Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2019 12:07 Chynna Deese og Lucas Fowler. Þau voru 24 og 23 ára þegar þau voru myrt. Vísir/EPA Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. Talið er að málin gætu tengst en þau komu bæði upp á nokkurra daga tímabili í síðustu viku. Lögregla lýsir eftir skeggjuðum manni sem sást ræða við eitt fórnarlambanna við hraðbrautina. Málið sem farið hefur hæst í fjölmiðlum undanfarna daga er morðið á Lucas Fowler og Chynna Deese, pari á þrítugsaldri. Fowler var ástralskur en Deese bandarískur ríkisborgari. Þau kynntust á hosteli í Króatíu fyrir tveimur árum, urðu ástfangin og höfðu síðustu vikur ferðast um Kanada á húsbíl. Lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku, um 20 kílómetra suður af Liard-jarðhitasvæðinu í British Columbia. Þau eru talin hafa verið skotin til bana, að því er haft hefur verið eftir lögreglu í Ástralíu en Fowler er sonur yfirmanns hjá lögreglunni þar í landi.Í myndbandinu hér að neðan má sjá efni úr öryggismyndavélum, sem sýnir parið á ferðalagi sínu.Í fyrstu þvertók lögregla fyrir að morðið á parinu tengdist líkfundi við þjóðveginn um fimm hundruð kílómetrum sunnar á föstudag, fjórum dögum eftir morðið. Skammt frá líkinu fannst bíll tveggja unglinga, Kam McLeod og Bryer Schmegelsky, sem kveikt hafði verið í en ekkert hefur spurst til McLeod og Schmegelsky síðan. Lögregla segir ekki ljóst á þessari stundu hvort unglingarnir tveir og hinn látni, sem ekki hefur verið nafngreindur, hafi þekkst eða átt í einhverjum samskiptum. Á blaðamannafundi lögreglu í gær kom svo fram að málin gætu tengst, þvert á fyrri yfirlýsingar. Lögregla birti jafnframt skissu af skeggjuðum manni sem sást ræða við Fowler við þjóðveginn í síðustu viku. Lögregla óskar eftir því að ná tali af manninum en hefur þó ekki gefið út að hann sé grunaður um aðild að málinu. Janelle Shoihet, upplýsingafulltrúi lögreglu, sagði jafnframt á blaðamannafundinum að áhyggjur íbúa á svæðinu vegna málanna tveggja hefðu fullan rétt á sér. „Það er óvenjulegt að tvær svo stórtækar rannsóknir af þessum meiði séu í gangi á sama tíma í norðurhluta B.C. [British Columbia], þannig að við viðurkennum möguleikann á því að málin geti tengst.“ Kanada Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. Talið er að málin gætu tengst en þau komu bæði upp á nokkurra daga tímabili í síðustu viku. Lögregla lýsir eftir skeggjuðum manni sem sást ræða við eitt fórnarlambanna við hraðbrautina. Málið sem farið hefur hæst í fjölmiðlum undanfarna daga er morðið á Lucas Fowler og Chynna Deese, pari á þrítugsaldri. Fowler var ástralskur en Deese bandarískur ríkisborgari. Þau kynntust á hosteli í Króatíu fyrir tveimur árum, urðu ástfangin og höfðu síðustu vikur ferðast um Kanada á húsbíl. Lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku, um 20 kílómetra suður af Liard-jarðhitasvæðinu í British Columbia. Þau eru talin hafa verið skotin til bana, að því er haft hefur verið eftir lögreglu í Ástralíu en Fowler er sonur yfirmanns hjá lögreglunni þar í landi.Í myndbandinu hér að neðan má sjá efni úr öryggismyndavélum, sem sýnir parið á ferðalagi sínu.Í fyrstu þvertók lögregla fyrir að morðið á parinu tengdist líkfundi við þjóðveginn um fimm hundruð kílómetrum sunnar á föstudag, fjórum dögum eftir morðið. Skammt frá líkinu fannst bíll tveggja unglinga, Kam McLeod og Bryer Schmegelsky, sem kveikt hafði verið í en ekkert hefur spurst til McLeod og Schmegelsky síðan. Lögregla segir ekki ljóst á þessari stundu hvort unglingarnir tveir og hinn látni, sem ekki hefur verið nafngreindur, hafi þekkst eða átt í einhverjum samskiptum. Á blaðamannafundi lögreglu í gær kom svo fram að málin gætu tengst, þvert á fyrri yfirlýsingar. Lögregla birti jafnframt skissu af skeggjuðum manni sem sást ræða við Fowler við þjóðveginn í síðustu viku. Lögregla óskar eftir því að ná tali af manninum en hefur þó ekki gefið út að hann sé grunaður um aðild að málinu. Janelle Shoihet, upplýsingafulltrúi lögreglu, sagði jafnframt á blaðamannafundinum að áhyggjur íbúa á svæðinu vegna málanna tveggja hefðu fullan rétt á sér. „Það er óvenjulegt að tvær svo stórtækar rannsóknir af þessum meiði séu í gangi á sama tíma í norðurhluta B.C. [British Columbia], þannig að við viðurkennum möguleikann á því að málin geti tengst.“
Kanada Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira