Friðarbarátta Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 07:45 Í gegnum söguna hefur maðurinn margsannað sjálfseyðingarhvöt sína. Enginn skyldi því vanmeta hæfni hans til að tortíma sér. Pólitískir leiðtogar heims, sem hafa mikil áhrif, sýna margir hverjir lítinn vilja til að gera heiminn að öruggari stað. Áhugi þeirra á því að bjarga heiminum er í algjöru lágmarki. Kannski ætti þetta sinnuleysi ekki að koma á óvart, svona miðað við gang sögunnar þar sem mikið hefur farið fyrir umfangsmiklum stríðsrekstri með tilheyrandi hörmungum. Ár hvert, þar á meðal hér á landi, minnast friðarsinnar kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki í ágústmánuði árið 1945. Frá árinu 1985 hefur sá fallegi siður tíðkast hér á landi að fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn og minnast þannig fórnarlambanna um leið og minnt er á sjálfsagða kröfu um heim án kjarnorkuvopna. Nú í kvöld verður kertum ekki bara fleytt við Reykjavíkurtjörn heldur einnig á Akureyri, Ísafirði og Patreksfirði. Ekkert bendir til að friðarsinnum verði að ósk sinni um heim án kjarnorkuvopna. Heimurinn hefur alltaf verið hættulegur staður og er það svo sannarlega nú um stundir. Á of mörgum póstum hafa hreiðrað um sig valdasjúkir ófriðarsinnar sem skemmta sér við að hafa í hótunum við önnur ríki og gætu hugsað sér að grípa til kjarnorkuvopna. Í heimildarmynd sem sýnd var fyrir skömmu á RÚV var fjallað um Stanislav Petrov, einn fárra manna sem hægt er að segja að hafi bjargað heiminum. Árið 1983 var hann yfirmaður í stjórnstöð sovéska hersins þegar mælitæki sýndu að eldflaugum væri skotið frá Bandaríkjunum í átt að Sovétríkjunum. Hann hafði ekki mikinn tíma til umhugsunar en niðurstaða hans var að mælitæki væru biluð. Hinni meintu árás var því ekki svarað með kjarnorkuflaugum. Í þessari merku heimildarmynd sagðist Petrov, sem lést fyrir tveimur árum, ekki efast um að kjarnorkuáras ætti eftir að verða með tilheyrandi eyðingu, maðurinn hefði einfaldlega ekkert lært af sögunni. Kjarnorkuváin var nýlega fest á filmu í þáttunum marglofuðu um Chernobyl-kjarnorkuslysið í Sovétríkunum árið 1986. Þar voru afleiðingar slyssins sýndar á miskunnarlausan hátt. Undir hljómaði mögnuð tónlist Hildar Guðnadóttur og jók mjög á þann beyg sem hlýtur að hafa sótt á alla þá sem horfðu á þættina. Mannkyninu gengur vissulega afar erfiðlega að læra af sögunni. Sumir læra þó. Kertafleyting í minningu fórnarlambanna í Hírósíma og Nakasaki er til marks um það. Skilaboðin sem send eru út um allan heim á þessum degi, 9. ágúst, eru: Við viljum heim án kjarnorkuvopna. Lítil von er reyndar til að þessi skilaboð rati til þeirra þjóðarleiðtoga sem helst vilja vera í stöðugum stríðsleikjum. Þeir eru ekki karakterar sem láta sér segjast. Það á hins vegar ekki að draga kjark úr öllum þeim sem þrá að lifa í friðsamlegum heimi. Það er siðferðileg skylda þeirra að leitast við að gera heiminn örlítið betri. Í heimi, sem getur verið grimmur og óréttlátur, skiptir friðarbarátta máli. Þeirri baráttu má aldrei ljúka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Sjá meira
Í gegnum söguna hefur maðurinn margsannað sjálfseyðingarhvöt sína. Enginn skyldi því vanmeta hæfni hans til að tortíma sér. Pólitískir leiðtogar heims, sem hafa mikil áhrif, sýna margir hverjir lítinn vilja til að gera heiminn að öruggari stað. Áhugi þeirra á því að bjarga heiminum er í algjöru lágmarki. Kannski ætti þetta sinnuleysi ekki að koma á óvart, svona miðað við gang sögunnar þar sem mikið hefur farið fyrir umfangsmiklum stríðsrekstri með tilheyrandi hörmungum. Ár hvert, þar á meðal hér á landi, minnast friðarsinnar kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki í ágústmánuði árið 1945. Frá árinu 1985 hefur sá fallegi siður tíðkast hér á landi að fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn og minnast þannig fórnarlambanna um leið og minnt er á sjálfsagða kröfu um heim án kjarnorkuvopna. Nú í kvöld verður kertum ekki bara fleytt við Reykjavíkurtjörn heldur einnig á Akureyri, Ísafirði og Patreksfirði. Ekkert bendir til að friðarsinnum verði að ósk sinni um heim án kjarnorkuvopna. Heimurinn hefur alltaf verið hættulegur staður og er það svo sannarlega nú um stundir. Á of mörgum póstum hafa hreiðrað um sig valdasjúkir ófriðarsinnar sem skemmta sér við að hafa í hótunum við önnur ríki og gætu hugsað sér að grípa til kjarnorkuvopna. Í heimildarmynd sem sýnd var fyrir skömmu á RÚV var fjallað um Stanislav Petrov, einn fárra manna sem hægt er að segja að hafi bjargað heiminum. Árið 1983 var hann yfirmaður í stjórnstöð sovéska hersins þegar mælitæki sýndu að eldflaugum væri skotið frá Bandaríkjunum í átt að Sovétríkjunum. Hann hafði ekki mikinn tíma til umhugsunar en niðurstaða hans var að mælitæki væru biluð. Hinni meintu árás var því ekki svarað með kjarnorkuflaugum. Í þessari merku heimildarmynd sagðist Petrov, sem lést fyrir tveimur árum, ekki efast um að kjarnorkuáras ætti eftir að verða með tilheyrandi eyðingu, maðurinn hefði einfaldlega ekkert lært af sögunni. Kjarnorkuváin var nýlega fest á filmu í þáttunum marglofuðu um Chernobyl-kjarnorkuslysið í Sovétríkunum árið 1986. Þar voru afleiðingar slyssins sýndar á miskunnarlausan hátt. Undir hljómaði mögnuð tónlist Hildar Guðnadóttur og jók mjög á þann beyg sem hlýtur að hafa sótt á alla þá sem horfðu á þættina. Mannkyninu gengur vissulega afar erfiðlega að læra af sögunni. Sumir læra þó. Kertafleyting í minningu fórnarlambanna í Hírósíma og Nakasaki er til marks um það. Skilaboðin sem send eru út um allan heim á þessum degi, 9. ágúst, eru: Við viljum heim án kjarnorkuvopna. Lítil von er reyndar til að þessi skilaboð rati til þeirra þjóðarleiðtoga sem helst vilja vera í stöðugum stríðsleikjum. Þeir eru ekki karakterar sem láta sér segjast. Það á hins vegar ekki að draga kjark úr öllum þeim sem þrá að lifa í friðsamlegum heimi. Það er siðferðileg skylda þeirra að leitast við að gera heiminn örlítið betri. Í heimi, sem getur verið grimmur og óréttlátur, skiptir friðarbarátta máli. Þeirri baráttu má aldrei ljúka.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun