Hæfisnefndin sætir harðri gagnrýni Þorsteinn Friðrik Halldórsson og Hörður Ægisson skrifar 28. júní 2019 06:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Már Guðmundsson fráfarandi seðlabankastjóri. Fréttablaðið/Sigtryggur Umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra telja verulega vankanta á málsmeðferð nefndarinnar sem hafði umsjón með hæfnismati á umsækjendum. Fréttablaðið hefur staðfestar heimildir fyrir því að minnst sjö af þeim átta umsækjendum sem ekki voru metnir mjög vel hæfir hafi andmælt matinu. Á meðal rökstuðningsins sem þeir leggja fram er að nefndin hafi ekki gætt jafnræðis umsækjenda og ekki framkvæmt heildstæðan samanburð. Umsækjendur sem Fréttablaðið ræddi við furða sig á því að nefndin hafi ekki tekið til greina þær veigamiklu breytingar sem fyrirhugaðar eru með sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Það sé verulegur ágalli á hæfnismatinu enda ljóst að starfið muni krefjast meiri stjórnunarhæfileika en áður. Nefndin ákvað að bjóða umsækjendunum tólf að mæta í viðtal. Eftir viðtölin var niðurstaða nefndarinnar sú að ræða aftur við fimm umsækjendur. Í seinni umferð voru umsækjendur spurðir nánar út í stjórnunarhæfileika en sá hæfnisþáttur var lítið sem ekkert ræddur í fyrstu umferðinni. Í drögum að hæfnismatinu eru fjórir taldir mjög vel hæfir. Þeir sem ekki voru boðaðir í annað viðtal telja að nefndin hafi brotið jafnræðisregluna. Þeir hafi ekki fengið tækifæri til að varpa ljósi á stjórnunarhæfileika sína sem verða veigamikill þáttur í starfi seðlabankastjóra þegar sameiningin við Fjármálaeftirlitið gengur í gegn. Nefndin hafi því ekki gert heildstæðan samanburð á umsækjendum. Fréttablaðið sendi forsætisráðuneytinu fyrirspurn um hvort ráðuneytið teldi mat nefndarinnar fullnægjandi og hvort ráðherra hefði til skoðunar að ráðast í sjálfstæða rannsókn á hæfni umsækjenda sem tæki tillit til fyrirhugaðrar sameiningar Seðlabankans og FME. Engin svör bárust frá ráðuneytinu.Verulegir vankantar á hæfnismatinu Fréttablaðið hefur staðfestar heimildir fyrir því að minnst sjö af þeim átta umsækjendum sem ekki voru metnir mjög vel hæfir, hafi andmælt matinu. Á meðal rökstuðningsins sem þeir leggja fram er að nefndin hafi ekki gætt jafnræðis umsækjenda, ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni í skilningi stjórnsýslulaga og ekki framkvæmt heildstæðan samanburð á umsækjendum. Hæfisnefnd um skipun seðlabankastjóra komst að þeirri niðurstöðu að fjórir umsækjendur stæðu öðrum framar og teldust mjög vel hæfir til að gegna embættinu. Þeir eru Arnór Sighvatsson, Ásgeir Jónsson, Gylfi Magnússon og Jón Daníelsson.Jón Daníelsson prófessor við LSE í London, Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og Arnór Sighvatsson ráðgjafi seðlabankastjóra og fyrrverandi, aðalhagfræðingur og aðstoðarseðlabankastjóri.Mynd/SamsettEnn fremur var niðurstaða nefndarinnar að Gunnar Haraldsson, Gylfi Arnbjörnsson, Katrín Ólafsdóttir, Sturla Pálsson og Sigurður Hannesson væru vel hæf til að gegna embættinu. Þá voru Ásgeir Brynjar Torfason, Jón Gunnar Jónsson og Vilhjálmur Bjarnason taldir hæfir. Skila þurfti andmælum í síðasta lagi miðvikudaginn 19. júní. Umsækjendur sem Fréttablaðið ræddi við furða sig á því að nefndin hafi ekki tekið til greina þær veigamiklu breytingar sem fyrirhugaðar eru með sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. Það eitt og sér sé verulegur ágalli á hæfnismatinu enda ljóst að eðli starfsins muni breytast töluvert og krefjast meiri stjórnunarhæfileika en það hefur áður gert. Því megi velta fyrir sér hvort mark sé takandi á hæfnismatinu.Sumir fengu tvö tækifæri Nefndin ákvað að bjóða umsækjendunum tólf að mæta í viðtal. Eftir þau viðtöl var það niðurstaða nefndarinnar að ræða aftur við umsækjendurna Arnór Sighvatsson, Ásgeir Jónsson, Gylfa Magnússon, Jón Daníelsson og Katrínu Ólafsdóttur. Í seinni umferð viðtala voru umsækjendur spurðir nánar út í stjórnunarhæfileika, umfang mannaforráða undanfarin ár, stjórnunarstíl og hvernig sú reynsla gæti nýst þeim í starfi seðlabankastjóra. Þessir hæfnisþættir voru lítið sem ekkert ræddir í fyrstu umferðinni. Þeir sem ekki voru boðaðir í annað viðtal telja að nefndin hafi brotið jafnræðisregluna með því að haga málum með þessum hætti. Þannig hafi þeir til að mynda ekki fengið tækifæri til að varpa ljósi á stjórnunarhæfileika sína sem verða veigamikill þáttur í starfi seðlabankastjóra þegar sameiningin við Fjármálaeftirlitið gengur í gegn. Nefndin hafi því ekki gert heildstæðan samanburð á umsækjendum. Umsækjendur furðuðu sig á því hvernig nefndin framkvæmdi matið. Matið var að hluta byggt á starfsferilskrám umsækjenda en nefndin mun hafa tekið þær gildar án þess að rannsaka frekar hvað lægi á bak við og hvort fyrri störf hefðu í raun krafist stjórnunarhæfileika. Nefndin hefði ekki farið í saumana á fullyrðingum og því hefðu umsækjendur í raun getað, eins og einn orðaði það, sagt hvað sem er um sjálfa sig. Þá töldu sumir að nefndin hefði lagt huglægt og óskiljanlegt mat á stjórnunarhæfileika þar sem seta í stjórn fyrirtækja eða stofnana var metin ofar því að gegna stöðu framkvæmdastjóra til margra ára eða að leiða viðamikil verkefni farsællega til lykta. Nokkrir höfðu orð á því að vinnubrögð af þessu tagi sæjust ekki þegar seðlabankastjórar eru skipaðir erlendis. Viðbótarskilyrði án stoða Einn umsækjandi vakti athygli á því að nefndin hefði sett viðbótarskilyrði sem átti sér enga stoð en lögum samkvæmt skal seðlabankastjóri hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum. Þrátt fyrir doktorspróf umsækjanda í tengdri grein var hann færður niður í flokkinn vel hæfur með þeirri röksemd að prófið væri „án áherslu á lögbundið verksvið SÍ“. Velti hann upp þeirri spurningu hvort Már Guðmundsson, núverandi seðlabankastjóri, sem er ekki með doktorspróf, hefði verið flokkaður mjög vel hæfur í þessu hæfismati. Eins og Fréttablaðið hafði áður greint frá bárust forsætisráðuneytinu kvartanir frá umsækjendum vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur, hagfræðings við Yale-háskóla og bankaráðsmanns í Landsbankanum, sem formanns þriggja manna hæfisnefndar sem á að meta hæfi þeirra sem sóttu um embættið. Gagnrýnt var að Sigríður leiddi hæfisnefndina á sama tíma og hún væri í bankaráði Landsbankans enda eigi bankinn, sem stærsti viðskiptavinur Seðlabanka Íslands, verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum Seðlabankans. Sigríður Benediktsdóttir, formaður hæfisnefndarinnar.Allir komu vel fyrir Í skipunarbréfi nefndarinnar var mælt fyrir um að nefndin skyldi við mat á hæfni umsækjenda einnig hafa hliðsjón af hæfni í mannlegum samskiptum. Í drögum að hæfnismatinu , sem Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að einkum hafi verið stuðst við viðtöl nefndarmanna við umsækjendur við mat á þessum þætti. „Í viðtölunum komu allir umsækjendur vel fyrir og er á grundvelli þeirra ekki forsenda til að gera upp á milli þeirra með hliðsjón af þessum efnisþætti,“ segir í drögunum. Samkvæmt þessu virðist sem nefndin hafi ekki rannsakað nánar hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra, sem mun leiða sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, í mannlegum samskiptum. Þar sem allir umsækjendur þóttu koma vel fyrir hafði þessi hæfnisþáttur ekki áhrif á niðurstöðu matsins. Betra að sitja í stjórn en framkvæmdastjórn Nefndin lagði meðal annars mat á starfsreynslu en samkvæmt lögum þarf seðlabankastjóri að búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum. Í umfjöllun nefndarinar, svo dæmi sé tekið, kemur fram að Jón Gunnar Jónsson, sem hefur gegnt embætti forstjóra Bankasýslu ríkisins frá árinu 2012 og starfaði áður í 16 ár hjá Merril Lynch, sé hæfur. Nefndin metur Vilhjálm Bjarnason vel hæfan og telur honum til tekna að hafa starfað sem útibússtjóri, verðbréfamiðlari, kennari, sérfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun og Hagstofu Íslands, og átt sæti í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Auk þess sitji hann í stjórn Bankasýslu ríkisins. Gunnar Haraldsson er einnig metinn vel hæfur en hann var forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á árunum 2007 til 2010 og aftur 2013 til 2015. Hann hefur auk þess starfað hjá OECD, Þróunarsamvinnustofnun, forsætisráðuneytinu og Þjóðhagsstofnun. Gylfi Magnússon er hins vegar metinn mjög vel hæfur en í umfjöllun nefndarinnar kemur fram að Gylfi er dósent við Háskóla Íslands, hefur gegnt störfum sem efnahags- og viðskiptaráðherra auk þess að hafa verið stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins og setið í stjórn þriggja fyrirtækja. Þá hafi hann verið formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands frá árinu 2018. Mat á stjórnunarhæfileikum er afgreitt á rúmlega hálfri síðu í matsdrögunum en matið á að byggja á reynslu umsækjenda af stjórnun. Sturla Pálsson, sem hefur verið með mannaforráð sem framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabankanum frá árinu 2005, er metinn vel hæfur hvað stjórnunarhæfileika varðar. Sigurður Hannesson, sem er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og var áður framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Kviku banka og varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda um losun fjármagnshafta, var einnig metinn vel hæfur. Gylfi Magnússon er metinn mjög vel hæfur í þessum þætti og er þá talið til tekna að hafa verið ráðherra frá febrúar 2009 til september 2010. Einnig er stjórnarformennska hjá Samkeppniseftirlitinu og aðrar stjórnarsetur teknar sérstaklega fram. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fjórir metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. 16. júní 2019 17:40 Synd að stjórnvöld bregðist með þessum hætti Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra segir ákvörðun hæfisnefndar um að horfa ekki til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ástæðu þess að hann dró umsögn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. 14. júní 2019 13:00 Seðlabankinn verður á tveimur stöðum eftir sameiningu Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið sameinast undir einum hatti Seðlabankans þann 1. janúar næstkomandi en frumvarp þess efnis var samþykkt á Alþingi í gær. Sameinuð stofnun mun lúta stjórn seðlabankastjóra og þriggja varaseðlabankastjóra sem stýra ólíkum stoðum bankans. 20. júní 2019 21:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra telja verulega vankanta á málsmeðferð nefndarinnar sem hafði umsjón með hæfnismati á umsækjendum. Fréttablaðið hefur staðfestar heimildir fyrir því að minnst sjö af þeim átta umsækjendum sem ekki voru metnir mjög vel hæfir hafi andmælt matinu. Á meðal rökstuðningsins sem þeir leggja fram er að nefndin hafi ekki gætt jafnræðis umsækjenda og ekki framkvæmt heildstæðan samanburð. Umsækjendur sem Fréttablaðið ræddi við furða sig á því að nefndin hafi ekki tekið til greina þær veigamiklu breytingar sem fyrirhugaðar eru með sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Það sé verulegur ágalli á hæfnismatinu enda ljóst að starfið muni krefjast meiri stjórnunarhæfileika en áður. Nefndin ákvað að bjóða umsækjendunum tólf að mæta í viðtal. Eftir viðtölin var niðurstaða nefndarinnar sú að ræða aftur við fimm umsækjendur. Í seinni umferð voru umsækjendur spurðir nánar út í stjórnunarhæfileika en sá hæfnisþáttur var lítið sem ekkert ræddur í fyrstu umferðinni. Í drögum að hæfnismatinu eru fjórir taldir mjög vel hæfir. Þeir sem ekki voru boðaðir í annað viðtal telja að nefndin hafi brotið jafnræðisregluna. Þeir hafi ekki fengið tækifæri til að varpa ljósi á stjórnunarhæfileika sína sem verða veigamikill þáttur í starfi seðlabankastjóra þegar sameiningin við Fjármálaeftirlitið gengur í gegn. Nefndin hafi því ekki gert heildstæðan samanburð á umsækjendum. Fréttablaðið sendi forsætisráðuneytinu fyrirspurn um hvort ráðuneytið teldi mat nefndarinnar fullnægjandi og hvort ráðherra hefði til skoðunar að ráðast í sjálfstæða rannsókn á hæfni umsækjenda sem tæki tillit til fyrirhugaðrar sameiningar Seðlabankans og FME. Engin svör bárust frá ráðuneytinu.Verulegir vankantar á hæfnismatinu Fréttablaðið hefur staðfestar heimildir fyrir því að minnst sjö af þeim átta umsækjendum sem ekki voru metnir mjög vel hæfir, hafi andmælt matinu. Á meðal rökstuðningsins sem þeir leggja fram er að nefndin hafi ekki gætt jafnræðis umsækjenda, ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni í skilningi stjórnsýslulaga og ekki framkvæmt heildstæðan samanburð á umsækjendum. Hæfisnefnd um skipun seðlabankastjóra komst að þeirri niðurstöðu að fjórir umsækjendur stæðu öðrum framar og teldust mjög vel hæfir til að gegna embættinu. Þeir eru Arnór Sighvatsson, Ásgeir Jónsson, Gylfi Magnússon og Jón Daníelsson.Jón Daníelsson prófessor við LSE í London, Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og Arnór Sighvatsson ráðgjafi seðlabankastjóra og fyrrverandi, aðalhagfræðingur og aðstoðarseðlabankastjóri.Mynd/SamsettEnn fremur var niðurstaða nefndarinnar að Gunnar Haraldsson, Gylfi Arnbjörnsson, Katrín Ólafsdóttir, Sturla Pálsson og Sigurður Hannesson væru vel hæf til að gegna embættinu. Þá voru Ásgeir Brynjar Torfason, Jón Gunnar Jónsson og Vilhjálmur Bjarnason taldir hæfir. Skila þurfti andmælum í síðasta lagi miðvikudaginn 19. júní. Umsækjendur sem Fréttablaðið ræddi við furða sig á því að nefndin hafi ekki tekið til greina þær veigamiklu breytingar sem fyrirhugaðar eru með sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. Það eitt og sér sé verulegur ágalli á hæfnismatinu enda ljóst að eðli starfsins muni breytast töluvert og krefjast meiri stjórnunarhæfileika en það hefur áður gert. Því megi velta fyrir sér hvort mark sé takandi á hæfnismatinu.Sumir fengu tvö tækifæri Nefndin ákvað að bjóða umsækjendunum tólf að mæta í viðtal. Eftir þau viðtöl var það niðurstaða nefndarinnar að ræða aftur við umsækjendurna Arnór Sighvatsson, Ásgeir Jónsson, Gylfa Magnússon, Jón Daníelsson og Katrínu Ólafsdóttur. Í seinni umferð viðtala voru umsækjendur spurðir nánar út í stjórnunarhæfileika, umfang mannaforráða undanfarin ár, stjórnunarstíl og hvernig sú reynsla gæti nýst þeim í starfi seðlabankastjóra. Þessir hæfnisþættir