Fannst tíu árum eftir hvarf á bak við frysti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2019 21:58 Larry Ely Murillo-Moncada hvarf sporlaust árið 2009. council bluffs police department Líkamsleifar manns sem hvarf árið 2009 fundust á bak við frysti í matvörubúð, sem nú hefur verið lokað, þar sem maðurinn vann. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rannsóknarlögreglumenn í Council Bluffs í Iowa í Bandaríkjunum segja Larry Ely Murillo-Moncada, sem var 25 ára, hafa dottið ofan í hálfs metra gat í matvöruversluninni No Frills. Lögreglumaðurinn Brandon Danielson segir hljóð frá kælunum líklega hafa drekkt hrópum Murillo-Moncada eftir aðstoð. Ekki er talið að nokkuð misjafnt hafi farið fram og var andlát hans skráð sem slys. Líkamsleifar hans fundust í janúar í búðinni, sem var minna en einum og hálfum kílómetra frá heimili hans, en líkið var svo rotið að ekki tókst að bera kennsl á það fyrr en í síðustu viku eftir að búið var að rannsaka það. „Maður heyrir ekki um svona mál, að fólk finnist í veggjum, sérstaklega á þessu svæði,“ sagði Danielson, sem rannsakaði mannshvarfsmálið árið 2009. „Fólk hverfur reglulega en þetta er alveg einstakt,“ sagði hann í samtali við KETV í Omaha á mánudag.Yfirgaf aldrei No Frills Hvarf Murillo-Moncada var tilkynnt til lögreglu daginn eftir Þakkargjörðarhátíðina eftir að hann flúði frá heimili foreldra sinna berfættur og sá hann ofsjónir, segja ættingjar. Hann skildi lyklana eftir í bílnum sínum, sögðu foreldrar hans við fréttamiðla þegar hann hvarf, en það var snjóstormur þegar hann stakk af. „Hann heyrði raddir sem sögðu „borðaðu sykur,““ sagði móðir hans með hjálp túlks árið 2009. „Honum fannst hjartað sitt slá svo fast og hélt að ef hann borðaði sykur myndi það hætta að slá svona fast.“ Bláu fötin sem fundust utan á líkinu í janúar pössuðu við lýsingar foreldra hans. Kælirinn sem hann datt á bak við var tæplega fjögurra metra hár. Hann fannst þegar vinnumenn voru að rífa niður hillur í búðinni. Fyrrverandi starfsmenn No Frills, sem hefur verið lokuð í nokkur ár, segja að það hafi ekki verið óalgengt að starfsmenn hafi klifrað upp á kælana til að raða vörum í hillurnar fyrir ofan. Danielson sagði á mánudag að móðir Murillo-Moncada hafi lengi haldið að hann hafi verið í búðinni þegar hann hvarf. „Móðirin, hún trúði því að hann hafi aldrei farið úr No Frills,“ sagði hann. Bandaríkin Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Líkamsleifar manns sem hvarf árið 2009 fundust á bak við frysti í matvörubúð, sem nú hefur verið lokað, þar sem maðurinn vann. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rannsóknarlögreglumenn í Council Bluffs í Iowa í Bandaríkjunum segja Larry Ely Murillo-Moncada, sem var 25 ára, hafa dottið ofan í hálfs metra gat í matvöruversluninni No Frills. Lögreglumaðurinn Brandon Danielson segir hljóð frá kælunum líklega hafa drekkt hrópum Murillo-Moncada eftir aðstoð. Ekki er talið að nokkuð misjafnt hafi farið fram og var andlát hans skráð sem slys. Líkamsleifar hans fundust í janúar í búðinni, sem var minna en einum og hálfum kílómetra frá heimili hans, en líkið var svo rotið að ekki tókst að bera kennsl á það fyrr en í síðustu viku eftir að búið var að rannsaka það. „Maður heyrir ekki um svona mál, að fólk finnist í veggjum, sérstaklega á þessu svæði,“ sagði Danielson, sem rannsakaði mannshvarfsmálið árið 2009. „Fólk hverfur reglulega en þetta er alveg einstakt,“ sagði hann í samtali við KETV í Omaha á mánudag.Yfirgaf aldrei No Frills Hvarf Murillo-Moncada var tilkynnt til lögreglu daginn eftir Þakkargjörðarhátíðina eftir að hann flúði frá heimili foreldra sinna berfættur og sá hann ofsjónir, segja ættingjar. Hann skildi lyklana eftir í bílnum sínum, sögðu foreldrar hans við fréttamiðla þegar hann hvarf, en það var snjóstormur þegar hann stakk af. „Hann heyrði raddir sem sögðu „borðaðu sykur,““ sagði móðir hans með hjálp túlks árið 2009. „Honum fannst hjartað sitt slá svo fast og hélt að ef hann borðaði sykur myndi það hætta að slá svona fast.“ Bláu fötin sem fundust utan á líkinu í janúar pössuðu við lýsingar foreldra hans. Kælirinn sem hann datt á bak við var tæplega fjögurra metra hár. Hann fannst þegar vinnumenn voru að rífa niður hillur í búðinni. Fyrrverandi starfsmenn No Frills, sem hefur verið lokuð í nokkur ár, segja að það hafi ekki verið óalgengt að starfsmenn hafi klifrað upp á kælana til að raða vörum í hillurnar fyrir ofan. Danielson sagði á mánudag að móðir Murillo-Moncada hafi lengi haldið að hann hafi verið í búðinni þegar hann hvarf. „Móðirin, hún trúði því að hann hafi aldrei farið úr No Frills,“ sagði hann.
Bandaríkin Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira