Lífið

Vinsælasta hundategundin á Íslandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Labrador er vinsælastur hér á landi.
Labrador er vinsælastur hér á landi.
Hundasamfélagið er afar virkt samfélag hundaeigenda á Íslandi.

Í hópnum eru um 3000 hundaeigendur og fer oft á tíðum fram lífleg og skemmtileg umræða um hundahald á þeim vettvangi.

Þann 20. janúar varpaði Ísak Helgi Karvelsson fram þessari spurningu: Hver ætli sé vinsælasta hundategund Íslands? í hópnum og skoðanakönnun fylgdi með.

Valmöguleikarnir eru Labrador, Border Collie, Chihuahua, Íslenskur fjárhundur og Schnauzer.

Sigurvegarinn er mjög augljós og er það Labrador en þegar þessi grein er skrifuð hefur sú tegund um eitt þúsund atkvæði. Border collie kemur þar á eftir með um 600 atkvæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.