Trúnaðarmaður getur ekkert fullyrt um ljósbogann Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 23. júlí 2019 10:29 Frá álverinu í Straumsvík. Vísir/Arnar Trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segist ekki hafa fengið upplýsingar um það hvort svokallaður ljósbogi hafi myndast í einum kerskála álversins í gær. Hann segist þeirrar skoðunar að ef ljósbogi hafi myndast hefðu forsvarsmenn fyrirtækisins átt að senda út fréttatilkynningu þess efnis. Greint var frá því í gær að slökkva hefði þurft á kerskála þrjú í álverinu í Straumsvík í gær. Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi tjáði Vísi í gær að það hefði verið gert vegna óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til þess að annað súrál hafi verið notað en venjulega. Lokunin hafi átt að tryggja öryggi starfsmanna.Mbl hafði svo eftir heimildum sínum í gær að svokallaður ljósbogi hefði myndast í kerskálanum. Bjarni Már hefur hingað til ekki viljað tjá sig um ljósbogann við fjölmiðla.Hefur ekki komið á vettvang Reinhold Richter trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi rætt við samstarfsmenn sína og sé að reyna að afla upplýsinga um málið.Skjáskot af frétt Fréttablaðsins frá 29. júlí 2015.Skjáskot/FréttablaðiðReinhold segir ljóst að eitthvað hafi gerst, en hvort að ljósbogi hafi myndast eða ekki geti hann ekki fullyrt um. Hann hafi jafnframt ekki séð vettvanginn. Ljósbogi myndaðist við skammhlaup í álverinu í Straumsvík í júní árið 2001, í sama kerskála og slökkt var á í gær. Þá brenndust tveir menn alvarlega við gangsetningu á rafgreiningarkerfi. Annar þeirra lést af sárum sínum nokkrum dögum síðar. Þetta er í annað sinn sem kerskála er lokað í álverinu en það gerðist síðast árið 2006 þegar rafmagn fór af kerskála þrjú. Þá var tjónið metið á fjórða milljarða og tók mánuði að koma allri starfsemi aftur í gang. Um þriðjungur álframleiðslu álversins fer fram í skála þrjú. Árið 2015, þegar verkfall starfsmanna álversins var yfirvofandi, sögðu stjórnendur álversins að slökkva yrði á kerskála í verksmiðjunni, kæmi til verkfalla. Var haft eftir þeim í Fréttablaðinu að yrði slökkt á kerskálanum jafngilti það lokun fyrirtækisins. Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. 22. júlí 2019 10:08 Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segist ekki hafa fengið upplýsingar um það hvort svokallaður ljósbogi hafi myndast í einum kerskála álversins í gær. Hann segist þeirrar skoðunar að ef ljósbogi hafi myndast hefðu forsvarsmenn fyrirtækisins átt að senda út fréttatilkynningu þess efnis. Greint var frá því í gær að slökkva hefði þurft á kerskála þrjú í álverinu í Straumsvík í gær. Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi tjáði Vísi í gær að það hefði verið gert vegna óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til þess að annað súrál hafi verið notað en venjulega. Lokunin hafi átt að tryggja öryggi starfsmanna.Mbl hafði svo eftir heimildum sínum í gær að svokallaður ljósbogi hefði myndast í kerskálanum. Bjarni Már hefur hingað til ekki viljað tjá sig um ljósbogann við fjölmiðla.Hefur ekki komið á vettvang Reinhold Richter trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi rætt við samstarfsmenn sína og sé að reyna að afla upplýsinga um málið.Skjáskot af frétt Fréttablaðsins frá 29. júlí 2015.Skjáskot/FréttablaðiðReinhold segir ljóst að eitthvað hafi gerst, en hvort að ljósbogi hafi myndast eða ekki geti hann ekki fullyrt um. Hann hafi jafnframt ekki séð vettvanginn. Ljósbogi myndaðist við skammhlaup í álverinu í Straumsvík í júní árið 2001, í sama kerskála og slökkt var á í gær. Þá brenndust tveir menn alvarlega við gangsetningu á rafgreiningarkerfi. Annar þeirra lést af sárum sínum nokkrum dögum síðar. Þetta er í annað sinn sem kerskála er lokað í álverinu en það gerðist síðast árið 2006 þegar rafmagn fór af kerskála þrjú. Þá var tjónið metið á fjórða milljarða og tók mánuði að koma allri starfsemi aftur í gang. Um þriðjungur álframleiðslu álversins fer fram í skála þrjú. Árið 2015, þegar verkfall starfsmanna álversins var yfirvofandi, sögðu stjórnendur álversins að slökkva yrði á kerskála í verksmiðjunni, kæmi til verkfalla. Var haft eftir þeim í Fréttablaðinu að yrði slökkt á kerskálanum jafngilti það lokun fyrirtækisins.
Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. 22. júlí 2019 10:08 Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. 22. júlí 2019 10:08
Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45