Menningarhús á Seltjarnarnesi Kristinn E. Hrafnsson og Kristján S. Jónsson skrifar 23. janúar 2019 07:30 Sala eða leiga Seltjarnarnesbæjar á svokölluðu Lækningaminjasafni vestast á Nesinu lýsir uppgjöf við að leysa jákvætt samfélagslegt úrlausnarefni sem snúið hefur verið upp í fjárhagslegt vandamál. Það má hins vegar vel leggja fram sjónarmið um að þetta sé fjárhagslegt smámál í samanburði við menningarlegt mikilvægi þess. Í pólitískri framsetningu málsins er fullyrt að byggingarkostnaður sé of mikill fyrir bæjarfélagið og aldrei fjallað um það í stærra samhengi. Yfirlit um fjármála- og byggingarsögu Lækningaminjasafnsins er aðgengilegt í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2014, en í henni er samandregin niðurstaða málsins þessi í uppreiknuðum tölum: Áætlaður byggingarkostnaður árið 2007 var 648 millj.kr. og samtals höfðu um 306 millj.kr. verið lagðar í húsið þegar framkvæmdir voru stöðvaðar. Seltjarnarnesbær lagði út helming byggingarkostnaðar, en átti skv. samkomulagi að greiða hann að fullu. Hinn helminginn greiddu ríkið og læknafélögin sem stóðu að safninu. Árið 2009 var verkefnið kostnaðarmetið að nýju og fór þá áætlunin í um 992 millj.kr. og framkvæmdir voru stöðvaðar. Bærinn sagði sig frá samningnum í árslok 2012 og lagði safnið niður. Lagt er til í skýrslunni að ríkið krefjist endurgreiðslu á stofnframlaginu. Fram hefur komið hjá bæjaryfirvöldum að þessi krafa (92 millj.kr.) og áætlaður byggingarkostnaður við að klára húsið, sé bæjarfélaginu ofviða og því sé húsið til sölu. Verði þessi reikningur hins vegar gerður upp eignast bærinn húsið á 246 millj.kr. í núverandi ástandi. Endurmatið á byggingarkostnaðinum miðaðist við safnabyggingu fyrir Lækningaminjasafnið og því er óviðeigandi að ræða þá tölu frekar. Húsið var í upphafi einnig ætlað undir aðra menningartengda starfsemi Seltjarnarnesbæjar og það atriði teljum við ekki síður mikilvægt í dag en þegar lagt var upp í þennan leiðangur. Með því að leggja niður Lækningaminjasafnið var bærinn ekki endilega að kasta frá sér möguleikanum á að nýta húsið fyrir eigin menningarstarfsemi. Samanburður á Seltjarnarnesi við önnur sveitarfélög á landinu í menningarlegum efnum er allt að því ósanngjarn. Bókasafn, sýningarsalur og tónlistarskóli eru rekin líkt og í mörgum öðrum sveitarfélögum og í skipuriti bæjarins er starfandi sviðsstjóri menningarsviðs. Bærinn á vísi að listasafni og hann hefur sína eigin menningarstefnu. Seltjarnarnes er ellefta stærsta bæjarfélag á landinu og til samanburðar má taka Ísafjörð (15. sæti). Í þeim ágæta bæ er auk þess sem hér var talið rekið Safnahús (4 söfn eru í húsinu) og Edinborgarhúsið með listaskóla, leikhúsi, sýningarsal, upplýsingamiðstöð og veitingahúsi. Bæði þessi sveitarfélög styrkja bæjarlistamenn á hverju ári. Menningarhúsin á Ísafirði skila mun meiru til samfélagsins en hægt er að mæla í krónum og aurum. Til frekari áréttingar má nefna Menningarhúsið Berg á Dalvík (23. sæti), en menningartengd starfsemi er víða helsti vaxtarsprotinn í atvinnulífi sveitarfélaga.Kristján S. JónssonÞað er í þessum anda sem við viljum leggja fram hugmynd um menningarmiðstöð á Seltjarnarnesi. Lækningaminjasafnið er 1.363 m2 á stærð á gríðarstórri lóð. Það er hannað sem sveigjanleg skrifstofu- og safnabygging og rými eru stór, flest súlulaus og lofthæð rífleg. Á jarðhæð (937 m2) teljum við auðvelt að koma fyrir bókasafni, sýningarsal fyrir myndlist, tónleika- og ráðstefnusal fyrir um 250 sitjandi gesti og veitingahúsi. Öll þessi starfsemi hefur til ráðstöfunar geymslur, tæknirými og sérsýningarrými í kjallara (425 m2). Samrekstur þessara eininga er hagkvæmur og tekjumöguleikar hússins ættu að vera nokkrir. Að okkar mati ætti sveitarfélagið að kortleggja málið nákvæmlega; gera úttekt á stöðu menningarmála á Nesinu, gera þarfagreiningu fyrir þær stofnanir sem koma til greina í húsið og reikna út kostnað og ávinning af samnýtingu. Að þessu fengnu væri arkitektum hússins falið að endurhanna innviði þess með tilliti til framkominna þarfa og að síðustu að kostnaðarmeta pakkann. Þetta á að vera forgangsmál og að niðurstöðu fenginni gætu stjórnmálamenn og bæjarbúar rætt hugmyndina og tekið til hennar afstöðu. Mikilvægur þáttur í ásýnd og nýtingu svona húss er tengsl þess við náttúru og mannlíf. Menningarhús í útjaðri byggðarinnar vestast á Nesinu fellur vel að skipulagi, en samkvæmt aðalskipulagi er Nesið vestan byggðar helgað menningu, útivist og náttúruskoðun, enda stór hluti þessa svæðis friðlönd og/eða á náttúru- og menningarminjaskrá. Það verður ekki á betra kosið. Það er að okkar mati órökrétt og villandi að kasta fram einhverjum tölum um kostnað við að klára húsið út frá fyrri hugmyndum um notkun þess. Þeir fjármunir sem leggja þarf fram til að klára dæmið eru líklega smáaurar miðað við þann ávinning sem hafa má af svona verkefni. Uppgjör við ríkið getur varla verið þvílíkur biti að menn kjósi frekar að henda frá sér gullnu tækifæri til að efla mannlíf á Nesinu. Hér er lögð fram hugmynd til að komast nær veruleikanum hvað kostnað varðar, en okkur kæmi ekki á óvart þó þetta borgaði sig til framtíðar, ef einhverjum væri huggun í því. Það á öllum að vera ljóst að samfélag þarf að leggja eitthvað til sjálfs sín ef einhver á að lifa í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Sala eða leiga Seltjarnarnesbæjar á svokölluðu Lækningaminjasafni vestast á Nesinu lýsir uppgjöf við að leysa jákvætt samfélagslegt úrlausnarefni sem snúið hefur verið upp í fjárhagslegt vandamál. Það má hins vegar vel leggja fram sjónarmið um að þetta sé fjárhagslegt smámál í samanburði við menningarlegt mikilvægi þess. Í pólitískri framsetningu málsins er fullyrt að byggingarkostnaður sé of mikill fyrir bæjarfélagið og aldrei fjallað um það í stærra samhengi. Yfirlit um fjármála- og byggingarsögu Lækningaminjasafnsins er aðgengilegt í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2014, en í henni er samandregin niðurstaða málsins þessi í uppreiknuðum tölum: Áætlaður byggingarkostnaður árið 2007 var 648 millj.kr. og samtals höfðu um 306 millj.kr. verið lagðar í húsið þegar framkvæmdir voru stöðvaðar. Seltjarnarnesbær lagði út helming byggingarkostnaðar, en átti skv. samkomulagi að greiða hann að fullu. Hinn helminginn greiddu ríkið og læknafélögin sem stóðu að safninu. Árið 2009 var verkefnið kostnaðarmetið að nýju og fór þá áætlunin í um 992 millj.kr. og framkvæmdir voru stöðvaðar. Bærinn sagði sig frá samningnum í árslok 2012 og lagði safnið niður. Lagt er til í skýrslunni að ríkið krefjist endurgreiðslu á stofnframlaginu. Fram hefur komið hjá bæjaryfirvöldum að þessi krafa (92 millj.kr.) og áætlaður byggingarkostnaður við að klára húsið, sé bæjarfélaginu ofviða og því sé húsið til sölu. Verði þessi reikningur hins vegar gerður upp eignast bærinn húsið á 246 millj.kr. í núverandi ástandi. Endurmatið á byggingarkostnaðinum miðaðist við safnabyggingu fyrir Lækningaminjasafnið og því er óviðeigandi að ræða þá tölu frekar. Húsið var í upphafi einnig ætlað undir aðra menningartengda starfsemi Seltjarnarnesbæjar og það atriði teljum við ekki síður mikilvægt í dag en þegar lagt var upp í þennan leiðangur. Með því að leggja niður Lækningaminjasafnið var bærinn ekki endilega að kasta frá sér möguleikanum á að nýta húsið fyrir eigin menningarstarfsemi. Samanburður á Seltjarnarnesi við önnur sveitarfélög á landinu í menningarlegum efnum er allt að því ósanngjarn. Bókasafn, sýningarsalur og tónlistarskóli eru rekin líkt og í mörgum öðrum sveitarfélögum og í skipuriti bæjarins er starfandi sviðsstjóri menningarsviðs. Bærinn á vísi að listasafni og hann hefur sína eigin menningarstefnu. Seltjarnarnes er ellefta stærsta bæjarfélag á landinu og til samanburðar má taka Ísafjörð (15. sæti). Í þeim ágæta bæ er auk þess sem hér var talið rekið Safnahús (4 söfn eru í húsinu) og Edinborgarhúsið með listaskóla, leikhúsi, sýningarsal, upplýsingamiðstöð og veitingahúsi. Bæði þessi sveitarfélög styrkja bæjarlistamenn á hverju ári. Menningarhúsin á Ísafirði skila mun meiru til samfélagsins en hægt er að mæla í krónum og aurum. Til frekari áréttingar má nefna Menningarhúsið Berg á Dalvík (23. sæti), en menningartengd starfsemi er víða helsti vaxtarsprotinn í atvinnulífi sveitarfélaga.Kristján S. JónssonÞað er í þessum anda sem við viljum leggja fram hugmynd um menningarmiðstöð á Seltjarnarnesi. Lækningaminjasafnið er 1.363 m2 á stærð á gríðarstórri lóð. Það er hannað sem sveigjanleg skrifstofu- og safnabygging og rými eru stór, flest súlulaus og lofthæð rífleg. Á jarðhæð (937 m2) teljum við auðvelt að koma fyrir bókasafni, sýningarsal fyrir myndlist, tónleika- og ráðstefnusal fyrir um 250 sitjandi gesti og veitingahúsi. Öll þessi starfsemi hefur til ráðstöfunar geymslur, tæknirými og sérsýningarrými í kjallara (425 m2). Samrekstur þessara eininga er hagkvæmur og tekjumöguleikar hússins ættu að vera nokkrir. Að okkar mati ætti sveitarfélagið að kortleggja málið nákvæmlega; gera úttekt á stöðu menningarmála á Nesinu, gera þarfagreiningu fyrir þær stofnanir sem koma til greina í húsið og reikna út kostnað og ávinning af samnýtingu. Að þessu fengnu væri arkitektum hússins falið að endurhanna innviði þess með tilliti til framkominna þarfa og að síðustu að kostnaðarmeta pakkann. Þetta á að vera forgangsmál og að niðurstöðu fenginni gætu stjórnmálamenn og bæjarbúar rætt hugmyndina og tekið til hennar afstöðu. Mikilvægur þáttur í ásýnd og nýtingu svona húss er tengsl þess við náttúru og mannlíf. Menningarhús í útjaðri byggðarinnar vestast á Nesinu fellur vel að skipulagi, en samkvæmt aðalskipulagi er Nesið vestan byggðar helgað menningu, útivist og náttúruskoðun, enda stór hluti þessa svæðis friðlönd og/eða á náttúru- og menningarminjaskrá. Það verður ekki á betra kosið. Það er að okkar mati órökrétt og villandi að kasta fram einhverjum tölum um kostnað við að klára húsið út frá fyrri hugmyndum um notkun þess. Þeir fjármunir sem leggja þarf fram til að klára dæmið eru líklega smáaurar miðað við þann ávinning sem hafa má af svona verkefni. Uppgjör við ríkið getur varla verið þvílíkur biti að menn kjósi frekar að henda frá sér gullnu tækifæri til að efla mannlíf á Nesinu. Hér er lögð fram hugmynd til að komast nær veruleikanum hvað kostnað varðar, en okkur kæmi ekki á óvart þó þetta borgaði sig til framtíðar, ef einhverjum væri huggun í því. Það á öllum að vera ljóst að samfélag þarf að leggja eitthvað til sjálfs sín ef einhver á að lifa í því.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun