Leikarinn Jussie Smollett mun ekki koma fram í síðustu tveimur þáttum af Empire en þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum þáttanna. Karakter hans verður klipptur út.
BBC greinir frá en mikið hefur verið fjallað um Smollett í fjölmiðlum ytra en í síðasta mánuði var greint frá því að ráðist hefði verið á Smollett, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í þáttaröðinni Empire, í Chicago og talið að um hatursglæp væri að ræða.
Voru mennirnir sagðir hafa hellt klór yfir Smollett til að valda honum enn meiri skaða.
Seinna kom í ljós að árásin hafi verið sett á svið og að Smollett hefði greitt tveimur mönnum fyrir að ráðast á hann.
Smollett hefur nú stigið fram vegna málsins og segist sjá eftir öllu og sé hann niðurbrotin.