Staða ferðaþjónustunnar í hnotskurn Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 28. júní 2019 15:36 Samdráttur í ferðaþjónustu á Íslandi árið 2019 er staðreynd. Töluverður samdráttur í verðmætasköpun er fyrirsjáanlegur, en hann verður mismikill milli fyrirtækja, atvinnugreina og eftir landshlutum. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmönnum í Samtökum ferðaþjónustunnar má reikna með að samdrátturinn verði á bilinu 10-20% borið saman við árið 2018. Samdrátturinn hófst í kjölfar ofris íslensku krónunnar árið 2017. Stór hluti ferðaþjónustu er verðlagður í erlendri mynt, 12-18 mánuði fram í tímann. Því koma áhrif af gengisbreytingum krónu gagnvart helstu mörkuðum fram með töluverðri tímatöf. Áhrif sterkrar krónu komu fram af fullum þunga árið 2018 og eru enn að verki í ár. Fall WOW air og kyrrsetning Boeing Max véla Icelandair ýta undir samdráttinn, þar sem framboð á flugsætum til Íslands er minna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Félagsmenn í SAF hafa áhyggjur af næsta vetri, þar sem bókunarstaða er mjög óljós. Framboð á beinu flugi til og frá áfangastað hefur áhrif á eftirspurn – en eftirspurn á mörkuðum getur sömuleiðis og ekki síður haft áhrif á framboð flugs frá markaðssvæðum. Gengi krónu gagnvart evru er 14% veikara í dag (28. júní), en fyrir ári síðan. Gengi krónu gagnvart dollara er um 16% veikara og gagnvart bresku pundi rúmlega 12% veikara. Það er líklegt að veiking krónunnar muni nú þegar hafa áhrif á kaup erlendra ferðamanna á vörum og þjónustu hér á landi. Þessi þróun vegur upp á móti samdrætti í fjölda erlendra ferðamanna til landsins. Það er lykilatriði fyrir ferðaþjónustu á Íslandi að gengi krónu sé í nokkuð góðu jafnvægi gagnvart helstu viðskiptamyntum. „Of“ sterk króna þýðir töpuð tækifæri og lakari samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Haldist gengið á núverandi slóðum gæti það eflt ferðaþjónustu um land allt og þar með styrkt stöðu þjóðarbúsins í heild. Til að vinna gegn frekari samdrætti telja SAF brýnt að ráðist verði í markaðsátak á skilgreindum lykilmörkuðum til að örva eftirspurn eftir Íslandsferðum veturinn 2019-2020 og sumarið 2020. Sömuleiðis þarf að ráðast í markaðsátak á innanlandsmarkaði og hvetja til stóraukinnar ferðamennsku innanlands. Framlag ferðaþjónustu í verðmætasköpun landsins er mikilvæg stoð í efnahagslífi landsins. Opinber fjárfesting í stoðkerfi greinarinnar (í innviðum, markaðssetningu, rannsóknum, nýsköpun og vöruþróun) mun efla fyrirtækin í greininni, auka tekjur ríkisins og skila sér í bættum lífskjörum og ábata fyrir samfélagið allt til framtíðar. Ferðaþjónusta hefur gegnt mikilvægu hlutverki við að skapa störf og ný tækifæri fyrir Íslendinga á undanförnum árum. Um tíma var atvinnuleysi hér á landi nær ekkert og átti ferðaþjónustan stærstan þátt í því. Staðan er hins vegar sú að í maí sl. voru um 10 þúsund manns á atvinnuleysiskrá í landinu og má ætla að hlutur ferðaþjónustunnar sé þar nokkur. Niðursveifla í ferðaþjónustu hefur þannig víðtæk áhrif á allt atvinnulíf í landinu. Eftirspurn eftir Íslandsferðum er fyrir hendi. Ísland er einstakur áfangastaður, sem enn er örlítill í alþjóðlegu samhengi. Samdráttur stafar fyrst og fremst af háu verðlagi, sem rekja má til samspils hækkunar á innlendum kostnaði og sterkrar krónu. Komist jafnvægi á gengi krónu á þeim stað sem uppfyllir bæði markmið útflutningsgreina og hagstjórnar er framtíð Íslands sem áfangastaðar björt. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Samdráttur í ferðaþjónustu á Íslandi árið 2019 er staðreynd. Töluverður samdráttur í verðmætasköpun er fyrirsjáanlegur, en hann verður mismikill milli fyrirtækja, atvinnugreina og eftir landshlutum. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmönnum í Samtökum ferðaþjónustunnar má reikna með að samdrátturinn verði á bilinu 10-20% borið saman við árið 2018. Samdrátturinn hófst í kjölfar ofris íslensku krónunnar árið 2017. Stór hluti ferðaþjónustu er verðlagður í erlendri mynt, 12-18 mánuði fram í tímann. Því koma áhrif af gengisbreytingum krónu gagnvart helstu mörkuðum fram með töluverðri tímatöf. Áhrif sterkrar krónu komu fram af fullum þunga árið 2018 og eru enn að verki í ár. Fall WOW air og kyrrsetning Boeing Max véla Icelandair ýta undir samdráttinn, þar sem framboð á flugsætum til Íslands er minna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Félagsmenn í SAF hafa áhyggjur af næsta vetri, þar sem bókunarstaða er mjög óljós. Framboð á beinu flugi til og frá áfangastað hefur áhrif á eftirspurn – en eftirspurn á mörkuðum getur sömuleiðis og ekki síður haft áhrif á framboð flugs frá markaðssvæðum. Gengi krónu gagnvart evru er 14% veikara í dag (28. júní), en fyrir ári síðan. Gengi krónu gagnvart dollara er um 16% veikara og gagnvart bresku pundi rúmlega 12% veikara. Það er líklegt að veiking krónunnar muni nú þegar hafa áhrif á kaup erlendra ferðamanna á vörum og þjónustu hér á landi. Þessi þróun vegur upp á móti samdrætti í fjölda erlendra ferðamanna til landsins. Það er lykilatriði fyrir ferðaþjónustu á Íslandi að gengi krónu sé í nokkuð góðu jafnvægi gagnvart helstu viðskiptamyntum. „Of“ sterk króna þýðir töpuð tækifæri og lakari samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Haldist gengið á núverandi slóðum gæti það eflt ferðaþjónustu um land allt og þar með styrkt stöðu þjóðarbúsins í heild. Til að vinna gegn frekari samdrætti telja SAF brýnt að ráðist verði í markaðsátak á skilgreindum lykilmörkuðum til að örva eftirspurn eftir Íslandsferðum veturinn 2019-2020 og sumarið 2020. Sömuleiðis þarf að ráðast í markaðsátak á innanlandsmarkaði og hvetja til stóraukinnar ferðamennsku innanlands. Framlag ferðaþjónustu í verðmætasköpun landsins er mikilvæg stoð í efnahagslífi landsins. Opinber fjárfesting í stoðkerfi greinarinnar (í innviðum, markaðssetningu, rannsóknum, nýsköpun og vöruþróun) mun efla fyrirtækin í greininni, auka tekjur ríkisins og skila sér í bættum lífskjörum og ábata fyrir samfélagið allt til framtíðar. Ferðaþjónusta hefur gegnt mikilvægu hlutverki við að skapa störf og ný tækifæri fyrir Íslendinga á undanförnum árum. Um tíma var atvinnuleysi hér á landi nær ekkert og átti ferðaþjónustan stærstan þátt í því. Staðan er hins vegar sú að í maí sl. voru um 10 þúsund manns á atvinnuleysiskrá í landinu og má ætla að hlutur ferðaþjónustunnar sé þar nokkur. Niðursveifla í ferðaþjónustu hefur þannig víðtæk áhrif á allt atvinnulíf í landinu. Eftirspurn eftir Íslandsferðum er fyrir hendi. Ísland er einstakur áfangastaður, sem enn er örlítill í alþjóðlegu samhengi. Samdráttur stafar fyrst og fremst af háu verðlagi, sem rekja má til samspils hækkunar á innlendum kostnaði og sterkrar krónu. Komist jafnvægi á gengi krónu á þeim stað sem uppfyllir bæði markmið útflutningsgreina og hagstjórnar er framtíð Íslands sem áfangastaðar björt. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun