Rómantík er hversdags Brynhildur Björnsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 14:30 Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari og Ágúst Ólafsson barítónsöngvari bjóða upp á ástarljóð af norrænum meiði í Hannesarholti á sunnudag. Eva Þyri og Ágúst eru bæði í hópi okkar besta tónlistarfólks. Hún hlaut á dögunum tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir geisladiskinn „Jórunn Viðar – Söngvar“ sem hún gaf út ásamt söngkonunni Erlu Dóru Vogler í tilefni 100 ára afmælis Jórunnar. Ágúst hefur hlotið verðlaunin tvisvar, sem flytjandi ársins 2011 ásamt Gerrit Schuil og söngvari ársins 2013.Væri til í svona kærasta Leiðir þeirra lágu fyrst saman í tónlistarhúsinu Bergi á Dalvík sumarið 2011 þegar þau voru bæði í hópi flytjenda á tónlistarhátíðinni Bergmál. „Við vissum ekkert hvort af öðru,“ segir Eva Þyri. „Ég var búin að búa erlendis í tíu ár og var bara heima um sumarið til að halda tónleika og hitta fjölskylduna mína, ekki til að finna mér mann! En ég man enn þá hvar við stóðum þegar við tókumst í hendur og kynntum okkur, og í hvernig peysu Ágúst var, sjónminnið sko! Ég man að ég leit upp til hans, í orðsins fyllstu merkingu, og hugsaði með mér: Æ, það væri nú ekkert leiðinlegt að eiga svona kærasta.“ Ágúst man líka vel þessa fyrstu fundi. „Mig minnir að fyrsta hugsunin mín hafi verið eitthvað á þá leið: Bíddu, hver er þetta? Hvernig stendur á því að ég vissi ekkert af þessari manneskju? Það vill nefnilega svo til að hluti af sérhæfingu Þyri eftir einleikaraprófið var meðleikur á sviði ljóðasöngs og ljóðasöngur hefur alltaf verið mín ástríða.“ En það var ekki bara píanóleikurinn sem vakti áhuga hans. „Ég féll sennilega bara fyrir því hvað hún var mikill karakter. Það sópaði að henni í öllum samræðum. Hún var með munninn fyrir neðan nefið og sagði svo skemmtilega frá. Og í framhaldi af þessu verð ég að segja frá augnablikinu þegar ég áttaði mig á að ég var orðinn skotinn í henni. Það var þegar við hittumst við veitingaborðið eftir tónleikana og Þyri lét snittuna í munninum ekki aftra sér frá því að halda áfram að tala. Ég hló og fann strax að þessi manneskja framkallaði alveg sérstaka gleðitilfinningu hjá mér.“ Eva Þyri tekur undir. „Þetta var einhvern veginn aldrei nein spurning því okkur leið strax svo vel í návist hvors annars. Það var líka svo gott að tala við hann, það er sjaldgæft að hitta fyrir fólk sem nennir að hlusta og talar ekki bara um sjálft sig, ég tala nú ekki um þegar viðkomandi er söngvari,“ segir hún og hlær.Safna minningum Aðspurð hvað sé rómantískt svarar Ágúst að bragði: „Efnisskrá tónleikanna okkar á sunnudaginn!“ Eva Þyri segir að þau safni minningum. „Við tókum upp á því fljótlega eftir að við byrjuðum saman að stofna ferðasjóð og inn á hann leggjum við ákveðna upphæð á afmælum og jólum í stað þess að kaupa eitthvert gagnslaust drasl hvort handa öðru. Með þessu móti komumst við í miklu fleiri ferðalög en ella, og losnum við þá pressu að reyna að finna gjöf sem fellur í kramið,“ segja þau og brosa hvort við öðru. „Ein eftirminnilegasta ferðin okkar hingað til er óneitanlega brúðkaupsferðin, en við giftum okkur í júlí 2016 og óskuðum okkur aura í ferðasjóðinn í brúðkaupsgjöf í stað hefðbundinna gjafa,“ segir Eva Þyri. „Gestirnir tóku svona líka vel í það að úr varð að við fórum í þriggja vikna „road trip“ upp eftir vesturströnd Bandaríkjanna, frá L.A. til Seattle. Ferðin krafðist heilmikils undirbúnings svo við fórum ekki í hana fyrr en tæpu ári eftir brúðkaupið, en það var snilld, því með því móti teygðum við úr brúðkaupsskemmtilegheitunum. Og þar sem ég tók um 1.400 myndir í ferðinni þá eigum við ekki í neinum vandræðum með að endurlifa hana aftur og aftur … og aftur.“Rómantík er skilningur og knús Þau segja að rómantík fari eftir skilgreiningu. „Ætli við séum ekki bæði svolítið rómantísk, en hvort á sinn hátt,“ segir Eva Þyri. „Ég er sú sem geng um heimilið og kveiki á kertum og ljósaseríum og sé til þess að það sé notaleg stemning á heimilinu, dríf okkur í ferðalög og allt svona sem er ekki hversdagslegt. Ég er kannski meira fyrir tilbreytingu, en Ágúst er mikill rútínumaður. Hann er hins vegar töluvert duglegri en ég við að vera huggulegur svona dags daglega með því að umbera skapið í mér og svara því með stakri ró og auka knúsi.“ Ágúst tekur undir. „Þyri er án efa drifkrafturinn á bak við alla rómantíska viðburði. Ég hreinlega kann ekki að setja mig í einhverjar sérstakar rómantískar stellingar. Ég kenni uppeldisárunum í Noregi um. Þessu skandinavíska-lúterska hugarfari þar sem allur tilfinningahiti er litinn hornauga,“ segir hann og skellir upp úr. Þau segjast ekki vera með nein töfraráð til að rækta sambandið. „Veistu það, að þau verkefni sem lífið færir manni eru í sjálfu sér nóg hráefni til ræktunar sambandsins og með því að fást við þau saman og finna út úr því að vera góð hvort við annað þó allt gangi á afturfótunum, stöndum við sterkari,“ segir Eva Þyri en bætir við: „En það má heldur ekki vanmeta gæðin sem felast í samverustundum í þægilegum sófa og þvældum náttfötum yfir góðri þáttaröð. Lengi lifi streymisveiturnar!“ Velja eigin ástardaga Í ljósi þess að þau hjónin ætla að bjóða upp á rómantíska söngdagskrá á konudaginn mætti ætla að þau tækju bóndadag og konudag frekar hátíðlega en þau neita því. „Það var alger tilviljun í fyrsta lagi að þema tónleikanna yrði ástarljóð og í öðru lagi að tónleikadagurinn skyldi lenda á konudegi,“ segir Ágúst. „Almennt erum við nefnilega ekki að setja stór hjörtu í kringum þessar dagsetningar á dagatölunum okkar. Rómantískir dagar fyrir okkur eru þeir dagar þegar við ákveðum sjálf að gera eitthvað saman og allt auglýsingaflóðið í kringum þessa daga fælir okkur frá frekar en hitt.“ Þau segjast vinna mikið saman en yfirleitt þá með fleirum líka. „Mér telst svo til að við höfum bara verið með eina tónleika á ári að meðaltali tvö ein,“ segir Ágúst og bætir við: „Yfirleitt gengur það bara vel, en auðvitað getur það tekið á.“ Eva Þyri segir ekki sjálfgefið að það sé hægt að aðskilja hjónabandið og tónlistarmennina. „Við reynum að muna að á meðan á æfingu stendur verðum við að nálgast samstarfið eins og tveir atvinnumenn í tónlist en ekki sem par og við reynum líka að stýra hjá því að skipuleggja tónleika saman á tímum þegar álagið er mikið.“Norræn tónrómantík Ástarljóðin sem munu óma í Hannesarholti á sunnudaginn í flutningi þessara fallegu hjóna eru flest frá Norðurlöndunum. „Í þetta skiptið var það ég sem átti frumkvæðið og fékk Þyri til liðs við mig á síðustu stundu,“ segir Ágúst. „Tónleikar með norrænum einsöngslögum eru hugmynd sem ég er búinn að ganga með í maganum lengi þar sem ég bjó í Noregi sem barn og lærði í Finnlandi. Svo vildi ég kynnast sænska sönglagaarfinum betur og nota tækifærið til á syngja á dönsku með píanista sem talar hana reiprennandi, en Þyri bjó í 7 ár í Danmörku. Ég var búinn að safna saman lista með yfir 40 lögum sem mig langaði að syngja og þegar ég fór að reyna að grisja hann í samvinnu við Þyri tók ég eftir að þau voru mörg hver um ástina. Þema sem kristallaðist í ljóðinu Du och Jag eftir Bo Bergman, sem Ture Rangström hafði tónsett. Þetta er ljóð um að eldast saman og hvernig tveir einstaklingar sameinast í ástinni. Ljóðið endar á þessum orðum: Og þú ert ég og ég er þú og ekkert annað skiptir máli.“ Tónleikarnir „Minä rakastan sinua – norræn ástarljóð“ verða eins og áður sagði í Hannesarholti á sunnudaginn og hefjast kl 12.15. Nánari upplýsingar má finna í samnefndum Facebook-viðburði. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Eva Þyri og Ágúst eru bæði í hópi okkar besta tónlistarfólks. Hún hlaut á dögunum tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir geisladiskinn „Jórunn Viðar – Söngvar“ sem hún gaf út ásamt söngkonunni Erlu Dóru Vogler í tilefni 100 ára afmælis Jórunnar. Ágúst hefur hlotið verðlaunin tvisvar, sem flytjandi ársins 2011 ásamt Gerrit Schuil og söngvari ársins 2013.Væri til í svona kærasta Leiðir þeirra lágu fyrst saman í tónlistarhúsinu Bergi á Dalvík sumarið 2011 þegar þau voru bæði í hópi flytjenda á tónlistarhátíðinni Bergmál. „Við vissum ekkert hvort af öðru,“ segir Eva Þyri. „Ég var búin að búa erlendis í tíu ár og var bara heima um sumarið til að halda tónleika og hitta fjölskylduna mína, ekki til að finna mér mann! En ég man enn þá hvar við stóðum þegar við tókumst í hendur og kynntum okkur, og í hvernig peysu Ágúst var, sjónminnið sko! Ég man að ég leit upp til hans, í orðsins fyllstu merkingu, og hugsaði með mér: Æ, það væri nú ekkert leiðinlegt að eiga svona kærasta.“ Ágúst man líka vel þessa fyrstu fundi. „Mig minnir að fyrsta hugsunin mín hafi verið eitthvað á þá leið: Bíddu, hver er þetta? Hvernig stendur á því að ég vissi ekkert af þessari manneskju? Það vill nefnilega svo til að hluti af sérhæfingu Þyri eftir einleikaraprófið var meðleikur á sviði ljóðasöngs og ljóðasöngur hefur alltaf verið mín ástríða.“ En það var ekki bara píanóleikurinn sem vakti áhuga hans. „Ég féll sennilega bara fyrir því hvað hún var mikill karakter. Það sópaði að henni í öllum samræðum. Hún var með munninn fyrir neðan nefið og sagði svo skemmtilega frá. Og í framhaldi af þessu verð ég að segja frá augnablikinu þegar ég áttaði mig á að ég var orðinn skotinn í henni. Það var þegar við hittumst við veitingaborðið eftir tónleikana og Þyri lét snittuna í munninum ekki aftra sér frá því að halda áfram að tala. Ég hló og fann strax að þessi manneskja framkallaði alveg sérstaka gleðitilfinningu hjá mér.“ Eva Þyri tekur undir. „Þetta var einhvern veginn aldrei nein spurning því okkur leið strax svo vel í návist hvors annars. Það var líka svo gott að tala við hann, það er sjaldgæft að hitta fyrir fólk sem nennir að hlusta og talar ekki bara um sjálft sig, ég tala nú ekki um þegar viðkomandi er söngvari,“ segir hún og hlær.Safna minningum Aðspurð hvað sé rómantískt svarar Ágúst að bragði: „Efnisskrá tónleikanna okkar á sunnudaginn!“ Eva Þyri segir að þau safni minningum. „Við tókum upp á því fljótlega eftir að við byrjuðum saman að stofna ferðasjóð og inn á hann leggjum við ákveðna upphæð á afmælum og jólum í stað þess að kaupa eitthvert gagnslaust drasl hvort handa öðru. Með þessu móti komumst við í miklu fleiri ferðalög en ella, og losnum við þá pressu að reyna að finna gjöf sem fellur í kramið,“ segja þau og brosa hvort við öðru. „Ein eftirminnilegasta ferðin okkar hingað til er óneitanlega brúðkaupsferðin, en við giftum okkur í júlí 2016 og óskuðum okkur aura í ferðasjóðinn í brúðkaupsgjöf í stað hefðbundinna gjafa,“ segir Eva Þyri. „Gestirnir tóku svona líka vel í það að úr varð að við fórum í þriggja vikna „road trip“ upp eftir vesturströnd Bandaríkjanna, frá L.A. til Seattle. Ferðin krafðist heilmikils undirbúnings svo við fórum ekki í hana fyrr en tæpu ári eftir brúðkaupið, en það var snilld, því með því móti teygðum við úr brúðkaupsskemmtilegheitunum. Og þar sem ég tók um 1.400 myndir í ferðinni þá eigum við ekki í neinum vandræðum með að endurlifa hana aftur og aftur … og aftur.“Rómantík er skilningur og knús Þau segja að rómantík fari eftir skilgreiningu. „Ætli við séum ekki bæði svolítið rómantísk, en hvort á sinn hátt,“ segir Eva Þyri. „Ég er sú sem geng um heimilið og kveiki á kertum og ljósaseríum og sé til þess að það sé notaleg stemning á heimilinu, dríf okkur í ferðalög og allt svona sem er ekki hversdagslegt. Ég er kannski meira fyrir tilbreytingu, en Ágúst er mikill rútínumaður. Hann er hins vegar töluvert duglegri en ég við að vera huggulegur svona dags daglega með því að umbera skapið í mér og svara því með stakri ró og auka knúsi.“ Ágúst tekur undir. „Þyri er án efa drifkrafturinn á bak við alla rómantíska viðburði. Ég hreinlega kann ekki að setja mig í einhverjar sérstakar rómantískar stellingar. Ég kenni uppeldisárunum í Noregi um. Þessu skandinavíska-lúterska hugarfari þar sem allur tilfinningahiti er litinn hornauga,“ segir hann og skellir upp úr. Þau segjast ekki vera með nein töfraráð til að rækta sambandið. „Veistu það, að þau verkefni sem lífið færir manni eru í sjálfu sér nóg hráefni til ræktunar sambandsins og með því að fást við þau saman og finna út úr því að vera góð hvort við annað þó allt gangi á afturfótunum, stöndum við sterkari,“ segir Eva Þyri en bætir við: „En það má heldur ekki vanmeta gæðin sem felast í samverustundum í þægilegum sófa og þvældum náttfötum yfir góðri þáttaröð. Lengi lifi streymisveiturnar!“ Velja eigin ástardaga Í ljósi þess að þau hjónin ætla að bjóða upp á rómantíska söngdagskrá á konudaginn mætti ætla að þau tækju bóndadag og konudag frekar hátíðlega en þau neita því. „Það var alger tilviljun í fyrsta lagi að þema tónleikanna yrði ástarljóð og í öðru lagi að tónleikadagurinn skyldi lenda á konudegi,“ segir Ágúst. „Almennt erum við nefnilega ekki að setja stór hjörtu í kringum þessar dagsetningar á dagatölunum okkar. Rómantískir dagar fyrir okkur eru þeir dagar þegar við ákveðum sjálf að gera eitthvað saman og allt auglýsingaflóðið í kringum þessa daga fælir okkur frá frekar en hitt.“ Þau segjast vinna mikið saman en yfirleitt þá með fleirum líka. „Mér telst svo til að við höfum bara verið með eina tónleika á ári að meðaltali tvö ein,“ segir Ágúst og bætir við: „Yfirleitt gengur það bara vel, en auðvitað getur það tekið á.“ Eva Þyri segir ekki sjálfgefið að það sé hægt að aðskilja hjónabandið og tónlistarmennina. „Við reynum að muna að á meðan á æfingu stendur verðum við að nálgast samstarfið eins og tveir atvinnumenn í tónlist en ekki sem par og við reynum líka að stýra hjá því að skipuleggja tónleika saman á tímum þegar álagið er mikið.“Norræn tónrómantík Ástarljóðin sem munu óma í Hannesarholti á sunnudaginn í flutningi þessara fallegu hjóna eru flest frá Norðurlöndunum. „Í þetta skiptið var það ég sem átti frumkvæðið og fékk Þyri til liðs við mig á síðustu stundu,“ segir Ágúst. „Tónleikar með norrænum einsöngslögum eru hugmynd sem ég er búinn að ganga með í maganum lengi þar sem ég bjó í Noregi sem barn og lærði í Finnlandi. Svo vildi ég kynnast sænska sönglagaarfinum betur og nota tækifærið til á syngja á dönsku með píanista sem talar hana reiprennandi, en Þyri bjó í 7 ár í Danmörku. Ég var búinn að safna saman lista með yfir 40 lögum sem mig langaði að syngja og þegar ég fór að reyna að grisja hann í samvinnu við Þyri tók ég eftir að þau voru mörg hver um ástina. Þema sem kristallaðist í ljóðinu Du och Jag eftir Bo Bergman, sem Ture Rangström hafði tónsett. Þetta er ljóð um að eldast saman og hvernig tveir einstaklingar sameinast í ástinni. Ljóðið endar á þessum orðum: Og þú ert ég og ég er þú og ekkert annað skiptir máli.“ Tónleikarnir „Minä rakastan sinua – norræn ástarljóð“ verða eins og áður sagði í Hannesarholti á sunnudaginn og hefjast kl 12.15. Nánari upplýsingar má finna í samnefndum Facebook-viðburði.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira