Gagnrýnandi The Guardian hrósar Ófærð fyrir að vera í takt við tímann Birgir Olgeirsson skrifar 22. febrúar 2019 14:48 Aðdáendur góðra lopapeysa fá sinn skerf og málin rædd á meðan mjólkurglas er teygt í einum sopa. Mynd/Lilja Jóns Gagnrýnandi breska dagblaðsins The Guardian heldur vart vatni yfir nýjustu þáttaröðinni af Ófærð sem var frumsýnd nýverið í Bretlandi. Gagnrýnandinn segir fyrri þáttaröðina hafa verið óvæntan smell sem koma aftan að mörgum en á endanum fangað athygli tíu milljóna manna í Bretlandi, Þýskalandi og Norðurlöndunum og það ekki af ástæðulausu. Gagnrýnandinn heitir Ellie Violet Bramley en hún segir lögreglustjórann Andra, sem leikinn er af Ólafi Darra Ólafssyni, hafa fangað söguþráð nýjustu seríunnar nokkuð vel þegar hann spyr hvort glæpurinn tengist pólitík eða hvort um fjölskylduharmleik sé að ræða? Bramley segir nýju seríuna fást við mörg mál sem fanga nokkurn veginn tíðaranda síðastliðinna missera. Þar á meðal upprisa öfgasinnaðra hægri manna, fordóma í garð samkynhneigðra, innflytjenda og stjórnkerfisins. Þá sé einnig að finna dágóðan skerf af eitraðri karlmennsku í seríunni. Átök eru á milli landsbyggðar og borgar ásamt átökum fjölskyldumeðlima við matarborðið. Stjórnmálamenn velji hagsmuni stórfyrirtækja fram yfir samfélagið sem valdi miklu titringi. Bramley segir þáttinn þó ekki bara í takt við tímann heldur einnig fást við sígild málefni, þar á meðal unglinga sem neita að fara eftir fyrirmælum þeirra sem eldri eru og þá séu að finna látlausar samræður á meðan mjólkurglas er teygað í einum sopa fyrir svefninn. Þá endar hún á að nefna að þættirnir innihalda sinn skerf af frábærum ullarpeysum sem unnendur slíks fatnaðar ættu að fagna innilega. Gagnrýnandi skoska dagblaðsins The Herald fer einnig fögrum orðum um nýju seríuna þar sem hann kallar lögreglustjórann Andra loðnasta rannsóknarlögreglumann evrópska efnahagssvæðisins. Menning Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Gagnrýnandi breska dagblaðsins The Guardian heldur vart vatni yfir nýjustu þáttaröðinni af Ófærð sem var frumsýnd nýverið í Bretlandi. Gagnrýnandinn segir fyrri þáttaröðina hafa verið óvæntan smell sem koma aftan að mörgum en á endanum fangað athygli tíu milljóna manna í Bretlandi, Þýskalandi og Norðurlöndunum og það ekki af ástæðulausu. Gagnrýnandinn heitir Ellie Violet Bramley en hún segir lögreglustjórann Andra, sem leikinn er af Ólafi Darra Ólafssyni, hafa fangað söguþráð nýjustu seríunnar nokkuð vel þegar hann spyr hvort glæpurinn tengist pólitík eða hvort um fjölskylduharmleik sé að ræða? Bramley segir nýju seríuna fást við mörg mál sem fanga nokkurn veginn tíðaranda síðastliðinna missera. Þar á meðal upprisa öfgasinnaðra hægri manna, fordóma í garð samkynhneigðra, innflytjenda og stjórnkerfisins. Þá sé einnig að finna dágóðan skerf af eitraðri karlmennsku í seríunni. Átök eru á milli landsbyggðar og borgar ásamt átökum fjölskyldumeðlima við matarborðið. Stjórnmálamenn velji hagsmuni stórfyrirtækja fram yfir samfélagið sem valdi miklu titringi. Bramley segir þáttinn þó ekki bara í takt við tímann heldur einnig fást við sígild málefni, þar á meðal unglinga sem neita að fara eftir fyrirmælum þeirra sem eldri eru og þá séu að finna látlausar samræður á meðan mjólkurglas er teygað í einum sopa fyrir svefninn. Þá endar hún á að nefna að þættirnir innihalda sinn skerf af frábærum ullarpeysum sem unnendur slíks fatnaðar ættu að fagna innilega. Gagnrýnandi skoska dagblaðsins The Herald fer einnig fögrum orðum um nýju seríuna þar sem hann kallar lögreglustjórann Andra loðnasta rannsóknarlögreglumann evrópska efnahagssvæðisins.
Menning Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein