David Beckham er einn fremst knattspyrnumaður Englendinga í sögunni og hann fór sjálfur nokkrum sinnum á HM með enska landsliðinu. Hann var meðal annars fyrirliði enska liðsins á HM 2002 og HM 2006 en í bæði skiptin datt enska landsliðið út í átta liða úrslitunum.
Nú var Beckham mættur í stúkuna ásamt sjö ára dóttur sinni Harper Seven Beckham en hún er mikil fótboltaáhugakona.
Þetta var skemmtilegur leikur fyrir stuðningsfólk enska landsliðsins því þær ensku höfðu mikla yfirburði á móti Noregi og tryggðu sér sæti í undanúrslitum HM með 3-0 sigri.
Sjónvarpsmyndavélarnar og ljósmyndararnir voru ekki lengi að finna Beckham í stúkunni enda einn af frægustu mönnum heims. Hann sat við hlið dóttur sinnar og móður sinnar, Söndru Georginu.
David Beckham og Harper Seven skemmtu sér konunglega á leiknum og fögnuðu með öðrum stuðningsmönnum enska landsliðsins.
Feðgin stálu síðan senunni þegar þau kysstust beint á munninn eins og sést hér á myndinni fyrir neðan.

Allir bræður hennar Harper voru að æfa fótbolta en hafa nú snúið sér að öðru. Sá elsti, Brooklyn Beckham, var í sextán ára liði Arsenal en missti samninginn sinn eftir 2014-15 tímabili. Síðan þá hafa Brooklyn og Romeo farið að vinna sem fyrirsætur.


