Innlent

SA segir lægstu laun hækka minnst með kröfu Eflingar

Kjartan Kjartansson skrifar
Bil á milli launaflokka og aldursþrepa verður aukið gangi SA að kröfum Eflingar.
Bil á milli launaflokka og aldursþrepa verður aukið gangi SA að kröfum Eflingar. Vísir/Hanna
Lægstu laun hækka minnst í krónum og prósentum en hæstu umsömdu launin hækka mest í bæði prósentum og krónutölu samkvæmt kröfugerð Eflingar. Þetta er niðurstaða nýrrar launatöflu sem Samtök atvinnulífsins (SA) hafa reiknað út frá kröfugerðinni.

SA fullyrðir að með kröfugerðinni sem Efling lagði fram í október verði bil á milli launaflokka og aldurþrepa aukið. Hækkun lægstu byrjunarlauna ein og sér gefur því ófullnægjandi mynd af kröfugerðinni. Forsvarsmenn Eflingar hafa lagt áherslu á að þeir krefjist hækkunar lægstu launa.

Lægstu byrjunarlaun myndu hækka um 59% á samningstímanum og hæsta aldursþrep í hæsta virka launaflokki kjarasamnings hækka um 82% samkvæmt SA.

Í krónum talið hafi Efling gert kröfu um að lægstu byrjunarlaun hækkuðu um 158 þúsund krónur á mánuði en laun í hæsta aldursþrepi í hæsta virka launaflokki um 248 þúsund krónur á mánuði.

Bæði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, höfnuðu því í dag að félögin krefðust allt að 85% hækkunar launa í sumum tilfellum á samningstímanum eins og sagt var frá í Fréttablaðinu í morgun.


Tengdar fréttir

Myndu hækka um allt að 85 prósent

Kröfur SGS fela í sér að laun félagsmanna myndu hækka á bilinu 70 prósent til 85 prósent á samningstímabilinu. Efling hefur haldið þeim kröfum til streitu í viðræðum sínum við SA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×