Duterte hótar andstæðingum sínum fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2019 09:06 Duterte forseti er þekktur fyrir ofsafengna orðræðu og viðbrögð. Vísir/EPA Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hótar pólitískum andstæðingum sínum því að hneppa þá í fangelsi reyni þeir að kæra hann fyrir embættisbrot. Forsetinn hefur legið undir gagnrýni fyrir linkind við kínversk stjórnvöld eftir að kínverskt skipt sökkti filippseysku fiskiskipi fyrr í þessum mánuði. Fyrrverandi utanríkisráðherra landsins og hæstaréttardómari eru á meðal þeirra sem telja að Duterte hafi brotið á stjórnarskrá landsins með því að afsaka kínversk stjórnvöld og leyfa kínverskum skipum að veiða innan efnahagslögsögu Filippseyja. Duterte brást ókvæða við gagnrýninni. „Ég? Ákærður fyrir embættisbrot? Ég fangelsa þá alla. Reynið það og ég geri það. Tíkarsonur,“ sagði forsetinn sem er þekktur fyrir fúkyrðaflaum og ofsa. Manaði hann pólitíska andstæðinga sína jafnframt til að kæra sig fyrir embættisbrot. „Viljið þið virkilega neyða mig til þess? Allt í lagi. Gerið það, tíkarsynirnir ykkar. Já. Leggið hana fram,“ segir forsetinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Duterte hefur verið sökuð um ofsóknir á pólitískum andstæðingum og árásir á tjáningarfrelsi á Filippseyjum. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á mánudaginn að fólk sem tjáir sig á Filippseyjum sé í raunverulegri hættu á að vera beitt ofbeldi sem opinberir embættismenn hóta því. Asísk þingmannanefnd um mannréttindamál gagnrýndi Duterte-stjórnina einnig í skýrslu í vikunni fyrir hótanir, ofsafengna orðræðu og tilbúnar ákærur á hendur pólitískum andstæðingum. Þær væru vísvitandi tilraun til að þagga niður í gagnrýnendum og draga úr eftirliti með stjórnvöldum. Filippseyjar Tengdar fréttir Duterte styrkir stöðu sína Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, vann sigur í kosningum sem fram fóru í síðustu viku. 22. maí 2019 07:22 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hótar pólitískum andstæðingum sínum því að hneppa þá í fangelsi reyni þeir að kæra hann fyrir embættisbrot. Forsetinn hefur legið undir gagnrýni fyrir linkind við kínversk stjórnvöld eftir að kínverskt skipt sökkti filippseysku fiskiskipi fyrr í þessum mánuði. Fyrrverandi utanríkisráðherra landsins og hæstaréttardómari eru á meðal þeirra sem telja að Duterte hafi brotið á stjórnarskrá landsins með því að afsaka kínversk stjórnvöld og leyfa kínverskum skipum að veiða innan efnahagslögsögu Filippseyja. Duterte brást ókvæða við gagnrýninni. „Ég? Ákærður fyrir embættisbrot? Ég fangelsa þá alla. Reynið það og ég geri það. Tíkarsonur,“ sagði forsetinn sem er þekktur fyrir fúkyrðaflaum og ofsa. Manaði hann pólitíska andstæðinga sína jafnframt til að kæra sig fyrir embættisbrot. „Viljið þið virkilega neyða mig til þess? Allt í lagi. Gerið það, tíkarsynirnir ykkar. Já. Leggið hana fram,“ segir forsetinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Duterte hefur verið sökuð um ofsóknir á pólitískum andstæðingum og árásir á tjáningarfrelsi á Filippseyjum. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á mánudaginn að fólk sem tjáir sig á Filippseyjum sé í raunverulegri hættu á að vera beitt ofbeldi sem opinberir embættismenn hóta því. Asísk þingmannanefnd um mannréttindamál gagnrýndi Duterte-stjórnina einnig í skýrslu í vikunni fyrir hótanir, ofsafengna orðræðu og tilbúnar ákærur á hendur pólitískum andstæðingum. Þær væru vísvitandi tilraun til að þagga niður í gagnrýnendum og draga úr eftirliti með stjórnvöldum.
Filippseyjar Tengdar fréttir Duterte styrkir stöðu sína Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, vann sigur í kosningum sem fram fóru í síðustu viku. 22. maí 2019 07:22 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Duterte styrkir stöðu sína Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, vann sigur í kosningum sem fram fóru í síðustu viku. 22. maí 2019 07:22