Sjáðu sögu besta leikmanns NBA í nýrri auglýsingu Nike Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2019 16:30 Giannis Antetokounmpo. Getty/Gregory Shamus Íþróttavöruframleiðandinn Nike var ekki lengi að nýta sér fréttir næturinnar þegar Giannis Antetokounmpo var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar á nýlokinni leiktíð. Nike setti saman skemmtilegt myndband þar sem er farið yfir ótrúlegan feril hans en fjölskylda hans bjó við sára fátækt í Grikklandi fyrir aðeins átta árum. Hér fyrir neðan má sjá sögu besta leikmanns NBA í nýrri auglýsingu Nike.Fate can start you at the bottom. Dreams can take you to the top. #justdoit Congratulations to the 2019 Kia NBA Most Valuable Player: @Giannis_An34 Watch his story, “I am Giannis,” now in the Nike App: https://t.co/pOyj8Qw4H2#NBAAwards#KiaMVP#giannis#nikepic.twitter.com/I6g3uEgK45 — Nike Basketball (@nikebasketball) June 25, 2019Giannis Antetokounmpo átti magnað tímabil með Milwaukee Bucks en þessi 24 ára gamli Grikki hefur bætt sinn leik á hverju tímabili sínu í NBA-deildinni. Milwaukee Bucks náði besta árangri allra liða í NBA-deildinni með því að vinna 60 af 82 leikjum sínum. NBA-meistarar Toronto Raptors unnu 58 leiki og Golden State Warriors vann 57 leiki. Giannis var með 27,7 stig, 12,5 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik með því að nýta 58 prósent skota sinna og hefur aldrei skilað hærri tölum á ferlinum. Tímabilið á undan var hann með 26,9 stig, 10,0 fráköst og 4,8 stoðsendingar í leik.The youngest MVP in eight years. Milwaukee Bucks forward Giannis Antetokounmpo gave an emotional speech after being named the NBA's most valuable player of the 2018-19 season. More: https://t.co/T82Pamh2sQpic.twitter.com/mkaSrWASKs — BBC Sport (@BBCSport) June 25, 2019Það er ekki nóg með að Giannis sé að skila þessum frábæru tölum í sókninni þá er hann einnig einn af bestu varnarmönnum NBA-deildarinnar. Árið 2017 var Giannis sá leikmaður sem bætti sig mest í deildinni en hann hækkaði þá meðaltölin sín úr 16,9 stigum, 7,7 fráköstum og 4,3 stoðsendingum í leik upp í 22,9 stig, 8,7 fráköst og 5,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Giannis hefur síðan haldið áfram að hækka meðaltöl sín á síðustu tveimur tímabilum. Giannis Antetokounmpo er fæddur í desember árið 1994 og er því enn bara 24 ára gamall. Hann ætti því að fá tækifæri til að gera enn stærri hluti á sínum ferli. NBA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Íþróttavöruframleiðandinn Nike var ekki lengi að nýta sér fréttir næturinnar þegar Giannis Antetokounmpo var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar á nýlokinni leiktíð. Nike setti saman skemmtilegt myndband þar sem er farið yfir ótrúlegan feril hans en fjölskylda hans bjó við sára fátækt í Grikklandi fyrir aðeins átta árum. Hér fyrir neðan má sjá sögu besta leikmanns NBA í nýrri auglýsingu Nike.Fate can start you at the bottom. Dreams can take you to the top. #justdoit Congratulations to the 2019 Kia NBA Most Valuable Player: @Giannis_An34 Watch his story, “I am Giannis,” now in the Nike App: https://t.co/pOyj8Qw4H2#NBAAwards#KiaMVP#giannis#nikepic.twitter.com/I6g3uEgK45 — Nike Basketball (@nikebasketball) June 25, 2019Giannis Antetokounmpo átti magnað tímabil með Milwaukee Bucks en þessi 24 ára gamli Grikki hefur bætt sinn leik á hverju tímabili sínu í NBA-deildinni. Milwaukee Bucks náði besta árangri allra liða í NBA-deildinni með því að vinna 60 af 82 leikjum sínum. NBA-meistarar Toronto Raptors unnu 58 leiki og Golden State Warriors vann 57 leiki. Giannis var með 27,7 stig, 12,5 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik með því að nýta 58 prósent skota sinna og hefur aldrei skilað hærri tölum á ferlinum. Tímabilið á undan var hann með 26,9 stig, 10,0 fráköst og 4,8 stoðsendingar í leik.The youngest MVP in eight years. Milwaukee Bucks forward Giannis Antetokounmpo gave an emotional speech after being named the NBA's most valuable player of the 2018-19 season. More: https://t.co/T82Pamh2sQpic.twitter.com/mkaSrWASKs — BBC Sport (@BBCSport) June 25, 2019Það er ekki nóg með að Giannis sé að skila þessum frábæru tölum í sókninni þá er hann einnig einn af bestu varnarmönnum NBA-deildarinnar. Árið 2017 var Giannis sá leikmaður sem bætti sig mest í deildinni en hann hækkaði þá meðaltölin sín úr 16,9 stigum, 7,7 fráköstum og 4,3 stoðsendingum í leik upp í 22,9 stig, 8,7 fráköst og 5,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Giannis hefur síðan haldið áfram að hækka meðaltöl sín á síðustu tveimur tímabilum. Giannis Antetokounmpo er fæddur í desember árið 1994 og er því enn bara 24 ára gamall. Hann ætti því að fá tækifæri til að gera enn stærri hluti á sínum ferli.
NBA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira