mótunum tryggja sér sæti á heimsleikunum 2020. Þangað komast líka tuttugu efstu í „Open“ hlutanum auk þeirra bestu frá hverju landi eins og var einnig í ár. Þátttökufjöldinn á heimsleikunum 2020 verður því svipaður í ár þegar hann tók mikið stökk og CrossFit samtökin tóku upp umdeildan niðurskurð í miðri keppni.
CrossFit Reykjavík Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira