Samfélagsmiðlalygar raktar til Rússlands Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2019 12:00 Upplýsingafölsunarherferðin var talin umfangsmikil og leynileg sem gæti bent til þess að leyniþjónustustofnun hafi staðið að baki henni. Vísir/Getty Hópur Rússa er talinn hafa staðið að baki tuga reikninga á þrjátíu samfélagsmiðlum sem dreifðu lygum sem var ætlað að ala á sundrungu í vestrænum samfélögum, skapa vantraust og raska þeim. Þetta er á meðal niðurstaðna rannsóknar á herferðinni. Samskiptastjóri Facebook segir engin gögn hafa fundist um afskipti utanaðkomandi aðila af Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni á Bretlandi árið 2016. Rannsókn Atlantshafsráðsins, bandarískrar hugveitu um vestrænt samstarf, bendir til þess að Rússarnir hafi búið til net samfélagsmiðlareikninga sem þeir notuðu til að dreifa ósannindum á að minnsta kosti sex tungumálum. Herferðin fór meðal annars fram á Facebook og Twitter en einnig fjölda bloggsíðna og spjallborða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað hafnað því að þau standi fyrir áróðurs- og lygaherferðum til að reyna að hafa áhrif á kosningar og samfélagsumræðu á vesturlöndum. Bandaríska leyniþjónustan telur engu að síður að þau hafi sannarlega reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar árið 2016 til að hjálpa Donald Trump að vinna sigur. Þá hefur Evrópusambandið sakað Rússa um að reyna að draga úr kjörsókn og hafa áhrif á kjósendur í Evrópuþingskosningunum í vor.Meint tilræði við Boris Johnson Á meðal lyganna sem Rússarnir sem rannsakendur hugveitunnar leituðu uppi var meint samsæri andstæðinga útgöngu Breta úr Evrópusambandinu um að ráða Boris Johnson, sem líklegast verður valinn forsætisráðherra í næsta mánuði, af dögum í ágúst í fyrra. Samsærinu var dreift á gervireikningi á Facebook. Rússarnir fölsuðu skjal sem átti að vera bréf frá Josep Borrell, utanríkisráðherra Spánar, til þingmanns. Þar var talað um „mögulega árás róttækra Brexit-andstæðinga á Boris Johnson sem vilja koma í veg fyrir að hann verði forsætisráðherra. Nafn Borrell var rangt stafsett í bréfinu sem hann átti að hafa skrifað sjálfur.Boris Johnson verður líklega næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands.Vísir/EPA„Þessari aðgerð var ætlað að reyna að sá óeiningu á milli vestrænna ríkja. Þeir fölsuðu allt, allt frá skjölunum sem fréttirnar byggðust á upp í reikningana sem dreifðu þeim,“ segir Ben Nimmo frá Atlantshafsráðinu. Hugveitan telur margt benda til þess að leyniþjónustustofnun gæti hafa staðið að baki upplýsingafölsuninni. Lygaherferðin beindist einnig að taugaeitursárásinni á Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra. Bresk stjórnvöld hafa sakað stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að tilræðinu, nokkuð sem Rússar neita harðlega. Rússnesku samfélagsmiðlareikningarnir deildu skjáskoti sem átti að vera af tísti Gavins Williamson, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bretlands, sem hann átti að hafa eytt. Skjáskotið var látið líta út fyrir að Williamson hefði fullyrt að Raunverulegi írski lýðveldisherinn á Norður-Írlandi hefði lagt til hluta af taugaeitrinu sem var notað til að reyna að ráða Skrípal og dóttur hans af dögum. Ekkert bendir til þess að Williamson hafi raunverulegt tíst nokkru slíku.Segir Rússa ekki haft áhrif á Brexit-atkvæðagreiðsluna Facebook sagði Reuters að reikningar og síður sem tengdust Rússunum hefðu verið fjarlægðar í maí. Talsmaður Twitter sagði að þar ynni hópur að því að finna og rannsaka grun um tilraunir erlendra ríkja til að hafa áhrif á fólk. Nick Clegg, varaforseti Facebook og fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands, segir að „alls engin gögn“ bendi til þess að Rússar hafi haft áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgönguna úr Evrópusambandinu árið 2016. Rannsókn fyrirtækisins hafi leitt í ljós að utanaðkomandi aðilar hafi ekki gert „verulega tilraun“ til að hafa áhrif á niðurstöðuna. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC rak Clegg úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar fremur til þess að ríkar efasemdir í garð Evrópusamvinnu væri að finna í breskri þjóðarsál. Brexit Facebook Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15 Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Rússar sakaðir um áróður vegna Brexit Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. 15. nóvember 2017 22:07 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Hópur Rússa er talinn hafa staðið að baki tuga reikninga á þrjátíu samfélagsmiðlum sem dreifðu lygum sem var ætlað að ala á sundrungu í vestrænum samfélögum, skapa vantraust og raska þeim. Þetta er á meðal niðurstaðna rannsóknar á herferðinni. Samskiptastjóri Facebook segir engin gögn hafa fundist um afskipti utanaðkomandi aðila af Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni á Bretlandi árið 2016. Rannsókn Atlantshafsráðsins, bandarískrar hugveitu um vestrænt samstarf, bendir til þess að Rússarnir hafi búið til net samfélagsmiðlareikninga sem þeir notuðu til að dreifa ósannindum á að minnsta kosti sex tungumálum. Herferðin fór meðal annars fram á Facebook og Twitter en einnig fjölda bloggsíðna og spjallborða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað hafnað því að þau standi fyrir áróðurs- og lygaherferðum til að reyna að hafa áhrif á kosningar og samfélagsumræðu á vesturlöndum. Bandaríska leyniþjónustan telur engu að síður að þau hafi sannarlega reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar árið 2016 til að hjálpa Donald Trump að vinna sigur. Þá hefur Evrópusambandið sakað Rússa um að reyna að draga úr kjörsókn og hafa áhrif á kjósendur í Evrópuþingskosningunum í vor.Meint tilræði við Boris Johnson Á meðal lyganna sem Rússarnir sem rannsakendur hugveitunnar leituðu uppi var meint samsæri andstæðinga útgöngu Breta úr Evrópusambandinu um að ráða Boris Johnson, sem líklegast verður valinn forsætisráðherra í næsta mánuði, af dögum í ágúst í fyrra. Samsærinu var dreift á gervireikningi á Facebook. Rússarnir fölsuðu skjal sem átti að vera bréf frá Josep Borrell, utanríkisráðherra Spánar, til þingmanns. Þar var talað um „mögulega árás róttækra Brexit-andstæðinga á Boris Johnson sem vilja koma í veg fyrir að hann verði forsætisráðherra. Nafn Borrell var rangt stafsett í bréfinu sem hann átti að hafa skrifað sjálfur.Boris Johnson verður líklega næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands.Vísir/EPA„Þessari aðgerð var ætlað að reyna að sá óeiningu á milli vestrænna ríkja. Þeir fölsuðu allt, allt frá skjölunum sem fréttirnar byggðust á upp í reikningana sem dreifðu þeim,“ segir Ben Nimmo frá Atlantshafsráðinu. Hugveitan telur margt benda til þess að leyniþjónustustofnun gæti hafa staðið að baki upplýsingafölsuninni. Lygaherferðin beindist einnig að taugaeitursárásinni á Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra. Bresk stjórnvöld hafa sakað stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að tilræðinu, nokkuð sem Rússar neita harðlega. Rússnesku samfélagsmiðlareikningarnir deildu skjáskoti sem átti að vera af tísti Gavins Williamson, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bretlands, sem hann átti að hafa eytt. Skjáskotið var látið líta út fyrir að Williamson hefði fullyrt að Raunverulegi írski lýðveldisherinn á Norður-Írlandi hefði lagt til hluta af taugaeitrinu sem var notað til að reyna að ráða Skrípal og dóttur hans af dögum. Ekkert bendir til þess að Williamson hafi raunverulegt tíst nokkru slíku.Segir Rússa ekki haft áhrif á Brexit-atkvæðagreiðsluna Facebook sagði Reuters að reikningar og síður sem tengdust Rússunum hefðu verið fjarlægðar í maí. Talsmaður Twitter sagði að þar ynni hópur að því að finna og rannsaka grun um tilraunir erlendra ríkja til að hafa áhrif á fólk. Nick Clegg, varaforseti Facebook og fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands, segir að „alls engin gögn“ bendi til þess að Rússar hafi haft áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgönguna úr Evrópusambandinu árið 2016. Rannsókn fyrirtækisins hafi leitt í ljós að utanaðkomandi aðilar hafi ekki gert „verulega tilraun“ til að hafa áhrif á niðurstöðuna. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC rak Clegg úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar fremur til þess að ríkar efasemdir í garð Evrópusamvinnu væri að finna í breskri þjóðarsál.
Brexit Facebook Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15 Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Rússar sakaðir um áróður vegna Brexit Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. 15. nóvember 2017 22:07 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15
Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00
Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03
Rússar sakaðir um áróður vegna Brexit Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. 15. nóvember 2017 22:07