Reynslubolti í rekstri kampavínsklúbba svarar nú fyrir innherjasvik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2019 09:30 Kjartan Jónsson hafði sem fruminnherji aðgang að lykilupplýsingum hjá Icelandair Group. Vísir/Vilhelm Þrír karlmenn á fimmtugsaldri koma fyrir dómara í dag þegar aðalmeðferð í Icelandair-innherjasvikamálinu hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mennirnir neituðu allir sök í málinu þegar það var þingfest í júní í fyrra. Þeir sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir innherjaviðskipti eða hlutdeild í slíku broti. Kjartan Jónsson var forstöðumaður leiðakerfisstjórnunar Icelandair, skilgreindur í hópi lykilstarfsmanna og skráður fruminnherji hjá móðurfélaginu Icelandair Group sem skráð er á markað. Talið er að Kristján Georg Jósteinsson og Kjartan Berg Jónsson hafi nýtt sér upplýsingar frá Kjartani Jónssyni í viðskiptum með hlutabréf í flugfélaginu. Hin ætluðu brot eiga að hafa átt sér stað á tímabilinu frá október 2015 til febrúar 2017. Var hagnaðurinn af viðskiptunum 61 milljón króna. Rekið póker- og kampavínsklúbba Kristján Georg er fyrrverandi eigandi félagsins Fastreks, sem hét áður VIP Travel. Félagið er einnig ákært í málinu en viðskiptin með hlutabréfin voru gerð í nafni félagsins. VIP Travel var eitt sinn tengt kampavínsklúbbnum VIP Club í Austurstræti þar sem samskonar klúbbur er rekinn í dag undir heitinu Shooters. Greiðslur til VIP Club fóru í gegnum félagið VIP Travel. Kristján hefur rekið kampavínsklúbba í umræddu húsi í Austurstræti 12 í lengri tíma en þeir hafa heitið ýmsum nöfnum. Þá rak hann spilavítið Poker and Play í Skeifunni á árunum 2010 til 2012 en hann hlaut átján mánaða dóm fyrir þann rekstur í Hæstarétti árið 2016.Kjartani, fyrrgreindum forstöðumanni hjá Icelandair, er í málinu gefið að sök að hafa í október og nóvember 2015 nýtt VIP Travel til að kaupa hluti í Icelandair til þess eins að selja hlutina skömmu eftir að þriðja ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt. Þeim Kristjáni Georgi er gefið að sök að hafa keypt sölurétt í júlí 2016 en þá veðjuðu þeir á móti á lækkun hlutabréfanna i kjölfar annars ársfjórðungsuppgjörs þess árs. Krafa að 90 milljónir verði gerðar upptækar Þá er Kjartani Jónssyni gefið að sök að hafa í janúar og febrúar 2017 keypt sölurétt í félaginu og veðjað á að verð á hlutum í því myndi lækka í kjölfar afkomuviðvörunar sem birt var 1. febrúar það ár. Hagnaður mannanna af þessu á að hafa numið tæpum 25 milljónum króna. Kjartan á síðan að hafa hvatt þriðja manninn, nafna sinn Kjartan Berg, til hins sama. Á hann að hafa keypt sölurétt og selt í félaginu sama dag og afkomuviðvörunin var gefin út. Á hagnaður vegna þessa að hafa numið rúmum 20 milljónum króna. Mennirnir eru ýmist ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti. Þess er krafist af héraðssaksóknara að þeim verði gerð refsing auk þess sem fjármunir þeirra og félagsins Fastreks, alls að fjárhæð rúmlega 90 milljónir króna, verði gerðir upptækir. Reiknað er með því að aðalmeðferð í málinu taki tvo daga. Þrír ákærðu gefa skýrslu fyrir dómi auk þess sem fleiri vitni verða kölluð til. Dómur verður væntanlega kveðinn upp í lok febrúar. Brot mannanna á lögum um verðbréfaviðskipti varða allt að sex ára fangelsi. Þetta er í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins sem héraðssaksóknari ákærir í máli er varðar meint brot í viðskiptum með bréf í skráðu félagi. Dómsmál Icelandair Innherjasvik hjá Icelandair Tengdar fréttir Sá þriðji neitar sök í Icelandair-málinu Kristján Georg Jósteinsson neitaði sök þegar þinghaldi var framhaldið í Icelandar-innherjasvikamálinu svokallaða. 30. október 2018 10:30 Neituðu sök í Icelandair-málinu Mennirnir voru ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti en talið er að þeir hafi notfært sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. 28. júní 2018 12:02 Taldir hafa grætt um 61 milljón króna með svikum í Icelandair Innherjasvikamál fyrrverandi forstöðumanns leiðakerfisstjórnunar Icelandair, auk tveggja annarra, verður þingfest í vikunni. Talið er að brot mannanna hafi staðið yfir í rúmlega sextán mánuði. 25. júní 2018 08:00 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Þrír karlmenn á fimmtugsaldri koma fyrir dómara í dag þegar aðalmeðferð í Icelandair-innherjasvikamálinu hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mennirnir neituðu allir sök í málinu þegar það var þingfest í júní í fyrra. Þeir sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir innherjaviðskipti eða hlutdeild í slíku broti. Kjartan Jónsson var forstöðumaður leiðakerfisstjórnunar Icelandair, skilgreindur í hópi lykilstarfsmanna og skráður fruminnherji hjá móðurfélaginu Icelandair Group sem skráð er á markað. Talið er að Kristján Georg Jósteinsson og Kjartan Berg Jónsson hafi nýtt sér upplýsingar frá Kjartani Jónssyni í viðskiptum með hlutabréf í flugfélaginu. Hin ætluðu brot eiga að hafa átt sér stað á tímabilinu frá október 2015 til febrúar 2017. Var hagnaðurinn af viðskiptunum 61 milljón króna. Rekið póker- og kampavínsklúbba Kristján Georg er fyrrverandi eigandi félagsins Fastreks, sem hét áður VIP Travel. Félagið er einnig ákært í málinu en viðskiptin með hlutabréfin voru gerð í nafni félagsins. VIP Travel var eitt sinn tengt kampavínsklúbbnum VIP Club í Austurstræti þar sem samskonar klúbbur er rekinn í dag undir heitinu Shooters. Greiðslur til VIP Club fóru í gegnum félagið VIP Travel. Kristján hefur rekið kampavínsklúbba í umræddu húsi í Austurstræti 12 í lengri tíma en þeir hafa heitið ýmsum nöfnum. Þá rak hann spilavítið Poker and Play í Skeifunni á árunum 2010 til 2012 en hann hlaut átján mánaða dóm fyrir þann rekstur í Hæstarétti árið 2016.Kjartani, fyrrgreindum forstöðumanni hjá Icelandair, er í málinu gefið að sök að hafa í október og nóvember 2015 nýtt VIP Travel til að kaupa hluti í Icelandair til þess eins að selja hlutina skömmu eftir að þriðja ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt. Þeim Kristjáni Georgi er gefið að sök að hafa keypt sölurétt í júlí 2016 en þá veðjuðu þeir á móti á lækkun hlutabréfanna i kjölfar annars ársfjórðungsuppgjörs þess árs. Krafa að 90 milljónir verði gerðar upptækar Þá er Kjartani Jónssyni gefið að sök að hafa í janúar og febrúar 2017 keypt sölurétt í félaginu og veðjað á að verð á hlutum í því myndi lækka í kjölfar afkomuviðvörunar sem birt var 1. febrúar það ár. Hagnaður mannanna af þessu á að hafa numið tæpum 25 milljónum króna. Kjartan á síðan að hafa hvatt þriðja manninn, nafna sinn Kjartan Berg, til hins sama. Á hann að hafa keypt sölurétt og selt í félaginu sama dag og afkomuviðvörunin var gefin út. Á hagnaður vegna þessa að hafa numið rúmum 20 milljónum króna. Mennirnir eru ýmist ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti. Þess er krafist af héraðssaksóknara að þeim verði gerð refsing auk þess sem fjármunir þeirra og félagsins Fastreks, alls að fjárhæð rúmlega 90 milljónir króna, verði gerðir upptækir. Reiknað er með því að aðalmeðferð í málinu taki tvo daga. Þrír ákærðu gefa skýrslu fyrir dómi auk þess sem fleiri vitni verða kölluð til. Dómur verður væntanlega kveðinn upp í lok febrúar. Brot mannanna á lögum um verðbréfaviðskipti varða allt að sex ára fangelsi. Þetta er í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins sem héraðssaksóknari ákærir í máli er varðar meint brot í viðskiptum með bréf í skráðu félagi.
Dómsmál Icelandair Innherjasvik hjá Icelandair Tengdar fréttir Sá þriðji neitar sök í Icelandair-málinu Kristján Georg Jósteinsson neitaði sök þegar þinghaldi var framhaldið í Icelandar-innherjasvikamálinu svokallaða. 30. október 2018 10:30 Neituðu sök í Icelandair-málinu Mennirnir voru ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti en talið er að þeir hafi notfært sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. 28. júní 2018 12:02 Taldir hafa grætt um 61 milljón króna með svikum í Icelandair Innherjasvikamál fyrrverandi forstöðumanns leiðakerfisstjórnunar Icelandair, auk tveggja annarra, verður þingfest í vikunni. Talið er að brot mannanna hafi staðið yfir í rúmlega sextán mánuði. 25. júní 2018 08:00 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Sá þriðji neitar sök í Icelandair-málinu Kristján Georg Jósteinsson neitaði sök þegar þinghaldi var framhaldið í Icelandar-innherjasvikamálinu svokallaða. 30. október 2018 10:30
Neituðu sök í Icelandair-málinu Mennirnir voru ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti en talið er að þeir hafi notfært sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. 28. júní 2018 12:02
Taldir hafa grætt um 61 milljón króna með svikum í Icelandair Innherjasvikamál fyrrverandi forstöðumanns leiðakerfisstjórnunar Icelandair, auk tveggja annarra, verður þingfest í vikunni. Talið er að brot mannanna hafi staðið yfir í rúmlega sextán mánuði. 25. júní 2018 08:00