Erfitt að ráða í stjórnendastöður á leikskólum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2019 21:45 Leikskólar Reykjavíkur standa frammi fyrir mönnunarvanda þegar kemur að ráðningum í stjórnendastöður. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hefur áhyggjur af stöðunni, borgin sé að rýna í málið. Samræma þurfi kröfur til stjórnenda í skólakerfinu til að auðvelda starfið. Nýlega voru auglýstar tvær leikskólastjórastöður við leikskóla í Reykjavík en aðeins ein umsókn barst. Leikskólastjórar hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Frá árinu 2015 hefur verið hreyfing á 22 leikskólastjórastöðum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði leikskólastjóri þetta mikið áhyggjuefni og að einnig sé erfitt að fá deildarstjóra og sérkennara. Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs, tekur undir þessar áhyggjur og segir ýmsar ástæður að baki. „Bæði að það sé flóknara rekstrarumhverfi heldur en á árum áður. Svo eru ýmsar opinberar kröfur sem hafa verið að aukast á skólana, svo má líka segja að fagumhverfið sé breytt, þar sem það er að fækka í hópi leikskólakennara í leikskólum. Svo eru blikur á lofti varðandi grunnskólanna líka varðandi þetta. Þá mæðir meira á stjórnendum,“ segir hann. Einsog staðan er í dag eru 113 stöðugildi ómönnuð í leikskólunum, staðan er þó talin betri en oft áður. Leikskólastjórar benda á að lítil sem engin endurnýjun sé í faginu, þeir sem fara í námið séu oftar enn ekki nú þegar að vinna á leikskólum. Einnig fækki hratt á gólfinu því leikskólakennarar séu settir tímabundið í stjórnendastöður til að mæta vandanum. Helgi segir að vinnuhópar séu að rýna í starfsumhverfið. „Til þess að greina betur álagsþætti og líka um leið til að finna hvað við getum gert til þess að gera þetta mikilvæga starf ákjósanlegra til þess að fleiri sæki um,“ segir hann. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Sjá meira
Leikskólar Reykjavíkur standa frammi fyrir mönnunarvanda þegar kemur að ráðningum í stjórnendastöður. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hefur áhyggjur af stöðunni, borgin sé að rýna í málið. Samræma þurfi kröfur til stjórnenda í skólakerfinu til að auðvelda starfið. Nýlega voru auglýstar tvær leikskólastjórastöður við leikskóla í Reykjavík en aðeins ein umsókn barst. Leikskólastjórar hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Frá árinu 2015 hefur verið hreyfing á 22 leikskólastjórastöðum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði leikskólastjóri þetta mikið áhyggjuefni og að einnig sé erfitt að fá deildarstjóra og sérkennara. Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs, tekur undir þessar áhyggjur og segir ýmsar ástæður að baki. „Bæði að það sé flóknara rekstrarumhverfi heldur en á árum áður. Svo eru ýmsar opinberar kröfur sem hafa verið að aukast á skólana, svo má líka segja að fagumhverfið sé breytt, þar sem það er að fækka í hópi leikskólakennara í leikskólum. Svo eru blikur á lofti varðandi grunnskólanna líka varðandi þetta. Þá mæðir meira á stjórnendum,“ segir hann. Einsog staðan er í dag eru 113 stöðugildi ómönnuð í leikskólunum, staðan er þó talin betri en oft áður. Leikskólastjórar benda á að lítil sem engin endurnýjun sé í faginu, þeir sem fara í námið séu oftar enn ekki nú þegar að vinna á leikskólum. Einnig fækki hratt á gólfinu því leikskólakennarar séu settir tímabundið í stjórnendastöður til að mæta vandanum. Helgi segir að vinnuhópar séu að rýna í starfsumhverfið. „Til þess að greina betur álagsþætti og líka um leið til að finna hvað við getum gert til þess að gera þetta mikilvæga starf ákjósanlegra til þess að fleiri sæki um,“ segir hann.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Sjá meira