voru lítið sem ekkert ræddir í fyrstu umferðinni. Þeir sem ekki voru boðaðir í annað viðtal telja að nefndin hafi brotið jafnræðisregluna með því að haga málum með þessum hætti. Þannig hafi þeir til að mynda ekki fengið tækifæri til að varpa ljósi á stjórnunarhæfileika sína sem verða veigamikill þáttur í starfi seðlabankastjóra þegar sameiningin við Fjármálaeftirlitið gengur í gegn. Nefndin hafi því ekki gert heildstæðan samanburð á umsækjendum. Umsækjendur furðuðu sig á því hvernig nefndin framkvæmdi matið. Matið var að hluta byggt á starfsferilskrám umsækjenda en nefndin mun hafa tekið þær gildar án þess að rannsaka frekar hvað lægi á bak við og hvort fyrri störf hefðu í raun krafist stjórnunarhæfileika. Nefndin hefði ekki farið í saumana á fullyrðingum og því hefðu umsækjendur í raun getað, eins og einn orðaði það, sagt hvað sem er um sjálfa sig. Þá töldu sumir að nefndin hefði lagt huglægt og óskiljanlegt mat á stjórnunarhæfileika þar sem seta í stjórn fyrirtækja eða stofnana var metin ofar því að gegna stöðu framkvæmdastjóra til margra ára eða að leiða viðamikil verkefni farsællega til lykta. Nokkrir höfðu orð á því að vinnubrögð af þessu tagi sæjust ekki þegar seðlabankastjórar eru skipaðir erlendis. Viðbótarskilyrði án stoða Einn umsækjandi vakti athygli á því að nefndin hefði sett viðbótarskilyrði sem átti sér enga stoð en lögum samkvæmt skal seðlabankastjóri hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum. Þrátt fyrir doktorspróf umsækjanda í tengdri grein var hann færður niður í flokkinn vel hæfur með þeirri röksemd að prófið væri „án áherslu á lögbundið verksvið SÍ“. Velti hann upp þeirri spurningu hvort Már Guðmundsson, núverandi seðlabankastjóri, sem er ekki með doktorspróf, hefði verið flokkaður mjög vel hæfur í þessu hæfismati. Eins og Fréttablaðið hafði áður greint frá bárust forsætisráðuneytinu kvartanir frá umsækjendum vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur, hagfræðings við Yale-háskóla og bankaráðsmanns í Landsbankanum, sem formanns þriggja manna hæfisnefndar sem á að meta hæfi þeirra sem sóttu um embættið. Gagnrýnt var að Sigríður leiddi hæfisnefndina á sama tíma og hún væri í bankaráði Landsbankans enda eigi bankinn, sem stærsti viðskiptavinur Seðlabanka Íslands, verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum Seðlabankans. Sigríður Benediktsdóttir, formaður hæfisnefndarinnar.Allir komu vel fyrir Í skipunarbréfi nefndarinnar var mælt fyrir um að nefndin skyldi við mat á hæfni umsækjenda einnig hafa hliðsjón af hæfni í mannlegum samskiptum. Í drögum að hæfnismatinu , sem Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að einkum hafi verið stuðst við viðtöl nefndarmanna við umsækjendur við mat á þessum þætti. „Í viðtölunum komu allir umsækjendur vel fyrir og er á grundvelli þeirra ekki forsenda til að gera upp á milli þeirra með hliðsjón af þessum efnisþætti,“ segir í drögunum. Samkvæmt þessu virðist sem nefndin hafi ekki rannsakað nánar hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra, sem mun leiða sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, í mannlegum samskiptum. Þar sem allir umsækjendur þóttu koma vel fyrir hafði þessi hæfnisþáttur ekki áhrif á niðurstöðu matsins. Betra að sitja í stjórn en framkvæmdastjórn Nefndin lagði meðal annars mat á starfsreynslu en samkvæmt lögum þarf seðlabankastjóri að búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum. Í umfjöllun nefndarinar, svo dæmi sé tekið, kemur fram að Jón Gunnar Jónsson, sem hefur gegnt embætti forstjóra Bankasýslu ríkisins frá árinu 2012 og starfaði áður í 16 ár hjá Merril Lynch, sé hæfur. Nefndin metur Vilhjálm Bjarnason vel hæfan og telur honum til tekna að hafa starfað sem útibússtjóri, verðbréfamiðlari, kennari, sérfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun og Hagstofu Íslands, og átt sæti í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Auk þess sitji hann í stjórn Bankasýslu ríkisins. Gunnar Haraldsson er einnig metinn vel hæfur en hann var forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á árunum 2007 til 2010 og aftur 2013 til 2015. Hann hefur auk þess starfað hjá OECD, Þróunarsamvinnustofnun, forsætisráðuneytinu og Þjóðhagsstofnun. Gylfi Magnússon er hins vegar metinn mjög vel hæfur en í umfjöllun nefndarinnar kemur fram að Gylfi er dósent við Háskóla Íslands, hefur gegnt störfum sem efnahags- og viðskiptaráðherra auk þess að hafa verið stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins og setið í stjórn þriggja fyrirtækja. Þá hafi hann verið formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands frá árinu 2018. Mat á stjórnunarhæfileikum er afgreitt á rúmlega hálfri síðu í matsdrögunum en matið á að byggja á reynslu umsækjenda af stjórnun. Sturla Pálsson, sem hefur verið með mannaforráð sem framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabankanum frá árinu 2005, er metinn vel hæfur hvað stjórnunarhæfileika varðar. Sigurður Hannesson, sem er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og var áður framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Kviku banka og varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda um losun fjármagnshafta, var einnig metinn vel hæfur. Gylfi Magnússon er metinn mjög vel hæfur í þessum þætti og er þá talið til tekna að hafa verið ráðherra frá febrúar 2009 til september 2010. Einnig er stjórnarformennska hjá Samkeppniseftirlitinu og aðrar stjórnarsetur teknar sérstaklega fram.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fjórir metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. 16. júní 2019 17:40 Synd að stjórnvöld bregðist með þessum hætti Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra segir ákvörðun hæfisnefndar um að horfa ekki til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ástæðu þess að hann dró umsögn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. 14. júní 2019 13:00 Seðlabankinn verður á tveimur stöðum eftir sameiningu Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið sameinast undir einum hatti Seðlabankans þann 1. janúar næstkomandi en frumvarp þess efnis var samþykkt á Alþingi í gær. Sameinuð stofnun mun lúta stjórn seðlabankastjóra og þriggja varaseðlabankastjóra sem stýra ólíkum stoðum bankans. 20. júní 2019 21:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Fjórir metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. 16. júní 2019 17:40
Synd að stjórnvöld bregðist með þessum hætti Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra segir ákvörðun hæfisnefndar um að horfa ekki til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ástæðu þess að hann dró umsögn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. 14. júní 2019 13:00
Seðlabankinn verður á tveimur stöðum eftir sameiningu Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið sameinast undir einum hatti Seðlabankans þann 1. janúar næstkomandi en frumvarp þess efnis var samþykkt á Alþingi í gær. Sameinuð stofnun mun lúta stjórn seðlabankastjóra og þriggja varaseðlabankastjóra sem stýra ólíkum stoðum bankans. 20. júní 2019 21:00