Þrettán ára þráhyggja Hildur Björnsdóttir skrifar 23. júlí 2019 08:00 Laxveiðidagurinn er mikill tyllidagur í Reykjavík. Þá safnast allir sem vettlingi geta valdið að veiðistaðnum. Kvenfólkið var ríðandi í söðlum. Hleyptu þær hestum sínum með undraverðu hugrekki og kjarki”, ritaði enskur ferðamaður árið 1810 um Laxveiðidaginn í Elliðaánum. Nýverið samþykkti meirihluti borgarstjórnar atvinnuuppbyggingu í Elliðaárdalnum. Borgarstjóri hefur barist fyrir uppbyggingunni í þrettán ár. Íbúar og hollvinasamtök hafa andmælt áformunum. Sjálfstæðisflokkur hefur lagt til friðlýsingu dalsins. Formaður skipulagsráðs telur tilfinningatal um verðmæta náttúru dalsins hjákátlegt enda sé dalurinn manngerður. Öðruvísi mér áður brá. Elliðaárdalurinn geymir fjölmörg náttúrufyrirbrigði og söguleg kennileiti. Þar má finna minjar um tvö jökulskeið, plöntutegundir sem taldar eru í útrýmingarhættu og 200-300 þúsund ára gamlar skeldýra- og gróðurleifar. Eins má finna fjölbreytt fuglalíf og margvíslegan upprunalegan blómgróður. Það eru kannski þessi fyrirbrigði sem formaðurinn telur manngerð? Í dalnum má finna Elliðaárnar sem taldar eru með bestu fiskveiðiám landsins. Núverandi farvegir mótuðust þegar Elliðavogshraunið rann, en það er talið 5200 ára gamalt. Það eru kannski árnar sem formaðurinn telur manngerðar? Eða kannski hraunið? Trjárækt í Elliðaárdal er talin hefjast um 1920. Heimildir herma að ríflega hundrað árum fyrr hafi Reykvíkingar haldið í lystireisur í dalinn á frídögum. Vissulega hefur skógrækt og stígagerð skapað aðgengilegt og skjólgott umhverfi. Virkjun Elliðaánna og uppfylling við Elliðarárósa breyttu einnig náttúrufari. En dalurinn er ekki manngerður – hann varð þýðingarmikill fyrir borgarlífið löngu áður en mannshöndin hóf afskipti. Nú hefst uppbygging atvinnustarfsemi í Elliðaárdalnum – á svæði sem fremur hefði mátt þróa í samhengi við náttúru dalsins. Það væri óskandi að samstarfsflokkar borgarstjóra hleyptu hestum sínum af sama hugrekki og kjarki og stúlkurnar á Laxveiðideginum – því ekki hafa þeir mótmælt þrettán ára þráhyggju borgarstjóra fyrir atvinnustarfsemi í dalnum. Það er miður.Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Laxveiðidagurinn er mikill tyllidagur í Reykjavík. Þá safnast allir sem vettlingi geta valdið að veiðistaðnum. Kvenfólkið var ríðandi í söðlum. Hleyptu þær hestum sínum með undraverðu hugrekki og kjarki”, ritaði enskur ferðamaður árið 1810 um Laxveiðidaginn í Elliðaánum. Nýverið samþykkti meirihluti borgarstjórnar atvinnuuppbyggingu í Elliðaárdalnum. Borgarstjóri hefur barist fyrir uppbyggingunni í þrettán ár. Íbúar og hollvinasamtök hafa andmælt áformunum. Sjálfstæðisflokkur hefur lagt til friðlýsingu dalsins. Formaður skipulagsráðs telur tilfinningatal um verðmæta náttúru dalsins hjákátlegt enda sé dalurinn manngerður. Öðruvísi mér áður brá. Elliðaárdalurinn geymir fjölmörg náttúrufyrirbrigði og söguleg kennileiti. Þar má finna minjar um tvö jökulskeið, plöntutegundir sem taldar eru í útrýmingarhættu og 200-300 þúsund ára gamlar skeldýra- og gróðurleifar. Eins má finna fjölbreytt fuglalíf og margvíslegan upprunalegan blómgróður. Það eru kannski þessi fyrirbrigði sem formaðurinn telur manngerð? Í dalnum má finna Elliðaárnar sem taldar eru með bestu fiskveiðiám landsins. Núverandi farvegir mótuðust þegar Elliðavogshraunið rann, en það er talið 5200 ára gamalt. Það eru kannski árnar sem formaðurinn telur manngerðar? Eða kannski hraunið? Trjárækt í Elliðaárdal er talin hefjast um 1920. Heimildir herma að ríflega hundrað árum fyrr hafi Reykvíkingar haldið í lystireisur í dalinn á frídögum. Vissulega hefur skógrækt og stígagerð skapað aðgengilegt og skjólgott umhverfi. Virkjun Elliðaánna og uppfylling við Elliðarárósa breyttu einnig náttúrufari. En dalurinn er ekki manngerður – hann varð þýðingarmikill fyrir borgarlífið löngu áður en mannshöndin hóf afskipti. Nú hefst uppbygging atvinnustarfsemi í Elliðaárdalnum – á svæði sem fremur hefði mátt þróa í samhengi við náttúru dalsins. Það væri óskandi að samstarfsflokkar borgarstjóra hleyptu hestum sínum af sama hugrekki og kjarki og stúlkurnar á Laxveiðideginum – því ekki hafa þeir mótmælt þrettán ára þráhyggju borgarstjóra fyrir atvinnustarfsemi í dalnum. Það er miður.Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun