Erfitt að ráða í stjórnendastöður á leikskólum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2019 21:45 Leikskólar Reykjavíkur standa frammi fyrir mönnunarvanda þegar kemur að ráðningum í stjórnendastöður. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hefur áhyggjur af stöðunni, borgin sé að rýna í málið. Samræma þurfi kröfur til stjórnenda í skólakerfinu til að auðvelda starfið. Nýlega voru auglýstar tvær leikskólastjórastöður við leikskóla í Reykjavík en aðeins ein umsókn barst. Leikskólastjórar hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Frá árinu 2015 hefur verið hreyfing á 22 leikskólastjórastöðum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði leikskólastjóri þetta mikið áhyggjuefni og að einnig sé erfitt að fá deildarstjóra og sérkennara. Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs, tekur undir þessar áhyggjur og segir ýmsar ástæður að baki. „Bæði að það sé flóknara rekstrarumhverfi heldur en á árum áður. Svo eru ýmsar opinberar kröfur sem hafa verið að aukast á skólana, svo má líka segja að fagumhverfið sé breytt, þar sem það er að fækka í hópi leikskólakennara í leikskólum. Svo eru blikur á lofti varðandi grunnskólanna líka varðandi þetta. Þá mæðir meira á stjórnendum,“ segir hann. Einsog staðan er í dag eru 113 stöðugildi ómönnuð í leikskólunum, staðan er þó talin betri en oft áður. Leikskólastjórar benda á að lítil sem engin endurnýjun sé í faginu, þeir sem fara í námið séu oftar enn ekki nú þegar að vinna á leikskólum. Einnig fækki hratt á gólfinu því leikskólakennarar séu settir tímabundið í stjórnendastöður til að mæta vandanum. Helgi segir að vinnuhópar séu að rýna í starfsumhverfið. „Til þess að greina betur álagsþætti og líka um leið til að finna hvað við getum gert til þess að gera þetta mikilvæga starf ákjósanlegra til þess að fleiri sæki um,“ segir hann. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Fleiri fréttir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Sjá meira
Leikskólar Reykjavíkur standa frammi fyrir mönnunarvanda þegar kemur að ráðningum í stjórnendastöður. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hefur áhyggjur af stöðunni, borgin sé að rýna í málið. Samræma þurfi kröfur til stjórnenda í skólakerfinu til að auðvelda starfið. Nýlega voru auglýstar tvær leikskólastjórastöður við leikskóla í Reykjavík en aðeins ein umsókn barst. Leikskólastjórar hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Frá árinu 2015 hefur verið hreyfing á 22 leikskólastjórastöðum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði leikskólastjóri þetta mikið áhyggjuefni og að einnig sé erfitt að fá deildarstjóra og sérkennara. Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs, tekur undir þessar áhyggjur og segir ýmsar ástæður að baki. „Bæði að það sé flóknara rekstrarumhverfi heldur en á árum áður. Svo eru ýmsar opinberar kröfur sem hafa verið að aukast á skólana, svo má líka segja að fagumhverfið sé breytt, þar sem það er að fækka í hópi leikskólakennara í leikskólum. Svo eru blikur á lofti varðandi grunnskólanna líka varðandi þetta. Þá mæðir meira á stjórnendum,“ segir hann. Einsog staðan er í dag eru 113 stöðugildi ómönnuð í leikskólunum, staðan er þó talin betri en oft áður. Leikskólastjórar benda á að lítil sem engin endurnýjun sé í faginu, þeir sem fara í námið séu oftar enn ekki nú þegar að vinna á leikskólum. Einnig fækki hratt á gólfinu því leikskólakennarar séu settir tímabundið í stjórnendastöður til að mæta vandanum. Helgi segir að vinnuhópar séu að rýna í starfsumhverfið. „Til þess að greina betur álagsþætti og líka um leið til að finna hvað við getum gert til þess að gera þetta mikilvæga starf ákjósanlegra til þess að fleiri sæki um,“ segir hann.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Fleiri fréttir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Sjá meira